Fórnarkostnaður framhaldsskólakennara Sigríður Helga Sverrisdóttir skrifar 20. mars 2014 07:00 Fyrir 6 árum tilheyrði ég hinni dæmigerðu íslensku millistétt: átti fasteign, nýjan bíl og lifði tiltölulega fjárhagslega áhyggjulausu lífi. Síðan tók ég þá örlagaríku ákvörðun að gerast kennari. Það hafði lengi blundað í mér að feta þá braut og á þessum tímapunkti í lífi mínu fannst mér það hin eina rétta ákvörðun, þrátt fyrir að þá væri hið fræga hrun skollið á. Ég eyddi því heilu ári til viðbótar til að ná mér í kennsluréttindi með tilheyrandi fórnarkostnaði og launatapi og hóf að því loknu starf sem kennari í framhaldsskóla. Á þeim 5 árum sem liðin eru hef ég hrapað úr því að vera millistéttarmanneskja í það að vera eignalaus lágstéttarmanneskja. Ástæðan er einföld: mánaðarlaun mín fyrir fullt starf duga engan veginn til nauðsynlegrar framfærslu skv. viðmiðunarstöðlum. Þó bý ég – að því er talið er – í velferðarríki en ekki vanþróuðu ríki. Þá er ég hámenntuð, með 3 háskólagráður og 6 ára háskólanám að baki. Hvernig má þetta vera? Það er ekki nema von að maður velti því fyrir sér hvort þessi mikli fórnarkostnaður hafi verið ómaksins virði. Ég er hugvísindamanneskja, bókmenntafræðingur og ljóðskáld. Ég valdi mitt fag út frá einskærum áhuga á bókmenntum, menningu og tungu hins enskumælandi heims. Ég sé það núna að það var lúxus. Ég var einfaldlega ekki þannig þenkjandi að velja mér fag út frá mögulegum framtíðartekjum. Það voru hugsanlega mistök. Eða hvað? Eitt er víst, að kennarastarfið er það mest krefjandi starf sem ég hef sinnt um ævina og hef ég þó víðtæka starfsreynslu á öðrum sviðum. Það er um leið lifandi og ögrandi starf og heldur manni stöðugt á tánum. Einnig eru það mikil forréttindi að vera með svona ungu og frjóu fólki alla daga. Nemendur mínir hafa verið mér endalaus uppspretta og hafa kennt mér margt. Ég kenni nemendum á náttúrufræðibraut sem hefur verið talsverð áskorun fyrir hugvísindamanneskju. Við hugsum ólíkt. Eitt af því mikilvægasta sem ég hef lært af nemendum mínum er að nálgast viðfangsefnið á vísindalegan, rökfræðilegan hátt. Mæla allt með ákveðinni mælistiku og fá út einhverja fasta útkomu. Nemendur á náttúrufræðibraut lesa m.a. mikið af vísindatextum og fjallar einn kaflinn um hagfræðilegan hugsunarhátt.Dýrkeyptasta fjárfestingin Ef ég hefði lært að tileinka mér hagfræðilegan hugsunarhátt á menntaskólaaldri væri ég líklega ekki kennari í dag. Samkvæmt hagfræðilegum útreikningum er kennarastarfið síst af öllu fjárhagslega arðbært. Sennilega væru fáir til í að skipta á aleigunni fyrir kennarastarfið. Sennilega eru fáar eða engar stéttir, aðrar en kennarastéttin, til í að vinna öll kvöld og allar helgar – launalaust – við að fara yfir próf og verkefni. Lífið er stutt og líður hratt. Líta þarf líka á þann fórnarkostnað fyrir samfélagið sem hlýst af kulnun í starfi vegna ofurálags. Af hverju er þá kennarastarfið svona vanmetið? Hvað er það við kennarastarfið sem stjórnvöld eru ekki að átta sig á? Hvaða stétt, sem krefst þriggja háskólagráða, myndi sætta sig við að vera með laun undir framfærsluviðmiðum? Má orsökina að einhverju leyti rekja til hinnar ævafornu, rómantísku mýtu að maðurinn þurfi helst að svelta til að sýna hvað í honum býr, sbr. gömlu skáldin okkar? En við lifum á öðrum tímum en þessi frægu skáld, sem sultu heilu hungri og skildu ekkert eftir sig nema ódauðleg verk. Í dag eru önnur gildi við lýði, aðrar kröfur um lágmarksviðurværi og lífsstíl. Það er sanngjörn krafa að hægt sé að lifa á launum sínum og að fólk fái greitt samkvæmt menntun og vinnuframlagi. Vegna skilningsleysis stjórnvalda fyrir kennarastarfinu stend ég nú frammi fyrir enn einum fórnarkostnaðinum, verkfalli, sem ég hef ekki valið mér. Það er því deginum ljósara að sú leið sem ég valdi fyrir 6 árum hefur reynst mér dýrkeyptasta fjárfesting sem ég hef ráðist í til þessa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Fyrir 6 árum tilheyrði ég hinni dæmigerðu íslensku millistétt: átti fasteign, nýjan bíl og lifði tiltölulega fjárhagslega áhyggjulausu lífi. Síðan tók ég þá örlagaríku ákvörðun að gerast kennari. Það hafði lengi blundað í mér að feta þá braut og á þessum tímapunkti í lífi mínu fannst mér það hin eina rétta ákvörðun, þrátt fyrir að þá væri hið fræga hrun skollið á. Ég eyddi því heilu ári til viðbótar til að ná mér í kennsluréttindi með tilheyrandi fórnarkostnaði og launatapi og hóf að því loknu starf sem kennari í framhaldsskóla. Á þeim 5 árum sem liðin eru hef ég hrapað úr því að vera millistéttarmanneskja í það að vera eignalaus lágstéttarmanneskja. Ástæðan er einföld: mánaðarlaun mín fyrir fullt starf duga engan veginn til nauðsynlegrar framfærslu skv. viðmiðunarstöðlum. Þó bý ég – að því er talið er – í velferðarríki en ekki vanþróuðu ríki. Þá er ég hámenntuð, með 3 háskólagráður og 6 ára háskólanám að baki. Hvernig má þetta vera? Það er ekki nema von að maður velti því fyrir sér hvort þessi mikli fórnarkostnaður hafi verið ómaksins virði. Ég er hugvísindamanneskja, bókmenntafræðingur og ljóðskáld. Ég valdi mitt fag út frá einskærum áhuga á bókmenntum, menningu og tungu hins enskumælandi heims. Ég sé það núna að það var lúxus. Ég var einfaldlega ekki þannig þenkjandi að velja mér fag út frá mögulegum framtíðartekjum. Það voru hugsanlega mistök. Eða hvað? Eitt er víst, að kennarastarfið er það mest krefjandi starf sem ég hef sinnt um ævina og hef ég þó víðtæka starfsreynslu á öðrum sviðum. Það er um leið lifandi og ögrandi starf og heldur manni stöðugt á tánum. Einnig eru það mikil forréttindi að vera með svona ungu og frjóu fólki alla daga. Nemendur mínir hafa verið mér endalaus uppspretta og hafa kennt mér margt. Ég kenni nemendum á náttúrufræðibraut sem hefur verið talsverð áskorun fyrir hugvísindamanneskju. Við hugsum ólíkt. Eitt af því mikilvægasta sem ég hef lært af nemendum mínum er að nálgast viðfangsefnið á vísindalegan, rökfræðilegan hátt. Mæla allt með ákveðinni mælistiku og fá út einhverja fasta útkomu. Nemendur á náttúrufræðibraut lesa m.a. mikið af vísindatextum og fjallar einn kaflinn um hagfræðilegan hugsunarhátt.Dýrkeyptasta fjárfestingin Ef ég hefði lært að tileinka mér hagfræðilegan hugsunarhátt á menntaskólaaldri væri ég líklega ekki kennari í dag. Samkvæmt hagfræðilegum útreikningum er kennarastarfið síst af öllu fjárhagslega arðbært. Sennilega væru fáir til í að skipta á aleigunni fyrir kennarastarfið. Sennilega eru fáar eða engar stéttir, aðrar en kennarastéttin, til í að vinna öll kvöld og allar helgar – launalaust – við að fara yfir próf og verkefni. Lífið er stutt og líður hratt. Líta þarf líka á þann fórnarkostnað fyrir samfélagið sem hlýst af kulnun í starfi vegna ofurálags. Af hverju er þá kennarastarfið svona vanmetið? Hvað er það við kennarastarfið sem stjórnvöld eru ekki að átta sig á? Hvaða stétt, sem krefst þriggja háskólagráða, myndi sætta sig við að vera með laun undir framfærsluviðmiðum? Má orsökina að einhverju leyti rekja til hinnar ævafornu, rómantísku mýtu að maðurinn þurfi helst að svelta til að sýna hvað í honum býr, sbr. gömlu skáldin okkar? En við lifum á öðrum tímum en þessi frægu skáld, sem sultu heilu hungri og skildu ekkert eftir sig nema ódauðleg verk. Í dag eru önnur gildi við lýði, aðrar kröfur um lágmarksviðurværi og lífsstíl. Það er sanngjörn krafa að hægt sé að lifa á launum sínum og að fólk fái greitt samkvæmt menntun og vinnuframlagi. Vegna skilningsleysis stjórnvalda fyrir kennarastarfinu stend ég nú frammi fyrir enn einum fórnarkostnaðinum, verkfalli, sem ég hef ekki valið mér. Það er því deginum ljósara að sú leið sem ég valdi fyrir 6 árum hefur reynst mér dýrkeyptasta fjárfesting sem ég hef ráðist í til þessa.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun