Grínþáttaröðin Stelpurnar sneri nýverið aftur á Stöð 2 eftir langt hlé en meðfylgjandi er sprenghlægilegt atriði úr nýjasta þætti.
Í atriðinu fylgjumst við með matarboði þar sem gestgjafinn, sem leikinn er af Maríu Reyndal, brjálast því einn af gestunum, sem leikinn er af Kötlu Margréti Þorgeirsdóttur, fær sér kökusneið fyrr en hann ætti.
Næsti þáttur af Stelpunum er á dagskrá Stöðvar 2 á laugardagskvöldið klukkan 20.05.
„Skilaðu bitanum!“
Tengdar fréttir

Selja fisk sem er jafn ólekker og þær
Ný sería af Stelpunum frumsýnd á laugardagskvöldið á Stöð 2.

Stelpurnar rokka á laugardagskvöldum í haust
Glæný þáttaröð með skemmtilegustu stelpum þjóðarinnar hefur göngu sína á Stöð 2 laugardaginn 27. september.

Ofnæmiskonan snýr aftur í Stelpunum
Gamanleikkonur Íslands sameinast á ný í Stelpunum. Leikstjóri þáttanna segir gamla karaktera skjóta upp kollinum en einnig sé fullt af nýjum.

Sumarfríið ónýtt því það fór ekki á Facebook
Skemmtilegt atriði úr nýjustu seríu af Stelpunum.

Stelpurnar snúa aftur
Tökur á nýrri seríu af gamanþættinum Stelpunum hefjast innan skamms samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.