Austurríkismenn riðu út með Einari Bollasyni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. apríl 2014 07:00 Aron Kristjánsson og Patrekur eru fyrrverandi landsliðsfélagar. Vísir/Valli Aldrei þessu vant þurfti PatrekurJóhannesson ekki að fara út fyrir landsteinana til að sinna vinnu sinni sem landsliðsþjálfari Austurríkis en hann gat í þetta sinn tekið á móti liðinu hér heima. Ísland mætir Austurríki í Laugardalshöllinni í kvöld í fyrri vináttulandsleik liðanna en sá síðari fer fram í Ólafsvík á morgun. „Þetta hafa verið mjög skemmtilegir dagar,“ sagði Patrekur sem tók á móti liðinu seint á mánudaginn. „Eftir góða æfingu um kvöldið og lyftingaæfingu á þriðjudagsmorgun fórum við til Einars Bollasonar sem fór með liðið í hestaferð. Það var mjög skemmtilegt en margir strákanna höfðu aldrei farið á hestbak áður. Þeir voru mjög hljóðir til að byrja með og fylgdust sérstaklega vel með öryggismyndbandi sem var spilað áður en við lögðum í hann,“ segir Patrekur í léttum dúr. Eftir túrinn fór hópurinn í Bláa lónið en gærdagurinn fór í æfingar og fundi. „Ég fékk Jóhann Inga Gunnarsson, sem ég er svo lánsamur að þekkja vel, til að halda fyrirlestur fyrir strákana. Við eigum erfitt verkefni gegn Noregi [í undankeppni HM 2015] í vor og þá þarf hausinn að vera í lagi,“ segir Patrekur sem gaf strákunum sínum frí eftir morgunæfingu í gær. Austurríki mætir hingað til lands með ungt en sterkt lið. Örfáa leikmenn vantar en Patrekur segist ánægður með hversu vel Íslandsferðin er að nýtast liðinu. „Ég mun nota þessa leiki til að vinna bæði í okkar varnarleik og sóknarleik. Við notuðum 6-0 vörnina oftast á EM en erum líka með 5+1 vörn sem við komum til með að nota. Við munum svo líka æfa okkur í því að taka markvörðinn út af til að vera með aukamann í sókninni,“ segir Patrekur sem hlakkar til leiksins í kvöld. „Ég syng þjóðsönginn hátt með liði andstæðinganna í kvöld en svo þegar leikurinn hefst þá skiptir ekkert annað máli.“ Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.30 og svo aftur á morgun klukkan 16.00, þá í Ólafsvík. Síðast spilað Ísland landsleik þar í bæ fyrir ellefu árum er strákarnir gerðu jafntefli við Pólland, 28-28. Íslenski handboltinn Mest lesið Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Sjá meira
Aldrei þessu vant þurfti PatrekurJóhannesson ekki að fara út fyrir landsteinana til að sinna vinnu sinni sem landsliðsþjálfari Austurríkis en hann gat í þetta sinn tekið á móti liðinu hér heima. Ísland mætir Austurríki í Laugardalshöllinni í kvöld í fyrri vináttulandsleik liðanna en sá síðari fer fram í Ólafsvík á morgun. „Þetta hafa verið mjög skemmtilegir dagar,“ sagði Patrekur sem tók á móti liðinu seint á mánudaginn. „Eftir góða æfingu um kvöldið og lyftingaæfingu á þriðjudagsmorgun fórum við til Einars Bollasonar sem fór með liðið í hestaferð. Það var mjög skemmtilegt en margir strákanna höfðu aldrei farið á hestbak áður. Þeir voru mjög hljóðir til að byrja með og fylgdust sérstaklega vel með öryggismyndbandi sem var spilað áður en við lögðum í hann,“ segir Patrekur í léttum dúr. Eftir túrinn fór hópurinn í Bláa lónið en gærdagurinn fór í æfingar og fundi. „Ég fékk Jóhann Inga Gunnarsson, sem ég er svo lánsamur að þekkja vel, til að halda fyrirlestur fyrir strákana. Við eigum erfitt verkefni gegn Noregi [í undankeppni HM 2015] í vor og þá þarf hausinn að vera í lagi,“ segir Patrekur sem gaf strákunum sínum frí eftir morgunæfingu í gær. Austurríki mætir hingað til lands með ungt en sterkt lið. Örfáa leikmenn vantar en Patrekur segist ánægður með hversu vel Íslandsferðin er að nýtast liðinu. „Ég mun nota þessa leiki til að vinna bæði í okkar varnarleik og sóknarleik. Við notuðum 6-0 vörnina oftast á EM en erum líka með 5+1 vörn sem við komum til með að nota. Við munum svo líka æfa okkur í því að taka markvörðinn út af til að vera með aukamann í sókninni,“ segir Patrekur sem hlakkar til leiksins í kvöld. „Ég syng þjóðsönginn hátt með liði andstæðinganna í kvöld en svo þegar leikurinn hefst þá skiptir ekkert annað máli.“ Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.30 og svo aftur á morgun klukkan 16.00, þá í Ólafsvík. Síðast spilað Ísland landsleik þar í bæ fyrir ellefu árum er strákarnir gerðu jafntefli við Pólland, 28-28.
Íslenski handboltinn Mest lesið Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Sjá meira