Lífið

Pólóþjálfari prinsanna látinn

Ugla Egilsdóttir skrifar
Carlos Gracide.
Carlos Gracide. Vísir/Getty
Uppáhalds pólóleikari Elísabetar Bretadrottningar, Carlos Gracide, er nú látinn eftir voveiflegt slys. Carlos varð undir hestinum sínum sem datt þegar hann var sleginn í hausinn með hamri. Carlos Gracide sinnti pólóþjálfun Vilhjálms og Harrys, barnabarna Elísabetar. Carlos vann flest helstu pólómót í heiminum og var eftirlætis pólóþjálfari fyrirmenna. Meðal þeirra sem leituðu til hans með pólóþjálfun, fyrir utan fjölskyldu Bretadrottningar, voru Sylvester Stallone og Constantine II, fyrrum konungur Grikklands. 

Póló er vinsælt sport meðal hefðarfólks. Hér er Elísabet Bretadrottning ásamt manni sínum Filippusi.Vísir/Getty
 Carlos vann flest helstu pólómót í heiminum og var eftirlætis pólóþjálfari fyrirmenna. Meðal þeirra sem leituðu til hans með pólóþjálfun, fyrir utan fjölskyldu Bretadrottningar, voru Sylvester Stallone og Constantine II, fyrrum konungur Grikklands. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.