Mikilvægi Ríkisútvarpsins Katrín Jakobsdóttir skrifar 11. desember 2014 07:00 Undanfarna daga hefur staðið mikill styrr um Ríkisútvarpið. Núverandi ríkisstjórn kaus að breyta lögum árið 2013 þar sem boðuð var lækkun á útvarpsgjaldinu og komið í veg fyrir að það rynni óskert til Ríkisútvarpsins. Nú virðist stjórnarmeirihlutinn ætla sér að hrinda þessari lækkun í framkvæmd án þess að nokkur þarfagreining eða faglegar ástæður liggi þar að baki þó að fallist hafi verið á að hið lægra gjald renni óskert til útvarpsins. Útvarpsgjaldið á Íslandi er ekki hátt í alþjóðlegum samanburði þó að við séum fámenn þjóð, lægra í krónum talið en í Noregi og á Bretlandi, og sú ákvörðun stjórnvalda að lækka það virðist fyrst og fremst ráðast af einhverjum ranghugmyndum um að RÚV sé ofhaldið. Staðreyndin er sú að starfsmönnum á RÚV hefur fækkað um tæpan þriðjung frá árinu 2008 og starfsemin verið endurskipulögð með mikilli hagræðingu. Engin fagleg rök eru fyrir lækkuninni og ljóst að hún mun hafa víðtæk áhrif á starfsemi Ríkisútvarpsins til hins verra. Enn dapurlegra er að þessar fyrirætlanir koma beint ofan í metnaðarfulla framtíðarsýn stjórnenda útvarpsins. Þar eru höfuðatriðin að efla þjónustu við landsbyggðina og auka svæðismiðlun, efla innlenda dagskrárgerð, sérstaklega fyrir börn og ungmenni og gera átak í safnamálum útvarpsins en í geymslum þess leynast mikil menningarverðmæti. Á Íslandi býr 320 þúsund manna þjóð sem á allt sitt undir því hvernig við hlúum að sögu okkar og menningu. Þar er tungumálið lykilþáttur. Ríkisútvarpið hefur mikilvægu hlutverki að gegna í þeim málum og því nauðsynlegt að við sinnum öllum þeim þáttum sem birtast í framtíðarsýn útvarpsins. Þetta hlutverk RÚV er þeim mun mikilvægara ef ríkisstjórnin hyggst virkilega halda áfram á sömu vegferð í menningarmálum almennt, hækka skatta á tónlist og bækur og hunsa tillögur um að efla notkun íslenskrar tungu í stafrænum heimi. Við stöndum frammi fyrir þeirri hættu að almannaútvarpið verði skorið svo niður að það hafi engin tök á að sinna hlutverki sínu sem þjóðarútvarp. Það er útlátalítið fyrir meirihlutann að styðja við Ríkisútvarpið. Það eina sem þarf er að falla frá lækkun útvarpsgjaldsins og standa við það sem áður hefur verið samþykkt; að það renni óskert til útvarpsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur staðið mikill styrr um Ríkisútvarpið. Núverandi ríkisstjórn kaus að breyta lögum árið 2013 þar sem boðuð var lækkun á útvarpsgjaldinu og komið í veg fyrir að það rynni óskert til Ríkisútvarpsins. Nú virðist stjórnarmeirihlutinn ætla sér að hrinda þessari lækkun í framkvæmd án þess að nokkur þarfagreining eða faglegar ástæður liggi þar að baki þó að fallist hafi verið á að hið lægra gjald renni óskert til útvarpsins. Útvarpsgjaldið á Íslandi er ekki hátt í alþjóðlegum samanburði þó að við séum fámenn þjóð, lægra í krónum talið en í Noregi og á Bretlandi, og sú ákvörðun stjórnvalda að lækka það virðist fyrst og fremst ráðast af einhverjum ranghugmyndum um að RÚV sé ofhaldið. Staðreyndin er sú að starfsmönnum á RÚV hefur fækkað um tæpan þriðjung frá árinu 2008 og starfsemin verið endurskipulögð með mikilli hagræðingu. Engin fagleg rök eru fyrir lækkuninni og ljóst að hún mun hafa víðtæk áhrif á starfsemi Ríkisútvarpsins til hins verra. Enn dapurlegra er að þessar fyrirætlanir koma beint ofan í metnaðarfulla framtíðarsýn stjórnenda útvarpsins. Þar eru höfuðatriðin að efla þjónustu við landsbyggðina og auka svæðismiðlun, efla innlenda dagskrárgerð, sérstaklega fyrir börn og ungmenni og gera átak í safnamálum útvarpsins en í geymslum þess leynast mikil menningarverðmæti. Á Íslandi býr 320 þúsund manna þjóð sem á allt sitt undir því hvernig við hlúum að sögu okkar og menningu. Þar er tungumálið lykilþáttur. Ríkisútvarpið hefur mikilvægu hlutverki að gegna í þeim málum og því nauðsynlegt að við sinnum öllum þeim þáttum sem birtast í framtíðarsýn útvarpsins. Þetta hlutverk RÚV er þeim mun mikilvægara ef ríkisstjórnin hyggst virkilega halda áfram á sömu vegferð í menningarmálum almennt, hækka skatta á tónlist og bækur og hunsa tillögur um að efla notkun íslenskrar tungu í stafrænum heimi. Við stöndum frammi fyrir þeirri hættu að almannaútvarpið verði skorið svo niður að það hafi engin tök á að sinna hlutverki sínu sem þjóðarútvarp. Það er útlátalítið fyrir meirihlutann að styðja við Ríkisútvarpið. Það eina sem þarf er að falla frá lækkun útvarpsgjaldsins og standa við það sem áður hefur verið samþykkt; að það renni óskert til útvarpsins.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar