Innlent

Kortavelta eykst áfram milli ára

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Posar eru töluvert nýttir af Íslendingum.
Posar eru töluvert nýttir af Íslendingum. vísir/pjetur
2,68 prósenta aukning varð á greiðslukortaveltu landsmanna í nóvember samanborið við sama mánuð síðasta árs. Erlend velta jókst um tæp níu prósent meðan aukningin innanlands var rúmt prósentustig. Þetta kemur fram í tölum frá Valitor.

Athygli vekur að sú upphæð sem landsmenn vörðu til eldsneytiskaupa í ár var tæpum fimmtán prósentum minni en velta í sama mánuði í fyrra.

Valitor birtir mánaðarlega samanburð á veltutölum milli ára sem sýna breytingar á tilteknu tímabili á notkun íslenskra VISA-kreditkorta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×