Eftirlitsleysi með lögráðamönnum sjálfræðissviptra Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 17. maí 2014 19:30 Í minnisblaði sem Geðhjálp sendi á innanríkisráðuneytið í byrjun apríl, kemur fram að víða sé pottur brotinn í málefnum sjálfræðissviptra einstaklinga og lögráðamanna þeirra hér á landi. Ekki liggja fyrir samræmdar verklagsreglur um hvernig vali og eftirliti með störfum lögráðamannana er háttað og því er afar óljóst hvað felst í því að vera lögráðamaður hjá ólíkum sýslumannsembættum. Í 54. grein lögræðislaga kemur fram að lögráðamaður skuli vera lögráða og fjár síns ráðandi, ráðvandur og ráðdeildarsamur og að öðru leiti vel til starfsins fallinn. Aftur á móti er ekk farið fram á að lögráðamaður sé með hreint sakavottorð né skili inn öðrum vottorðum, til dæmis í tengslum við fjármál. Afleiðingin getur því verið að óæskilegir einstaklingar taki að sér ábyrð á sjálfræðissviptum einstaklingum – sumum mjög veikum. Í minnisblaðinu sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram að dæmi sé um að dæmdur kynferðisafbrotamaður hafi verið lögráðamaður mjög veiks einstaklings. Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir að eftirliti með störfum lögráðamanna sé ábótavant. „Það virðist vera mjög lítið eftirlit. Það getur valdið því að það er brotið á mannréttindum fólks og það fær ekki þá þjónstu sem það á að fá með alvarlegum afleiðingum," segir hún. Þegar einstaklingur er sviptur sjálfræði eru lögráðamenn yfirleitt valdir af honum sjálfum eða viðkomandi sýslumannsembætti. Þegar sýslumannsembætti velja lögráðamenn verða lögmenn fyrir valinu en í öðrum tilfellum er um að ræða ættingja eða vini. Ekki hafa verið teknar saman heildartölur um fjölda lögráðamanna eða greiðslur til þeirra. Sjálfræðissviptir einstaklingar, sem eru í flestum tilfellum á örorkubótum, greiða lögráðamanni sínum laun úr eigin vasa. Lögmenn fá greidddar tólf þúsund krónur á klukkustund fyrir vinnu sína í starfi lögráðamanna en ættingjar og vinir þiggja oft ekki laun fyrir slíka vinnu. Anna Gunnhildur segir ekki eðlilegt að sjálfræðissviptir greiði þennan kostnað úr eigin vasa. „Í íslensku velferðarsamfélagi finnst mér hræðilegt að svona veikt fólk þurfi að borga fólki til að taka ákvarðanir um líf þess," segir Anna Gunnhildur. Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Í minnisblaði sem Geðhjálp sendi á innanríkisráðuneytið í byrjun apríl, kemur fram að víða sé pottur brotinn í málefnum sjálfræðissviptra einstaklinga og lögráðamanna þeirra hér á landi. Ekki liggja fyrir samræmdar verklagsreglur um hvernig vali og eftirliti með störfum lögráðamannana er háttað og því er afar óljóst hvað felst í því að vera lögráðamaður hjá ólíkum sýslumannsembættum. Í 54. grein lögræðislaga kemur fram að lögráðamaður skuli vera lögráða og fjár síns ráðandi, ráðvandur og ráðdeildarsamur og að öðru leiti vel til starfsins fallinn. Aftur á móti er ekk farið fram á að lögráðamaður sé með hreint sakavottorð né skili inn öðrum vottorðum, til dæmis í tengslum við fjármál. Afleiðingin getur því verið að óæskilegir einstaklingar taki að sér ábyrð á sjálfræðissviptum einstaklingum – sumum mjög veikum. Í minnisblaðinu sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram að dæmi sé um að dæmdur kynferðisafbrotamaður hafi verið lögráðamaður mjög veiks einstaklings. Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir að eftirliti með störfum lögráðamanna sé ábótavant. „Það virðist vera mjög lítið eftirlit. Það getur valdið því að það er brotið á mannréttindum fólks og það fær ekki þá þjónstu sem það á að fá með alvarlegum afleiðingum," segir hún. Þegar einstaklingur er sviptur sjálfræði eru lögráðamenn yfirleitt valdir af honum sjálfum eða viðkomandi sýslumannsembætti. Þegar sýslumannsembætti velja lögráðamenn verða lögmenn fyrir valinu en í öðrum tilfellum er um að ræða ættingja eða vini. Ekki hafa verið teknar saman heildartölur um fjölda lögráðamanna eða greiðslur til þeirra. Sjálfræðissviptir einstaklingar, sem eru í flestum tilfellum á örorkubótum, greiða lögráðamanni sínum laun úr eigin vasa. Lögmenn fá greidddar tólf þúsund krónur á klukkustund fyrir vinnu sína í starfi lögráðamanna en ættingjar og vinir þiggja oft ekki laun fyrir slíka vinnu. Anna Gunnhildur segir ekki eðlilegt að sjálfræðissviptir greiði þennan kostnað úr eigin vasa. „Í íslensku velferðarsamfélagi finnst mér hræðilegt að svona veikt fólk þurfi að borga fólki til að taka ákvarðanir um líf þess," segir Anna Gunnhildur.
Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira