Umhyggja og ást í stjórnmálum Valgerður Þ. Jónsdóttir skrifar 23. október 2014 10:30 Óskar Proppé segir pláss fyrir ást og umhyggju í pólitík en aðferðafræðin sé flókin. Fréttablaðið/Valli „Ég þurfti að semja fyrirsögn erindisins fyrirfram og ákvað að gera mér lífið erfiðara með því að varpa í henni fram erfiðri spurningu, sem ég þyrfti sjálfur að svara,“ útskýrir Óttarr Proppé alþingismaður, bæði í gríni og alvöru. Spurningin er þessi: Er rúm fyrir ást og umhyggju í stjórnmálum og opinberri umræðu? Henni mun hann leitast við að svara á ráðstefnunni Þjónandi forysta, sem Þekkingarsetur um þjónandi forystu og Háskólinn á Bifröst standa fyrir í lok mánaðarins. Erindið er ósamið enn, en hann er að vinna í því. „Einfalda svarið er að það er pláss fyrir ást og umhyggju í stjórnmálum, en aðferðafræðin er flókin og snýst í grunninn um að stjórnmálamenn tileinki sér öðruvísi framkomu og nálgun. Ástin er gildishlaðið og sterkt hugtak, en mér finnst fara vel á að hugleiða það í tengslum við þjónandi forystu, samskipti og félagslega ábyrgð eins og ráðstefnan gengur út á,“ segir Óttarr. Sjálfur kom hann inn í stjórnmálin með Besta flokknum og Jóni Gnarr og segir stefnu þeirra hafa frá upphafi byggst á pælingum á öðrum nótum en alla jafna tíðkast í stjórnmálastarfi. Ástar- og umhyggjuhugtökin hafi verið hópnum hugleikin.„Umræðan um stjórnmál er neikvæð. Viðkvæðið er að sami rassinn sé undir öllum stjórnmálamönnum, þeir hugsi aðeins um að halda völdum og viðhalda sjálfum sér,“ segir hann. „Starf í stjórnmálum er orðið að sérfagi, sem er hættuleg þróun sem á sér stað víðast hvar á Vesturlöndum. Þeim fækkar sem gefa kost á sér í stjórnmál af hræðslu við hörku og óvægna umræðu og kosningaþátttaka minnkar. Æ fleiri verða utanveltu í því verkefni sem stjórnmál eru og allir ættu að taka þátt í. Samt hafa kröfurnar um aukið lýðræði og dreifðari ákvarðanatöku stöðugt orðið háværari.“ Spurður um ást og umhyggju á Alþingi svarar hann því til að starfsumhverfið og vinnustaðarmenningin sé jákvæðari en margur haldi. Átök og rifrildi þyki hins vegar fréttnæmari heldur en þegar menn ná góðum sáttum. „Því er þó ekki að neita að stjórnmálaheimurinn er harðari og skoðanaskipti einstrengingslegri en annars staðar í samfélaginu,“ segir Óttar, sem enn hefur nokkra daga til að semja erindi um aðferðafræði þar sem ást og umhyggja er leiðarstefið. Mest lesið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ Lífið Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Lífið Fleiri fréttir Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Sjá meira
„Ég þurfti að semja fyrirsögn erindisins fyrirfram og ákvað að gera mér lífið erfiðara með því að varpa í henni fram erfiðri spurningu, sem ég þyrfti sjálfur að svara,“ útskýrir Óttarr Proppé alþingismaður, bæði í gríni og alvöru. Spurningin er þessi: Er rúm fyrir ást og umhyggju í stjórnmálum og opinberri umræðu? Henni mun hann leitast við að svara á ráðstefnunni Þjónandi forysta, sem Þekkingarsetur um þjónandi forystu og Háskólinn á Bifröst standa fyrir í lok mánaðarins. Erindið er ósamið enn, en hann er að vinna í því. „Einfalda svarið er að það er pláss fyrir ást og umhyggju í stjórnmálum, en aðferðafræðin er flókin og snýst í grunninn um að stjórnmálamenn tileinki sér öðruvísi framkomu og nálgun. Ástin er gildishlaðið og sterkt hugtak, en mér finnst fara vel á að hugleiða það í tengslum við þjónandi forystu, samskipti og félagslega ábyrgð eins og ráðstefnan gengur út á,“ segir Óttarr. Sjálfur kom hann inn í stjórnmálin með Besta flokknum og Jóni Gnarr og segir stefnu þeirra hafa frá upphafi byggst á pælingum á öðrum nótum en alla jafna tíðkast í stjórnmálastarfi. Ástar- og umhyggjuhugtökin hafi verið hópnum hugleikin.„Umræðan um stjórnmál er neikvæð. Viðkvæðið er að sami rassinn sé undir öllum stjórnmálamönnum, þeir hugsi aðeins um að halda völdum og viðhalda sjálfum sér,“ segir hann. „Starf í stjórnmálum er orðið að sérfagi, sem er hættuleg þróun sem á sér stað víðast hvar á Vesturlöndum. Þeim fækkar sem gefa kost á sér í stjórnmál af hræðslu við hörku og óvægna umræðu og kosningaþátttaka minnkar. Æ fleiri verða utanveltu í því verkefni sem stjórnmál eru og allir ættu að taka þátt í. Samt hafa kröfurnar um aukið lýðræði og dreifðari ákvarðanatöku stöðugt orðið háværari.“ Spurður um ást og umhyggju á Alþingi svarar hann því til að starfsumhverfið og vinnustaðarmenningin sé jákvæðari en margur haldi. Átök og rifrildi þyki hins vegar fréttnæmari heldur en þegar menn ná góðum sáttum. „Því er þó ekki að neita að stjórnmálaheimurinn er harðari og skoðanaskipti einstrengingslegri en annars staðar í samfélaginu,“ segir Óttar, sem enn hefur nokkra daga til að semja erindi um aðferðafræði þar sem ást og umhyggja er leiðarstefið.
Mest lesið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ Lífið Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Lífið Fleiri fréttir Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Sjá meira