Að geðræn áföll mæti skilningi Steinar Almarsson og Elín Oddný Sigurðardóttir og Kristinn Heiðar Fjölnisson skrifa 10. október 2014 07:00 Handhafi Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins, Klúbburinn Geysir, átti fimmtán ára afmæli nú í september. Í tilefni þess var haldin vegleg og vel heppnuð afmælisveisla þann 20. september, þar sem minnst var með stolti á það góða starf sem þar er unnið í þágu fólks sem á við geðræn veikindi að stríða. Klúbburinn Geysir er byggður á alþjóðlegri hugmyndafræði sem á rætur sínar að rekja til ársins 1948. Þá ákvað lítill hópur sjúklinga sem átti við geðræn veikindi að stíða að hittast reglulega og reyna að vinna bug á einangrun og einmanaleika. Rúmlega 65 árum síðar eru nú starfrækt yfir 400 klúbbhús í 27 löndum, sem öll byggja á sama grunni og lagt var af stað með í upphafi. Markmiðið er að gefa fólki tækifæri og samastað til að fóta sig í tilverunni og nýta um leið krafta sína og hæfileika. Í Klúbbnum Geysi er ekki horft á veikleika fólks eða veikindi, heldur unnið með styrkleika og jákvæðni höfð í fararbroddi. Á þann hátt hefur klúbbnum tekist að tryggja fólki góðan samastað þar sem unnið er á jafningjagrundvelli að margvíslegum verkefnum auk þess að veita góð tækifæri fyrir þá sem vilja komast út á vinnumarkaðinn eða vilja mennta sig. Stórt hlutverk klúbbhúsahreyfingarinnar er að draga úr fordómum í garð fólks sem á við geðræn veikindi að stríða. Það ætti ekki að vera nokkur skömm að leita sér aðstoðar vegna geðrænna veikinda. Ástæður og alvara hvers sjúkdóms geta verið jafn misjafnar og hjá þeim sjúklingum sem þurfa að leita sér aðstoðar vegna líkamlegra veikinda. Rétt eins og með önnur veikindi er mikilvægt að fólk fái rétta og góða meðhöndlun sem allra fyrst. Mikilvægt er að samfélagið sýni þeim sem eru að vinna í sínum málum eftir geðræn áföll sama skilning og öðrum sem eru að jafna sig á líkamlegum áföllum. Það er einmitt þess vegna sem úrræði eins og Klúbburinn Geysir er fólki mikilvægur til að koma undir sig fótunum á nýjan leik. Þar horfa allir jákvæðir fram á veginn og einbeita sér að verkefnum dagsins, hvort sem það er við að elda hádegismat, viðhalda húsnæðinu eða gefa út fréttabæklinga og uppfæra heimasíðu til að gera starfsemina sýnilegri í samfélaginu, svo eitthvað sé nefnt. 10. október á hverju ári heldur Klúbburinn Geysir ásamt öðrum úrræðum í geðheilbrigðismálum Alþjóða geðheilbrigðisdaginn hátíðlegan. Félagar og starfsfólk Klúbbsins Geysis hvetja alla landsmenn til að taka virkan þátt í deginum og kynna sér það mikilvæga starf sem fjölmargir aðilar vinna á Íslandi í þágu geðheilbrigðis. Hægt er að kynna sér starfsemi Klúbbsins Geysis á nýrri heimasíðu klúbbsins sem var formlega opnuð af verndara klúbbsins, frú Vigdísi Finnbogadóttir á afmælishátíðinni þann 20. september. Klúbburinn Geysir á velunnurum sínum mikið að þakka. Þá eiga allir þeir sem unnið hafa í klúbbnum Geysi í gegnum árin allar bestu þakkir skyldar fyrir sitt framtak við að styrkja og efla klúbbinn. Við erum öll óendanlega þakklát fyrir framlag ykkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Mest lesið Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Handhafi Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins, Klúbburinn Geysir, átti fimmtán ára afmæli nú í september. Í tilefni þess var haldin vegleg og vel heppnuð afmælisveisla þann 20. september, þar sem minnst var með stolti á það góða starf sem þar er unnið í þágu fólks sem á við geðræn veikindi að stríða. Klúbburinn Geysir er byggður á alþjóðlegri hugmyndafræði sem á rætur sínar að rekja til ársins 1948. Þá ákvað lítill hópur sjúklinga sem átti við geðræn veikindi að stíða að hittast reglulega og reyna að vinna bug á einangrun og einmanaleika. Rúmlega 65 árum síðar eru nú starfrækt yfir 400 klúbbhús í 27 löndum, sem öll byggja á sama grunni og lagt var af stað með í upphafi. Markmiðið er að gefa fólki tækifæri og samastað til að fóta sig í tilverunni og nýta um leið krafta sína og hæfileika. Í Klúbbnum Geysi er ekki horft á veikleika fólks eða veikindi, heldur unnið með styrkleika og jákvæðni höfð í fararbroddi. Á þann hátt hefur klúbbnum tekist að tryggja fólki góðan samastað þar sem unnið er á jafningjagrundvelli að margvíslegum verkefnum auk þess að veita góð tækifæri fyrir þá sem vilja komast út á vinnumarkaðinn eða vilja mennta sig. Stórt hlutverk klúbbhúsahreyfingarinnar er að draga úr fordómum í garð fólks sem á við geðræn veikindi að stríða. Það ætti ekki að vera nokkur skömm að leita sér aðstoðar vegna geðrænna veikinda. Ástæður og alvara hvers sjúkdóms geta verið jafn misjafnar og hjá þeim sjúklingum sem þurfa að leita sér aðstoðar vegna líkamlegra veikinda. Rétt eins og með önnur veikindi er mikilvægt að fólk fái rétta og góða meðhöndlun sem allra fyrst. Mikilvægt er að samfélagið sýni þeim sem eru að vinna í sínum málum eftir geðræn áföll sama skilning og öðrum sem eru að jafna sig á líkamlegum áföllum. Það er einmitt þess vegna sem úrræði eins og Klúbburinn Geysir er fólki mikilvægur til að koma undir sig fótunum á nýjan leik. Þar horfa allir jákvæðir fram á veginn og einbeita sér að verkefnum dagsins, hvort sem það er við að elda hádegismat, viðhalda húsnæðinu eða gefa út fréttabæklinga og uppfæra heimasíðu til að gera starfsemina sýnilegri í samfélaginu, svo eitthvað sé nefnt. 10. október á hverju ári heldur Klúbburinn Geysir ásamt öðrum úrræðum í geðheilbrigðismálum Alþjóða geðheilbrigðisdaginn hátíðlegan. Félagar og starfsfólk Klúbbsins Geysis hvetja alla landsmenn til að taka virkan þátt í deginum og kynna sér það mikilvæga starf sem fjölmargir aðilar vinna á Íslandi í þágu geðheilbrigðis. Hægt er að kynna sér starfsemi Klúbbsins Geysis á nýrri heimasíðu klúbbsins sem var formlega opnuð af verndara klúbbsins, frú Vigdísi Finnbogadóttir á afmælishátíðinni þann 20. september. Klúbburinn Geysir á velunnurum sínum mikið að þakka. Þá eiga allir þeir sem unnið hafa í klúbbnum Geysi í gegnum árin allar bestu þakkir skyldar fyrir sitt framtak við að styrkja og efla klúbbinn. Við erum öll óendanlega þakklát fyrir framlag ykkar.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun