Lífið

Ömurleg meðganga

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Fyrrverandi Playboy-kanínan Kendra Wilkinson-Baskett gengur nú með sitt annað barn en eiginmaður hennar Hank Baskett hefur verið hennar stoð og stytta á meðgöngunni. Biður hún hann meðal annars um að raka af sér líkamshár.

„Ég get ekki einu sinni rakað fótleggina mína, ég næ ekki. Hank rakar mig alls staðar,“ segir Kendra.

„Mér líður ömurlega. Ég er komin á þann stað að mig langar til að gefast upp. Ég hef ekki getað unnið því ég er svo kvalin. Ég ligg bara í rúminu. Ég get varla gengið,“ bætir Kendra við.

Kendra gengur með stúlku en fyrir eiga þau Hank soninn Hank Jr. sem er fjögurra ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.