Eftirlitsleysi með lögráðamönnum sjálfræðissviptra Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 17. maí 2014 19:30 Í minnisblaði sem Geðhjálp sendi á innanríkisráðuneytið í byrjun apríl, kemur fram að víða sé pottur brotinn í málefnum sjálfræðissviptra einstaklinga og lögráðamanna þeirra hér á landi. Ekki liggja fyrir samræmdar verklagsreglur um hvernig vali og eftirliti með störfum lögráðamannana er háttað og því er afar óljóst hvað felst í því að vera lögráðamaður hjá ólíkum sýslumannsembættum. Í 54. grein lögræðislaga kemur fram að lögráðamaður skuli vera lögráða og fjár síns ráðandi, ráðvandur og ráðdeildarsamur og að öðru leiti vel til starfsins fallinn. Aftur á móti er ekk farið fram á að lögráðamaður sé með hreint sakavottorð né skili inn öðrum vottorðum, til dæmis í tengslum við fjármál. Afleiðingin getur því verið að óæskilegir einstaklingar taki að sér ábyrð á sjálfræðissviptum einstaklingum – sumum mjög veikum. Í minnisblaðinu sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram að dæmi sé um að dæmdur kynferðisafbrotamaður hafi verið lögráðamaður mjög veiks einstaklings. Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir að eftirliti með störfum lögráðamanna sé ábótavant. „Það virðist vera mjög lítið eftirlit. Það getur valdið því að það er brotið á mannréttindum fólks og það fær ekki þá þjónstu sem það á að fá með alvarlegum afleiðingum," segir hún. Þegar einstaklingur er sviptur sjálfræði eru lögráðamenn yfirleitt valdir af honum sjálfum eða viðkomandi sýslumannsembætti. Þegar sýslumannsembætti velja lögráðamenn verða lögmenn fyrir valinu en í öðrum tilfellum er um að ræða ættingja eða vini. Ekki hafa verið teknar saman heildartölur um fjölda lögráðamanna eða greiðslur til þeirra. Sjálfræðissviptir einstaklingar, sem eru í flestum tilfellum á örorkubótum, greiða lögráðamanni sínum laun úr eigin vasa. Lögmenn fá greidddar tólf þúsund krónur á klukkustund fyrir vinnu sína í starfi lögráðamanna en ættingjar og vinir þiggja oft ekki laun fyrir slíka vinnu. Anna Gunnhildur segir ekki eðlilegt að sjálfræðissviptir greiði þennan kostnað úr eigin vasa. „Í íslensku velferðarsamfélagi finnst mér hræðilegt að svona veikt fólk þurfi að borga fólki til að taka ákvarðanir um líf þess," segir Anna Gunnhildur. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Sjá meira
Í minnisblaði sem Geðhjálp sendi á innanríkisráðuneytið í byrjun apríl, kemur fram að víða sé pottur brotinn í málefnum sjálfræðissviptra einstaklinga og lögráðamanna þeirra hér á landi. Ekki liggja fyrir samræmdar verklagsreglur um hvernig vali og eftirliti með störfum lögráðamannana er háttað og því er afar óljóst hvað felst í því að vera lögráðamaður hjá ólíkum sýslumannsembættum. Í 54. grein lögræðislaga kemur fram að lögráðamaður skuli vera lögráða og fjár síns ráðandi, ráðvandur og ráðdeildarsamur og að öðru leiti vel til starfsins fallinn. Aftur á móti er ekk farið fram á að lögráðamaður sé með hreint sakavottorð né skili inn öðrum vottorðum, til dæmis í tengslum við fjármál. Afleiðingin getur því verið að óæskilegir einstaklingar taki að sér ábyrð á sjálfræðissviptum einstaklingum – sumum mjög veikum. Í minnisblaðinu sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram að dæmi sé um að dæmdur kynferðisafbrotamaður hafi verið lögráðamaður mjög veiks einstaklings. Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir að eftirliti með störfum lögráðamanna sé ábótavant. „Það virðist vera mjög lítið eftirlit. Það getur valdið því að það er brotið á mannréttindum fólks og það fær ekki þá þjónstu sem það á að fá með alvarlegum afleiðingum," segir hún. Þegar einstaklingur er sviptur sjálfræði eru lögráðamenn yfirleitt valdir af honum sjálfum eða viðkomandi sýslumannsembætti. Þegar sýslumannsembætti velja lögráðamenn verða lögmenn fyrir valinu en í öðrum tilfellum er um að ræða ættingja eða vini. Ekki hafa verið teknar saman heildartölur um fjölda lögráðamanna eða greiðslur til þeirra. Sjálfræðissviptir einstaklingar, sem eru í flestum tilfellum á örorkubótum, greiða lögráðamanni sínum laun úr eigin vasa. Lögmenn fá greidddar tólf þúsund krónur á klukkustund fyrir vinnu sína í starfi lögráðamanna en ættingjar og vinir þiggja oft ekki laun fyrir slíka vinnu. Anna Gunnhildur segir ekki eðlilegt að sjálfræðissviptir greiði þennan kostnað úr eigin vasa. „Í íslensku velferðarsamfélagi finnst mér hræðilegt að svona veikt fólk þurfi að borga fólki til að taka ákvarðanir um líf þess," segir Anna Gunnhildur.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Sjá meira