Dirty Dancing var frumsýnd árið 1987, löngu áður en Charlie kom í heiminn, en drengurinn er búinn að horfa nokkrum sinnum á myndina og læra dansinn eins og sést í meðfylgjandi myndbandi.
„Hann hefur líklegast horft á hana tíu til tólf sinnum. Hann elskar að dansa og getur ekki setið kyrr þegar hann er að horfa á tónlistarmyndbönd eða annað þar sem dans kemur við sögu,“ segir Lainie í samtali við Buzzfeed.