Myndband á jökli bjargaði hjónabandi Þórður Ingi Jónsson skrifar 14. október 2014 07:15 Tignarleg - Búningurinn er eftir Fiona Cribben en hálsfestin eftir Benas Staskauskas. Mynd eftir Jeaneen Lund. „Við skutum þar til ég gat ekki líkamlega haldið áfram vegna kulda, sársauka og ógleði. Undir lokin var ég full vonar,“ segir listakonan Kitty-Von Sometime, sem skaut afar persónulegt myndband á Langjökli í seinasta mánuði. Myndbandið OPUS/YOU AGAIN var samstarf með hljómsveitinni Árstíðum sem gerði tónlistina. Það er lofgjörð til eiginkonu Kitty, bandarísku söngkonunnar Yes Alexander, sem hafði farið frá henni nokkrum mánuðum áður. Þau tóku saman aftur eftir að Alexander hafði séð myndbandið.Kitty segir aðstæður á Langjökli hafa verið viðráðanlegar þar til að sólin hvarf og hitastigið hríðféll.„Myndin var leið til að tjá eiginkonu minni ákveðna hluti um sjálfan mig. Við höfðum gengið í gegnum gríðarlega erfiðar breytingar í sambandinu sem við náðum ekki að ráða við,“ segir Kitty. „Ég komst að því að með listinni minni get ég látið meira í ljós heldur en í gegnum önnur samskipti.“ Myndbandið er ansi sláandi en þar má sjá Kitty gangandi á Langjökli íklædd kjól sem var meðal annars gerður úr eina krónum. Einnig er hún klædd hálsbandi sem er í laginu eins og kyrkjandi hendur. Í myndbandinu finnur hún ísskúlptúr af svani sem hún brýtur í lokin og endurheimtir „hjartað sitt endurfætt“ sem var fast inni í skúlptúrnum. „Ég bar með mér margra mánuða missi upp á jökul og umkringd þögn tökuliðsins leyfði ég sársaukanum að yfirtaka mig,“ segir listakonan og bætir við að þetta sé áhrifamesta verk sem hún hefur látið frá sér.Mikil vinna var lögð í myndbandið. Mynd eftir Jeaneen Lund.Kitty segir það hafa verið mikið þrekvirki að taka upp á Langjökli. „Undirbúningur fyrir tökurnar tók miklu lengri tíma en vanalega þar sem bókstaflega hvert skref þurfti að vera reiknað út vegna bráðnunarstigs jökulsins,“ segir hún. „Veðrið var óvenjulega viðráðanlegt og það varð ekki alltof kalt þangað til að sólin hvarf um eftirmiðdegi. Þá lét sársaukinn til sín taka þar sem hitinn lækkaði svo snarlega.“ Hún er nú stödd í Los Angeles þar sem hún hefur fundað stíft bæði um nýja þætti fyrir listahópinn The Weird Girls og vegna heimildarmyndarinnar I Want To Be Weird eftir Brynju Dögg Friðriksdóttur sem fjallar um Kitty og störf hennar með hópnum seinustu fjögur árin. Myndin kemur út snemma á næsta ári. Þá verður samansafn af verkum Kitty sýnd í Bretlandi í næsta mánuði á kvikmyndahátíð tileinkaðri Skandinavíu.OPUS / YOU AGAIN from Kitty Von-Sometime on Vimeo. Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira
„Við skutum þar til ég gat ekki líkamlega haldið áfram vegna kulda, sársauka og ógleði. Undir lokin var ég full vonar,“ segir listakonan Kitty-Von Sometime, sem skaut afar persónulegt myndband á Langjökli í seinasta mánuði. Myndbandið OPUS/YOU AGAIN var samstarf með hljómsveitinni Árstíðum sem gerði tónlistina. Það er lofgjörð til eiginkonu Kitty, bandarísku söngkonunnar Yes Alexander, sem hafði farið frá henni nokkrum mánuðum áður. Þau tóku saman aftur eftir að Alexander hafði séð myndbandið.Kitty segir aðstæður á Langjökli hafa verið viðráðanlegar þar til að sólin hvarf og hitastigið hríðféll.„Myndin var leið til að tjá eiginkonu minni ákveðna hluti um sjálfan mig. Við höfðum gengið í gegnum gríðarlega erfiðar breytingar í sambandinu sem við náðum ekki að ráða við,“ segir Kitty. „Ég komst að því að með listinni minni get ég látið meira í ljós heldur en í gegnum önnur samskipti.“ Myndbandið er ansi sláandi en þar má sjá Kitty gangandi á Langjökli íklædd kjól sem var meðal annars gerður úr eina krónum. Einnig er hún klædd hálsbandi sem er í laginu eins og kyrkjandi hendur. Í myndbandinu finnur hún ísskúlptúr af svani sem hún brýtur í lokin og endurheimtir „hjartað sitt endurfætt“ sem var fast inni í skúlptúrnum. „Ég bar með mér margra mánuða missi upp á jökul og umkringd þögn tökuliðsins leyfði ég sársaukanum að yfirtaka mig,“ segir listakonan og bætir við að þetta sé áhrifamesta verk sem hún hefur látið frá sér.Mikil vinna var lögð í myndbandið. Mynd eftir Jeaneen Lund.Kitty segir það hafa verið mikið þrekvirki að taka upp á Langjökli. „Undirbúningur fyrir tökurnar tók miklu lengri tíma en vanalega þar sem bókstaflega hvert skref þurfti að vera reiknað út vegna bráðnunarstigs jökulsins,“ segir hún. „Veðrið var óvenjulega viðráðanlegt og það varð ekki alltof kalt þangað til að sólin hvarf um eftirmiðdegi. Þá lét sársaukinn til sín taka þar sem hitinn lækkaði svo snarlega.“ Hún er nú stödd í Los Angeles þar sem hún hefur fundað stíft bæði um nýja þætti fyrir listahópinn The Weird Girls og vegna heimildarmyndarinnar I Want To Be Weird eftir Brynju Dögg Friðriksdóttur sem fjallar um Kitty og störf hennar með hópnum seinustu fjögur árin. Myndin kemur út snemma á næsta ári. Þá verður samansafn af verkum Kitty sýnd í Bretlandi í næsta mánuði á kvikmyndahátíð tileinkaðri Skandinavíu.OPUS / YOU AGAIN from Kitty Von-Sometime on Vimeo.
Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira