Versta starfið statisti í sjónvarpsþætti: „Það var dauði hins hugsandi listamanns“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 23. október 2014 11:45 Þórir Sæmundsson hefur tekið við hlutverki Glanna glæps af Stefáni Karli Stefánssyni í uppsetningu Þjóðleikhússins á Ævintýri í Latabæ. Ástæðan fyrir þessari skiptingu er að Stefán er farinn til Bandaríkjanna til að leika Trölla í farandsýningunni Þegar Trölli stal jólunum.Þórir er reynslumikill í leiklistarbransanum en einhverjir muna kannski eftir því að hann lék sjálfan Bugsy Malone í samnefndu leikriti hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar árið 1994. Þetta voru hans fyrstu skref á leikhúsfjölunum en þá var Þórir á fjórtánda aldursári. Í viðtali við Eintak á þeim tíma sagði hann að sín helstu áhugamál væru stelpur, veiðar og handbolti. Þá sagði hann að honum fyndist líka mjög gott að sofa. Eftir Bugsy lék Þórir í Evu Lunu í Borgarleikhúsinu veturinn 1995 og síðan lá leiðin aftur í Hafnarfjörðin þar sem hann lék í Leiðin til hásætis. Þá lék hann einnig lítið hlutverk í kvikmyndinni Benjamín dúfa.Þórir flutti til Noregs árið 1996 og hóf þá nám á leiklistarbraut í Hartvig Nissen-skólanum í Osló. Hann sló í gegn í skólanum árið 1999 þegar han var revíustjóri auk þess að leika eitt aðalhlutverkið í árlegri skólarevíu skólans. Var hann þá einn af fáum útlendingum, ef ekki sá fyrsti, sem fékk að stjórna revíu.Í viðtali við Dag um revíuna sagði Þórir að búið væri að bjóða honum að reyna við inntökuprófið í norska Leiklistarháskólanum. Sem hann og gerði og komst inn. 549 manns sóttu um inngöngu en aðeins átta komust að. Þá var Þórir á nítjánda aldursári og fyrsti útlendingurinn sem ekki er uppalinn í Noregi sem komst inn í skólann.Þórir útskrifaðist úr skólanum vorið 2002 og vann í nokkur ár í Noregi. Hann flutti síðan heim árið 2007 og vakti athygli í hlutverki sínu sem Nonni rokk í söngleiknum Ástin er diskó, lífið er pönk ári síðar.Í viðtali við Fréttablaðið það ár sagði hann að hann væri eflaust líffræðingur eða auglýsingadólgur ef hann væri ekki leikari. Aðspurður hvað væri versta starf sem hann hefði nokkurn tímann gegnt stóð ekki á svörunum. „Statisti í sjónvarpsþætti. Það var dauði hins hugsandi listamanns.“ Í viðtalinu sagði hann einnig að handboltakappinn Ólafur Stefánsson ætti að vera forseti lýðveldisins og að hans leynda nautn væri kókómjólk og kleinur.Þórir hefur leikið ýmis önnur hlutverk, til dæmis í Mary Poppins, Galdrakarlinum í Oz, Brennuvörgunum og Músum og mönnum. Þá hefur hann brætt hjörtu margra kvenna í hlutverki sínu sem Davíð í sjónvarpsþættinum Ástríði. Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Draumurinn að passa sæta hunda í Stokkhólmi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Draumurinn að passa sæta hunda í Stokkhólmi Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Sjá meira
Þórir Sæmundsson hefur tekið við hlutverki Glanna glæps af Stefáni Karli Stefánssyni í uppsetningu Þjóðleikhússins á Ævintýri í Latabæ. Ástæðan fyrir þessari skiptingu er að Stefán er farinn til Bandaríkjanna til að leika Trölla í farandsýningunni Þegar Trölli stal jólunum.Þórir er reynslumikill í leiklistarbransanum en einhverjir muna kannski eftir því að hann lék sjálfan Bugsy Malone í samnefndu leikriti hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar árið 1994. Þetta voru hans fyrstu skref á leikhúsfjölunum en þá var Þórir á fjórtánda aldursári. Í viðtali við Eintak á þeim tíma sagði hann að sín helstu áhugamál væru stelpur, veiðar og handbolti. Þá sagði hann að honum fyndist líka mjög gott að sofa. Eftir Bugsy lék Þórir í Evu Lunu í Borgarleikhúsinu veturinn 1995 og síðan lá leiðin aftur í Hafnarfjörðin þar sem hann lék í Leiðin til hásætis. Þá lék hann einnig lítið hlutverk í kvikmyndinni Benjamín dúfa.Þórir flutti til Noregs árið 1996 og hóf þá nám á leiklistarbraut í Hartvig Nissen-skólanum í Osló. Hann sló í gegn í skólanum árið 1999 þegar han var revíustjóri auk þess að leika eitt aðalhlutverkið í árlegri skólarevíu skólans. Var hann þá einn af fáum útlendingum, ef ekki sá fyrsti, sem fékk að stjórna revíu.Í viðtali við Dag um revíuna sagði Þórir að búið væri að bjóða honum að reyna við inntökuprófið í norska Leiklistarháskólanum. Sem hann og gerði og komst inn. 549 manns sóttu um inngöngu en aðeins átta komust að. Þá var Þórir á nítjánda aldursári og fyrsti útlendingurinn sem ekki er uppalinn í Noregi sem komst inn í skólann.Þórir útskrifaðist úr skólanum vorið 2002 og vann í nokkur ár í Noregi. Hann flutti síðan heim árið 2007 og vakti athygli í hlutverki sínu sem Nonni rokk í söngleiknum Ástin er diskó, lífið er pönk ári síðar.Í viðtali við Fréttablaðið það ár sagði hann að hann væri eflaust líffræðingur eða auglýsingadólgur ef hann væri ekki leikari. Aðspurður hvað væri versta starf sem hann hefði nokkurn tímann gegnt stóð ekki á svörunum. „Statisti í sjónvarpsþætti. Það var dauði hins hugsandi listamanns.“ Í viðtalinu sagði hann einnig að handboltakappinn Ólafur Stefánsson ætti að vera forseti lýðveldisins og að hans leynda nautn væri kókómjólk og kleinur.Þórir hefur leikið ýmis önnur hlutverk, til dæmis í Mary Poppins, Galdrakarlinum í Oz, Brennuvörgunum og Músum og mönnum. Þá hefur hann brætt hjörtu margra kvenna í hlutverki sínu sem Davíð í sjónvarpsþættinum Ástríði.
Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Draumurinn að passa sæta hunda í Stokkhólmi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Draumurinn að passa sæta hunda í Stokkhólmi Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Sjá meira