Hætti í vinnunni og gerði „twerk“ að ævistarfi Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 14. október 2014 14:00 Jessica Vanessa, 22ja ára kona frá Flórída, hætti í vinnunni sem aðstoðarmaður kennara eftir að Vine-myndbönd hennar slógu í gegn. Í myndböndunum sést Jessica dansa „twerk“ sem söngkonan Miley Cyrus hefur verið þekkt fyrir að dansa. Stór fyrirtæki höfðu samband við Jessicu og buðu henni háar fjárhæðir ef hún minntist á vörur þeirra í myndböndunum en hún er með um tvo milljón fylgjendur á Vine. Jessica hikaði ekki við að hætta í vinnunni. „Ég þyrfti að vinna í fjóra mánuði sem aðstoðarmaður kennara til að þéna það sem ég þéna núna á sex sekúndum,“ segir hún í samtali við Daily Mail. „Þetta er klárlega blessun. Ég keypti nýjan bíl, greiddi hann upp og náði að greiða upp námslánin mín,“ bætir hún við. Jessica er mjög opin en hún segir að hún hafi ekki alltaf verið ófeimin. „Ég var mjög feimin þegar ég var yngri og mér fannst ekki gaman að dansa fyrir framan fólk. Síðan byrjaði ég í nýjum félagsskap og fékk meira sjálfstraust. Ég var orðin partístelpa þegar ég byrjaði í miðskóla,“ segir hún. En athyglinni fylgir neikvætt umtal. „Ókunnugir kalla mig hóru, fólk kallar mig feita og ljóta og fólk hefur sagt ýmislegt ljótt við mig. Fólk vill skilgreina mig sem hóru fyrir að „twerka“ en þetta er bara tegund af dansi. Ef fólk væri víðsýnara myndi það skilja það.“ Jessica segist njóta stuðnings frá fjölskyldu sinni. „Þau eru mjög víðsýn og horfa ekki á þetta á kynferðislegan hátt. Þau líta ekki á þetta sem lítillækkandi. Þau styðja mig mikið. Ég get alveg sýnt ömmu minni „twerk“-myndböndin. Hún er villt og brjáluð og myndi örugglega gera þetta með mér.“ Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Sjá meira
Jessica Vanessa, 22ja ára kona frá Flórída, hætti í vinnunni sem aðstoðarmaður kennara eftir að Vine-myndbönd hennar slógu í gegn. Í myndböndunum sést Jessica dansa „twerk“ sem söngkonan Miley Cyrus hefur verið þekkt fyrir að dansa. Stór fyrirtæki höfðu samband við Jessicu og buðu henni háar fjárhæðir ef hún minntist á vörur þeirra í myndböndunum en hún er með um tvo milljón fylgjendur á Vine. Jessica hikaði ekki við að hætta í vinnunni. „Ég þyrfti að vinna í fjóra mánuði sem aðstoðarmaður kennara til að þéna það sem ég þéna núna á sex sekúndum,“ segir hún í samtali við Daily Mail. „Þetta er klárlega blessun. Ég keypti nýjan bíl, greiddi hann upp og náði að greiða upp námslánin mín,“ bætir hún við. Jessica er mjög opin en hún segir að hún hafi ekki alltaf verið ófeimin. „Ég var mjög feimin þegar ég var yngri og mér fannst ekki gaman að dansa fyrir framan fólk. Síðan byrjaði ég í nýjum félagsskap og fékk meira sjálfstraust. Ég var orðin partístelpa þegar ég byrjaði í miðskóla,“ segir hún. En athyglinni fylgir neikvætt umtal. „Ókunnugir kalla mig hóru, fólk kallar mig feita og ljóta og fólk hefur sagt ýmislegt ljótt við mig. Fólk vill skilgreina mig sem hóru fyrir að „twerka“ en þetta er bara tegund af dansi. Ef fólk væri víðsýnara myndi það skilja það.“ Jessica segist njóta stuðnings frá fjölskyldu sinni. „Þau eru mjög víðsýn og horfa ekki á þetta á kynferðislegan hátt. Þau líta ekki á þetta sem lítillækkandi. Þau styðja mig mikið. Ég get alveg sýnt ömmu minni „twerk“-myndböndin. Hún er villt og brjáluð og myndi örugglega gera þetta með mér.“
Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Sjá meira