Allt annaðhvort bleikt eða blátt Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 15. október 2014 09:30 Guðrún ásamt syni sínum Úlfi Elía Fálka Gíslasyni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Guðrúnu Töru Sveinsdóttur fatahönnuði og myndlistarkonu fannst vanta úrval af lífrænum barnafötum á viðráðanlegu verði hér heima, svo hún ákvað að taka málin í sínar hendur. Hún ásamt manninum sínum, Gísla Hrafni Magnússyni, eru að flytja inn barnafatamerkið PurerBaby. Hún segist sjálf ekki hafa viljað vita kynið á sínu barni og þegar hún leitaði að fötum í hlutlausum lit var úrvalið ekki mikið. Þannig að þau leituðum að lífrænum fötum í hlutlausum eða ókynbundnum litum. „Við skoðuðum mikið barnaföt á netinu, því okkur langaði að fá lífræn föt fyrir son okkar. Við uppgötvuðum svo merkið PurerBaby og leist rosalega vel á það og ákváðum að slá til og hefja lítinn innfluttning og opna netbúð,“ segir Guðrún. Hún segist hafa kynnst nýrri hlið á fataiðnaðinum þegar hún fór í starfsnám erlendis og það hafi vakið hana til umhugsunar um hvernig föt hún kaupi á sig og barnið sitt. „Við völdum þetta merki aðallega því við vildum geta boðið upp á lífræn barnaföt á viðráðanlegu verði. Bómullin í fötunum er ólituð og hefur ekki komist í snertingu við nein eiturefni og þeir sem vinna við að sauma þau fá sómasamlega greitt fyrir vinnu sína. Merkið er með GOTS gæðastimpil, sem er alþjóðleg lífræn og fairtrade gæða vottun,“ segir Guðrún. Ásamt því að bjóða upp á vörur frá PurerBaby, er Guðrún að prjóna sokka og smekki úr lífrænni bómull sem er lituð með eingöngu náttúrulegum litarefnum. „Ég lærði hjá Jet Korine í Gloriu að lita með náttúrulegum efnum þannig ég þekki það ferli og stefni á að nota þá þekkingu í mína hönnun. Þetta tengi ég mikið við Slow fashion hugtakið, sem snýst um að gera vöruna persónulega, en ekki fjöldaframleidda,“ segir Guðrún. En hversvegna skiptir litavalið á fötunum þau máli? „Það skiptir okkur máli vegna þess að við viljum ekki kyngreina börnin með litum. Það virðist vera inngróið í samfélagið að stelpur eigi að vera í bleiku og strákarnir í bláu, sem gerir það að verkum að framboðið af öðru er lítið,“ segir hún. Þau stefna að því að opna netverslunina á næstunni en byrja með sölu í gegnum facebook síðuna Eydalaliljaclothing. „Við ætlum bara að byrja rólega og hafa fá eintök af hverju. Svo stefnum við að því að vera með pop up verslun líka svo ég hvet alla til þess að fylgjast með því á facebook síðunni okkar,“ segir Guðrún. Mest lesið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Sjá meira
Guðrúnu Töru Sveinsdóttur fatahönnuði og myndlistarkonu fannst vanta úrval af lífrænum barnafötum á viðráðanlegu verði hér heima, svo hún ákvað að taka málin í sínar hendur. Hún ásamt manninum sínum, Gísla Hrafni Magnússyni, eru að flytja inn barnafatamerkið PurerBaby. Hún segist sjálf ekki hafa viljað vita kynið á sínu barni og þegar hún leitaði að fötum í hlutlausum lit var úrvalið ekki mikið. Þannig að þau leituðum að lífrænum fötum í hlutlausum eða ókynbundnum litum. „Við skoðuðum mikið barnaföt á netinu, því okkur langaði að fá lífræn föt fyrir son okkar. Við uppgötvuðum svo merkið PurerBaby og leist rosalega vel á það og ákváðum að slá til og hefja lítinn innfluttning og opna netbúð,“ segir Guðrún. Hún segist hafa kynnst nýrri hlið á fataiðnaðinum þegar hún fór í starfsnám erlendis og það hafi vakið hana til umhugsunar um hvernig föt hún kaupi á sig og barnið sitt. „Við völdum þetta merki aðallega því við vildum geta boðið upp á lífræn barnaföt á viðráðanlegu verði. Bómullin í fötunum er ólituð og hefur ekki komist í snertingu við nein eiturefni og þeir sem vinna við að sauma þau fá sómasamlega greitt fyrir vinnu sína. Merkið er með GOTS gæðastimpil, sem er alþjóðleg lífræn og fairtrade gæða vottun,“ segir Guðrún. Ásamt því að bjóða upp á vörur frá PurerBaby, er Guðrún að prjóna sokka og smekki úr lífrænni bómull sem er lituð með eingöngu náttúrulegum litarefnum. „Ég lærði hjá Jet Korine í Gloriu að lita með náttúrulegum efnum þannig ég þekki það ferli og stefni á að nota þá þekkingu í mína hönnun. Þetta tengi ég mikið við Slow fashion hugtakið, sem snýst um að gera vöruna persónulega, en ekki fjöldaframleidda,“ segir Guðrún. En hversvegna skiptir litavalið á fötunum þau máli? „Það skiptir okkur máli vegna þess að við viljum ekki kyngreina börnin með litum. Það virðist vera inngróið í samfélagið að stelpur eigi að vera í bleiku og strákarnir í bláu, sem gerir það að verkum að framboðið af öðru er lítið,“ segir hún. Þau stefna að því að opna netverslunina á næstunni en byrja með sölu í gegnum facebook síðuna Eydalaliljaclothing. „Við ætlum bara að byrja rólega og hafa fá eintök af hverju. Svo stefnum við að því að vera með pop up verslun líka svo ég hvet alla til þess að fylgjast með því á facebook síðunni okkar,“ segir Guðrún.
Mest lesið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið