Lífið

Skemmtilegur og einlægur forsætisráðherra

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra hélt fyrirlestur í síðasta tíma námskeiðsins Samvinna og árangur í Háskóla Íslands í gær. Námskeiðið hefur staðið yfir síðustu átta vikur og var markmið þess að safna peningum fyrir Barnaspítala Hringsins. Fengu nemendur til þess frjálsar hendur og hafa meðal annars haldið tónleika og selt armbönd.

„Hann var virkilega skemmtilegur og einlægur,“ segir Elmar Hallgríms Hallgrímsson, lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og kennari námskeiðsins, um Sigmund Davíð.

„Hann fjallaði um leiðtogahlutverkið og hvernig hann tekst á við mótlæti. Þá kom hann inn á það hvernig hann fylgir hugsjónum sínum eftir. Hann lýsti einnig upplifun sinni hvernig það var að koma inn á þing og hversu miklu máli það skiptir að halda áfram og hafa trú á því sem maður er að gera,“ bætir Elmar við. Í lok fyrirlestrarins svaraði Sigmundur Davíð spurningum nemenda.

„Nemendur voru ánægðir með fyrirlesturinn hans en hann tók einnig við fjölmörgum spurningum nemenda sem hann svaraði, svo sem hvað hann gerir til að slappa af, hvað einkennir leiðtoga að hans mati og svo framvegis.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.