Umhyggja og ást í stjórnmálum Valgerður Þ. Jónsdóttir skrifar 23. október 2014 10:30 Óskar Proppé segir pláss fyrir ást og umhyggju í pólitík en aðferðafræðin sé flókin. Fréttablaðið/Valli „Ég þurfti að semja fyrirsögn erindisins fyrirfram og ákvað að gera mér lífið erfiðara með því að varpa í henni fram erfiðri spurningu, sem ég þyrfti sjálfur að svara,“ útskýrir Óttarr Proppé alþingismaður, bæði í gríni og alvöru. Spurningin er þessi: Er rúm fyrir ást og umhyggju í stjórnmálum og opinberri umræðu? Henni mun hann leitast við að svara á ráðstefnunni Þjónandi forysta, sem Þekkingarsetur um þjónandi forystu og Háskólinn á Bifröst standa fyrir í lok mánaðarins. Erindið er ósamið enn, en hann er að vinna í því. „Einfalda svarið er að það er pláss fyrir ást og umhyggju í stjórnmálum, en aðferðafræðin er flókin og snýst í grunninn um að stjórnmálamenn tileinki sér öðruvísi framkomu og nálgun. Ástin er gildishlaðið og sterkt hugtak, en mér finnst fara vel á að hugleiða það í tengslum við þjónandi forystu, samskipti og félagslega ábyrgð eins og ráðstefnan gengur út á,“ segir Óttarr. Sjálfur kom hann inn í stjórnmálin með Besta flokknum og Jóni Gnarr og segir stefnu þeirra hafa frá upphafi byggst á pælingum á öðrum nótum en alla jafna tíðkast í stjórnmálastarfi. Ástar- og umhyggjuhugtökin hafi verið hópnum hugleikin.„Umræðan um stjórnmál er neikvæð. Viðkvæðið er að sami rassinn sé undir öllum stjórnmálamönnum, þeir hugsi aðeins um að halda völdum og viðhalda sjálfum sér,“ segir hann. „Starf í stjórnmálum er orðið að sérfagi, sem er hættuleg þróun sem á sér stað víðast hvar á Vesturlöndum. Þeim fækkar sem gefa kost á sér í stjórnmál af hræðslu við hörku og óvægna umræðu og kosningaþátttaka minnkar. Æ fleiri verða utanveltu í því verkefni sem stjórnmál eru og allir ættu að taka þátt í. Samt hafa kröfurnar um aukið lýðræði og dreifðari ákvarðanatöku stöðugt orðið háværari.“ Spurður um ást og umhyggju á Alþingi svarar hann því til að starfsumhverfið og vinnustaðarmenningin sé jákvæðari en margur haldi. Átök og rifrildi þyki hins vegar fréttnæmari heldur en þegar menn ná góðum sáttum. „Því er þó ekki að neita að stjórnmálaheimurinn er harðari og skoðanaskipti einstrengingslegri en annars staðar í samfélaginu,“ segir Óttar, sem enn hefur nokkra daga til að semja erindi um aðferðafræði þar sem ást og umhyggja er leiðarstefið. Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Fleiri fréttir Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Sjá meira
„Ég þurfti að semja fyrirsögn erindisins fyrirfram og ákvað að gera mér lífið erfiðara með því að varpa í henni fram erfiðri spurningu, sem ég þyrfti sjálfur að svara,“ útskýrir Óttarr Proppé alþingismaður, bæði í gríni og alvöru. Spurningin er þessi: Er rúm fyrir ást og umhyggju í stjórnmálum og opinberri umræðu? Henni mun hann leitast við að svara á ráðstefnunni Þjónandi forysta, sem Þekkingarsetur um þjónandi forystu og Háskólinn á Bifröst standa fyrir í lok mánaðarins. Erindið er ósamið enn, en hann er að vinna í því. „Einfalda svarið er að það er pláss fyrir ást og umhyggju í stjórnmálum, en aðferðafræðin er flókin og snýst í grunninn um að stjórnmálamenn tileinki sér öðruvísi framkomu og nálgun. Ástin er gildishlaðið og sterkt hugtak, en mér finnst fara vel á að hugleiða það í tengslum við þjónandi forystu, samskipti og félagslega ábyrgð eins og ráðstefnan gengur út á,“ segir Óttarr. Sjálfur kom hann inn í stjórnmálin með Besta flokknum og Jóni Gnarr og segir stefnu þeirra hafa frá upphafi byggst á pælingum á öðrum nótum en alla jafna tíðkast í stjórnmálastarfi. Ástar- og umhyggjuhugtökin hafi verið hópnum hugleikin.„Umræðan um stjórnmál er neikvæð. Viðkvæðið er að sami rassinn sé undir öllum stjórnmálamönnum, þeir hugsi aðeins um að halda völdum og viðhalda sjálfum sér,“ segir hann. „Starf í stjórnmálum er orðið að sérfagi, sem er hættuleg þróun sem á sér stað víðast hvar á Vesturlöndum. Þeim fækkar sem gefa kost á sér í stjórnmál af hræðslu við hörku og óvægna umræðu og kosningaþátttaka minnkar. Æ fleiri verða utanveltu í því verkefni sem stjórnmál eru og allir ættu að taka þátt í. Samt hafa kröfurnar um aukið lýðræði og dreifðari ákvarðanatöku stöðugt orðið háværari.“ Spurður um ást og umhyggju á Alþingi svarar hann því til að starfsumhverfið og vinnustaðarmenningin sé jákvæðari en margur haldi. Átök og rifrildi þyki hins vegar fréttnæmari heldur en þegar menn ná góðum sáttum. „Því er þó ekki að neita að stjórnmálaheimurinn er harðari og skoðanaskipti einstrengingslegri en annars staðar í samfélaginu,“ segir Óttar, sem enn hefur nokkra daga til að semja erindi um aðferðafræði þar sem ást og umhyggja er leiðarstefið.
Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Fleiri fréttir Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Sjá meira