Segir gagnrýni tveggja lækna koma á óvart Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 8. febrúar 2014 08:00 Kristján Oddsson , yfirlæknir á Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands. Yfirlæknir Leitarsviðs hjá Krabbameinsfélagi Íslands, Kristján Oddsson, segir gagnrýni í grein í Læknablaðinu á breytt skipulag leitar að leghálskrabbameini koma sér á óvart. Í greininni segja Reynir Tómas Geirsson, yfirlæknir á kvennadeild Landspítalans, og Kristján Sigurðsson, fyrrverandi yfirlæknir leitarsviðsins hjá Krabbameinsfélaginu, rök fyrir því að boða konur ekki fyrr en 23 ára í leit ekki standast. Áður voru konur boðaðar þegar þær voru orðnar 20 ára. Óttast læknarnir að með breytingunum missi menn af alvarlegum forstigsbreytingum. „Að mínu mati er enginn faglegur ágreiningur milli þessara tveggja lækna og annarra sérfræðinga. Breytingarnar eru í samræmi við það sem Kristján Sigurðsson skrifaði í grein í European Journal of Cancer frá 2007 að leit ætti að byrja fljótlega eftir 20 ára aldur,“ segir Kristján Oddsson. „Það er víst ágreiningur,“ segir Kristján Sigurðsson. „Þegar ég skrifa fljótlega eftir 20 ára aldur á ég við á milli 20 ára og 21 árs. Í annarri grein sem ég skrifaði í fagrit kom fram að tíðni alvarlegra forstigsbreytinga hefði hækkað marktækt frá tvítugsaldri frá 1980. Tilgangur leitar er fyrst og fremst að greina og meðhöndla slíkar breytingar. Það er mitt álit að Landlæknir hafi ekki sinnt eftirlitshlutverki sínu með því að leyfa þessar breytingar.“ Núverandi yfirlæknir leitarsviðsins bendir á að frá því að leitin hófst fyrir 50 árum hafi sjö konur undir 23 ára greinst með leghálskrabbamein. „Allir fagmenn eru sammála um að óraunhæft sé að koma í veg fyrir öll krabbamein með hópskoðunum. Þótt flestar ungar konur smitist af vörtuveirusýkingu stuttu eftir að þær hefja kynlíf þá hverfur sýkingin hjá helmingi þeirra sem smitast á um sex mánuðum og í um 90 prósentum tilfella er hún horfin innan tveggja til þriggja ára,“ segir Kristján Oddsson. „Við miðum breytingarnar við það sem gert er í nágrannalöndunum. Ef byrjað er að leita fyrr getur þurft að gera ónauðsynlegar aðgerðir. Leitin miðast við að gera sem mest gagn og valda sem minnstum skaða.“ Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu Sjá meira
Yfirlæknir Leitarsviðs hjá Krabbameinsfélagi Íslands, Kristján Oddsson, segir gagnrýni í grein í Læknablaðinu á breytt skipulag leitar að leghálskrabbameini koma sér á óvart. Í greininni segja Reynir Tómas Geirsson, yfirlæknir á kvennadeild Landspítalans, og Kristján Sigurðsson, fyrrverandi yfirlæknir leitarsviðsins hjá Krabbameinsfélaginu, rök fyrir því að boða konur ekki fyrr en 23 ára í leit ekki standast. Áður voru konur boðaðar þegar þær voru orðnar 20 ára. Óttast læknarnir að með breytingunum missi menn af alvarlegum forstigsbreytingum. „Að mínu mati er enginn faglegur ágreiningur milli þessara tveggja lækna og annarra sérfræðinga. Breytingarnar eru í samræmi við það sem Kristján Sigurðsson skrifaði í grein í European Journal of Cancer frá 2007 að leit ætti að byrja fljótlega eftir 20 ára aldur,“ segir Kristján Oddsson. „Það er víst ágreiningur,“ segir Kristján Sigurðsson. „Þegar ég skrifa fljótlega eftir 20 ára aldur á ég við á milli 20 ára og 21 árs. Í annarri grein sem ég skrifaði í fagrit kom fram að tíðni alvarlegra forstigsbreytinga hefði hækkað marktækt frá tvítugsaldri frá 1980. Tilgangur leitar er fyrst og fremst að greina og meðhöndla slíkar breytingar. Það er mitt álit að Landlæknir hafi ekki sinnt eftirlitshlutverki sínu með því að leyfa þessar breytingar.“ Núverandi yfirlæknir leitarsviðsins bendir á að frá því að leitin hófst fyrir 50 árum hafi sjö konur undir 23 ára greinst með leghálskrabbamein. „Allir fagmenn eru sammála um að óraunhæft sé að koma í veg fyrir öll krabbamein með hópskoðunum. Þótt flestar ungar konur smitist af vörtuveirusýkingu stuttu eftir að þær hefja kynlíf þá hverfur sýkingin hjá helmingi þeirra sem smitast á um sex mánuðum og í um 90 prósentum tilfella er hún horfin innan tveggja til þriggja ára,“ segir Kristján Oddsson. „Við miðum breytingarnar við það sem gert er í nágrannalöndunum. Ef byrjað er að leita fyrr getur þurft að gera ónauðsynlegar aðgerðir. Leitin miðast við að gera sem mest gagn og valda sem minnstum skaða.“
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu Sjá meira