Lífið

Hrekkir eru vanmetnir

Logi Bergmann er einn helsti hrekkjasérfræðingur landsins.
Logi Bergmann er einn helsti hrekkjasérfræðingur landsins. Mynd/Pjetur
Logi Bergmann Eiðsson er einn helsti hrekkjasérfræðingur landsins.  Hann stendur í þessum töluðu orðum í hrekkjastíði við samstarfskonu sína Sigríði Elvu Vilhjámsdóttur.

„Ég hef mjög sterkar skoðanir á hrekkjum. Það sést sennilega best á því að ég hef skrifað bók um þá og hef verið með fyrirlestra í fyrirtækjum um mikilvægi hrekkja til að bæta móralinn á vinnustað. Hrekkir, innan skynsamlegra marka, eru nefnilega lykilatriði í því,“ segir Logi sem telur þó mikilvægt að hafa ákveðnar siðareglur.



„Þú getur til dæmis beðið um að tölvan þín fái að vera í friði og þá er viðkomandi í raun bundinn af því. Og það má ekki særa og meiða og skemma. Það er algjört aðalatriði að hafa þessa hluti á hreinu.“

Inntur eftir sínum uppáhaldshrekk svarar Logi: „Þegar við hjónin fórum inn hjá Illuga Gunnarssyni og Brynhildi Einarsdóttur og snerum stofunni við. Það var töluverð vinna en algjörlega þess virði. Ég get enn þá hlegið að því.“





Spurning Sigríðar Elvu (Loga) til Bjarna Benediktssonar á Beinni línu á DV.is.
Logi hefur mjög gaman af endurteknum hrekkjum. „Ég hef til dæmis mjög gaman af því að stríða Sigríði Elvu. Hún á það til að gleyma að loka tölvunni. Þetta byrjaði rólega. Vinabeiðnir til frægra og svo fékk hún um það bil 200 Rodriguez-vini. Það fannst mér fyndið, sérstaklega í ljósi þess að hún botnaði ekkert í því þegar tímalínan hennar fylltist af útlendingum sem allir hétu sama nafni.“

Í uppáhaldi hjá Loga er þó þegar Sigríður Elva (með hjálp frá Loga og Svanhildi konu hans) sendi inn spurningu í Beina línu á DV til Bjarna Benediktssonar. 

„Hvernig finnst þér ég standa mig í sjónvarpinu (Íslandi í dag)?“

„Bjarni svaraði að hún væri alltaf svo einlæg og eðlileg. Eftir það vissi ég að hún myndi hefna sín,“ segir Logi kíminn.





Logi kom að Sigríði Elvu í tölvunni sinni að senda tölvupósta út um hvippinn og hvappinn.
Mörgum mánuðum síðar fær Logi sms frá Herberti Guðmundssyni og Sölva Tryggvasyni sem spyrja hvenær þeir eigi að mæta í þáttinn hans. „Ég ók í loftköstum í vinnuna og fyrsta sem ég sá var Sigga á kafi í tölvunni minni, búin að setja nokkra statusa og bjóða um fjörutíu manns í Spurningabombuna. Ekki allt fólk sem ég hefði sjálfur valið!“

Logi segir mikla vinnu hafa legið í því að svara öllum og útskýra málið. „En ég var líka stoltur af Siggu fyrir að hafa svarað fyrir sig og gat hlegið að þessu. Kannski ekki alveg strax en mjög fljótlega. Og nú er staðan sú að Sigga er algjörlega á taugum og á það til að snúa við til að tékka á tölvunni sinni. Og hún veit, jafn vel og ég, að þetta er ekki búið.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.