Hugmyndir sem ekki standast Ragnar Árnason skrifar 4. apríl 2014 07:00 Formaður Vinstri grænna, Katrín Jakobsdóttir, birti grein undir heitinu „Hugmyndir sem ekki standast“ í Fréttablaðinu þann 19. mars sl. Í fyrri hluti greinarinnar leitast hún við að gagnrýna fræðilega ritgerð eftir mig sem birtist í Hjálmari, blaði hagfræðinema við Háskóla Íslands, og fjallaði um alvarlegan vankant á opinberum heilbrigðistryggingum. Þessi hluti greinar Katrínar er í samræmi við hefðbundin skoðanaskipti siðaðra manna og í eðli sínu uppbyggilegur. Í síðari hluta greinarinnar tekur Katrín hins vegar hamskiptum. Hún talar um að ég sé að boða einhverja stefnu (sem á sér nákvæmlega enga stoð í ritgerðinni) og freistar þess að tengja þessa ímynduðu stefnu sína við fjármálaráðherra, og ríkisstjórnina (sem á sér hvorki stoð í ritgerðinni né raunveruleikanum). Ég læt lesandanum það eftir að fella dóm yfir svona málflutningi. Hitt vil ég taka skýrt fram að umrædd ritgerð er einfaldlega hagfræðileg greining sem stendur og fellur á eigin verðleikum og hefur ekkert með pólitíska stefnumörkun eða stjórnmálaflokka gera. Mér finnst hins vegar óneitanlega dapurlegt að Katrín Jakobsdóttir skuli telja það sér og flokki sínum Vinstri grænum til framdráttar að halda þessum rangfærslum fram og veifa þar með röngu tré í tali sínu til þjóðarinnar.Hrein ósannindi Katrín skilur ekki eða þykist ekki skilja kjarnann í ritgerð minni. Sá kjarni er alls ekki að hér eigi ekki að reka félagslegt heilbrigðiskerfi eða að efnaminna fólk eigi að bera sinn heilbrigðiskostnað eitt og óstutt. Það er ekki einu sinni ymprað á slíku í greininni. Allar fullyrðingar um annað eru hrein ósannindi og lýsa fyrst og fremst hugarheimi þeirra sem telja sér sæma að bera slíkt á borð. Kjarni ritgerðarinnar og boðskapur er að sú aðferð sem við höfum valið til að ná hinum félagslegu markmiðum í heilbrigðismálum, þ.e. heilbrigðistryggingakerfið í þeirri mynd sem það hefur verið rekið á Íslandi, feli í sér mjög verulega „efnahagslega sóun“. Þetta er skilmerkilega útskýrt og rökstutt í greininni og að því er ég hygg hafið yfir vafa. Hugtakið „efnahagsleg sóun“ merkir í þessu samhengi nákvæmlega það sama og í daglegu máli. Það merkir að við séum að sólunda verðmætum. Það merkir að við getum náð öllum þeim heilsufarslegu og félagslegu markmiðum sem núverandi heilbrigðiskerfi nær, og sem bæði Katrínu og mér er annt um, með minni tilkostnaði eða náð meiri heilsufarslegum og félagslegum árangri með sama tilkostnaði. Ef unnt er að minnka efnahagslega sóun er einfaldlega meira af raunverulegum verðmætum til skiptanna og unnt að bæta hag allra, þar á meðal þeirra sem minnst hafa.Kreddukindurnar Samfélag sem heldur úti kerfum sem fela í sér efnahagslega sóun er augljóslega verr í stakk búið en ella til að styðja við og bæta hag þeirra sem minna mega sín. Því er það að þeir sem raunverulega vilja bæta hag lítilmagnans, hver sem hann er og hvar sem hann finnst, hljóta ætíð að kappkosta að forðast efnahagslega sóun og leggja áherslu á skilvirkni í öllum kerfum og öllum rekstri. Með þeim hætti einum er unnt að vernda og bæta hag þeirra sem minna mega sín til frambúðar. Íhaldsseggirnir og kreddukindurnar sem gera tiltekin kerfi að einhverju sáluhjálparatriði og vilja ekki einu sinni íhuga hvort eitthvað megi nú ekki færa þar til betri vegar stuðla að efnahagslegri sóun og rýra getu samfélagsins til samhjálpar. Þetta eru því hinir raunverulegu óvinir velferðarkerfisins. Vonandi er það misskilningur minn, en mér sýnist af grein Katrínar Jakobsdóttir að hún vilji skipa sér í þann flokk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Formaður Vinstri grænna, Katrín Jakobsdóttir, birti grein undir heitinu „Hugmyndir sem ekki standast“ í Fréttablaðinu þann 19. mars sl. Í fyrri hluti greinarinnar leitast hún við að gagnrýna fræðilega ritgerð eftir mig sem birtist í Hjálmari, blaði hagfræðinema við Háskóla Íslands, og fjallaði um alvarlegan vankant á opinberum heilbrigðistryggingum. Þessi hluti greinar Katrínar er í samræmi við hefðbundin skoðanaskipti siðaðra manna og í eðli sínu uppbyggilegur. Í síðari hluta greinarinnar tekur Katrín hins vegar hamskiptum. Hún talar um að ég sé að boða einhverja stefnu (sem á sér nákvæmlega enga stoð í ritgerðinni) og freistar þess að tengja þessa ímynduðu stefnu sína við fjármálaráðherra, og ríkisstjórnina (sem á sér hvorki stoð í ritgerðinni né raunveruleikanum). Ég læt lesandanum það eftir að fella dóm yfir svona málflutningi. Hitt vil ég taka skýrt fram að umrædd ritgerð er einfaldlega hagfræðileg greining sem stendur og fellur á eigin verðleikum og hefur ekkert með pólitíska stefnumörkun eða stjórnmálaflokka gera. Mér finnst hins vegar óneitanlega dapurlegt að Katrín Jakobsdóttir skuli telja það sér og flokki sínum Vinstri grænum til framdráttar að halda þessum rangfærslum fram og veifa þar með röngu tré í tali sínu til þjóðarinnar.Hrein ósannindi Katrín skilur ekki eða þykist ekki skilja kjarnann í ritgerð minni. Sá kjarni er alls ekki að hér eigi ekki að reka félagslegt heilbrigðiskerfi eða að efnaminna fólk eigi að bera sinn heilbrigðiskostnað eitt og óstutt. Það er ekki einu sinni ymprað á slíku í greininni. Allar fullyrðingar um annað eru hrein ósannindi og lýsa fyrst og fremst hugarheimi þeirra sem telja sér sæma að bera slíkt á borð. Kjarni ritgerðarinnar og boðskapur er að sú aðferð sem við höfum valið til að ná hinum félagslegu markmiðum í heilbrigðismálum, þ.e. heilbrigðistryggingakerfið í þeirri mynd sem það hefur verið rekið á Íslandi, feli í sér mjög verulega „efnahagslega sóun“. Þetta er skilmerkilega útskýrt og rökstutt í greininni og að því er ég hygg hafið yfir vafa. Hugtakið „efnahagsleg sóun“ merkir í þessu samhengi nákvæmlega það sama og í daglegu máli. Það merkir að við séum að sólunda verðmætum. Það merkir að við getum náð öllum þeim heilsufarslegu og félagslegu markmiðum sem núverandi heilbrigðiskerfi nær, og sem bæði Katrínu og mér er annt um, með minni tilkostnaði eða náð meiri heilsufarslegum og félagslegum árangri með sama tilkostnaði. Ef unnt er að minnka efnahagslega sóun er einfaldlega meira af raunverulegum verðmætum til skiptanna og unnt að bæta hag allra, þar á meðal þeirra sem minnst hafa.Kreddukindurnar Samfélag sem heldur úti kerfum sem fela í sér efnahagslega sóun er augljóslega verr í stakk búið en ella til að styðja við og bæta hag þeirra sem minna mega sín. Því er það að þeir sem raunverulega vilja bæta hag lítilmagnans, hver sem hann er og hvar sem hann finnst, hljóta ætíð að kappkosta að forðast efnahagslega sóun og leggja áherslu á skilvirkni í öllum kerfum og öllum rekstri. Með þeim hætti einum er unnt að vernda og bæta hag þeirra sem minna mega sín til frambúðar. Íhaldsseggirnir og kreddukindurnar sem gera tiltekin kerfi að einhverju sáluhjálparatriði og vilja ekki einu sinni íhuga hvort eitthvað megi nú ekki færa þar til betri vegar stuðla að efnahagslegri sóun og rýra getu samfélagsins til samhjálpar. Þetta eru því hinir raunverulegu óvinir velferðarkerfisins. Vonandi er það misskilningur minn, en mér sýnist af grein Katrínar Jakobsdóttir að hún vilji skipa sér í þann flokk.
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar