Eftirlitsleysi með lögráðamönnum sjálfræðissviptra Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 17. maí 2014 19:30 Í minnisblaði sem Geðhjálp sendi á innanríkisráðuneytið í byrjun apríl, kemur fram að víða sé pottur brotinn í málefnum sjálfræðissviptra einstaklinga og lögráðamanna þeirra hér á landi. Ekki liggja fyrir samræmdar verklagsreglur um hvernig vali og eftirliti með störfum lögráðamannana er háttað og því er afar óljóst hvað felst í því að vera lögráðamaður hjá ólíkum sýslumannsembættum. Í 54. grein lögræðislaga kemur fram að lögráðamaður skuli vera lögráða og fjár síns ráðandi, ráðvandur og ráðdeildarsamur og að öðru leiti vel til starfsins fallinn. Aftur á móti er ekk farið fram á að lögráðamaður sé með hreint sakavottorð né skili inn öðrum vottorðum, til dæmis í tengslum við fjármál. Afleiðingin getur því verið að óæskilegir einstaklingar taki að sér ábyrð á sjálfræðissviptum einstaklingum – sumum mjög veikum. Í minnisblaðinu sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram að dæmi sé um að dæmdur kynferðisafbrotamaður hafi verið lögráðamaður mjög veiks einstaklings. Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir að eftirliti með störfum lögráðamanna sé ábótavant. „Það virðist vera mjög lítið eftirlit. Það getur valdið því að það er brotið á mannréttindum fólks og það fær ekki þá þjónstu sem það á að fá með alvarlegum afleiðingum," segir hún. Þegar einstaklingur er sviptur sjálfræði eru lögráðamenn yfirleitt valdir af honum sjálfum eða viðkomandi sýslumannsembætti. Þegar sýslumannsembætti velja lögráðamenn verða lögmenn fyrir valinu en í öðrum tilfellum er um að ræða ættingja eða vini. Ekki hafa verið teknar saman heildartölur um fjölda lögráðamanna eða greiðslur til þeirra. Sjálfræðissviptir einstaklingar, sem eru í flestum tilfellum á örorkubótum, greiða lögráðamanni sínum laun úr eigin vasa. Lögmenn fá greidddar tólf þúsund krónur á klukkustund fyrir vinnu sína í starfi lögráðamanna en ættingjar og vinir þiggja oft ekki laun fyrir slíka vinnu. Anna Gunnhildur segir ekki eðlilegt að sjálfræðissviptir greiði þennan kostnað úr eigin vasa. „Í íslensku velferðarsamfélagi finnst mér hræðilegt að svona veikt fólk þurfi að borga fólki til að taka ákvarðanir um líf þess," segir Anna Gunnhildur. Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Sjá meira
Í minnisblaði sem Geðhjálp sendi á innanríkisráðuneytið í byrjun apríl, kemur fram að víða sé pottur brotinn í málefnum sjálfræðissviptra einstaklinga og lögráðamanna þeirra hér á landi. Ekki liggja fyrir samræmdar verklagsreglur um hvernig vali og eftirliti með störfum lögráðamannana er háttað og því er afar óljóst hvað felst í því að vera lögráðamaður hjá ólíkum sýslumannsembættum. Í 54. grein lögræðislaga kemur fram að lögráðamaður skuli vera lögráða og fjár síns ráðandi, ráðvandur og ráðdeildarsamur og að öðru leiti vel til starfsins fallinn. Aftur á móti er ekk farið fram á að lögráðamaður sé með hreint sakavottorð né skili inn öðrum vottorðum, til dæmis í tengslum við fjármál. Afleiðingin getur því verið að óæskilegir einstaklingar taki að sér ábyrð á sjálfræðissviptum einstaklingum – sumum mjög veikum. Í minnisblaðinu sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram að dæmi sé um að dæmdur kynferðisafbrotamaður hafi verið lögráðamaður mjög veiks einstaklings. Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir að eftirliti með störfum lögráðamanna sé ábótavant. „Það virðist vera mjög lítið eftirlit. Það getur valdið því að það er brotið á mannréttindum fólks og það fær ekki þá þjónstu sem það á að fá með alvarlegum afleiðingum," segir hún. Þegar einstaklingur er sviptur sjálfræði eru lögráðamenn yfirleitt valdir af honum sjálfum eða viðkomandi sýslumannsembætti. Þegar sýslumannsembætti velja lögráðamenn verða lögmenn fyrir valinu en í öðrum tilfellum er um að ræða ættingja eða vini. Ekki hafa verið teknar saman heildartölur um fjölda lögráðamanna eða greiðslur til þeirra. Sjálfræðissviptir einstaklingar, sem eru í flestum tilfellum á örorkubótum, greiða lögráðamanni sínum laun úr eigin vasa. Lögmenn fá greidddar tólf þúsund krónur á klukkustund fyrir vinnu sína í starfi lögráðamanna en ættingjar og vinir þiggja oft ekki laun fyrir slíka vinnu. Anna Gunnhildur segir ekki eðlilegt að sjálfræðissviptir greiði þennan kostnað úr eigin vasa. „Í íslensku velferðarsamfélagi finnst mér hræðilegt að svona veikt fólk þurfi að borga fólki til að taka ákvarðanir um líf þess," segir Anna Gunnhildur.
Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Sjá meira