Leikarinn Bradley Cooper var gestur í spjallþætti Jimmy Fallon til að tala um nýtt hlutverk leikarans en hann leikur fílamanninn Joseph Merrick í nýju leikriti á Broadway.
Eins og sést í meðfylgjandi myndbandi gekk þeim félögum mjög erfiðlega að tala um hlutverkið því þeir sprungu ítrekað úr hlátri.
Þeir sem komast í gegnum þetta myndband án þess að hlæja eru greinilega ekki með húmorinn í lagi!