Lífið

Tók „selfie“-mynd árið 1967

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Selfie-myndina tók Jón fyrir 47 árum.
Selfie-myndina tók Jón fyrir 47 árum.
Vísir hefur undanfarið fjallað um gamlar sjálfsmyndir, eða selfie-myndir eins og það er stundum kallað þegar fólk heldur á myndavél sem það beinir að sjálfu sér og smellir af. Velta menn og konur vöngum yfir því hver fyrsta selfie-mynd Íslands sé, og sendi sagnfræðingurinn Jón M. Ívarsson okkur mynd af sér frá árinu 1967.

Hann segir myndina tekna á „einföldustu myndavél í heimi, Kodak Instamatic“, en það var stuðboltinn Siggi Hlö sem reið á vaðið í gær og birti sjálfsmynd af sér frá árinu 1981. Seinna um daginn birti Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, sams konar mynd frá 1975.

Vanalega eru þó selfie-myndirnar teknar á síma eða stafræna myndavél og settar beint á internetið, en þessar gömlu myndir sýna það glögglega að ekkert er nýtt undir sólinni.

Lumar þú eða einhver sem þú þekkir á eldri sjálfsmynd? Sendu okkur hana endilega á ritstjorn@visir.is

Selfie-mynd Halldórs Halldórssonar frá árinu 1975 (t.v.) og Siggi Hlö árið 1981.
Jón M. Ívarsson kom fram í þættinum Mín skoðun 2. febrúar, en hann ber nafnbótina Virkur í athugasemdum.

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.