Svart og sykurlaust í ræktinni Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 29. október 2014 09:30 Stíll Rick Owens er í anda health goth. Vísir/Getty Nýjasta æðið í dag er Health Goth eða heilsu goth. Flestir kannast við goth lífsstíllinn sem kom í kjölfar pönksins og einkenndist af drunga og dauða. Því munu sennilega flestir spyrja sig hvernig í ósköpunum þetta tvennt fer saman; að vera goth og heilsufrík. Heilsu goth byggir vissulega á sömu hugmyndum, en er snúið upp í það að æfa öfga mikið og helst þangað til þú heldur að þú sért við það að deyja. Heilsu goth varð fyrst vinsælt vorið 2013 þegar Facebooksíðan Health Goth var stofnuð. Undanfarið hefur kassamerkingin #healthgoth náð vinsældum á Twitter þar sem vitnað er í tíu boðorð þeirra. Þar er lögð áhersla á að æfa almennilega og gerð uppreisn gegn stereótýpum í líkamsrækt, sólbrúnum kroppum sem mæta bara til þess að skoða sig í speglinum eða æfa einungis efri búk. Á síðunni deadworldwide útskýrir Caitlin Mary Cunningham, eigandi hennar, hugtakið „health goth“ svona: „Hugsaðu um satanísku Biblíuna. Þar er talað um að þú sért þinnar eigin gæfu smiður og með því að vera þinn eigin Guð þá ertu að taka stjórn á þínu lífi. Það er heilsu goth. Lyfta þungu, nota ketilbjöllur og taka hnébeygjur. Þú færð aðeins einn líkama og eitt tækifæri til þess að lífa. Að lifa heilsusamlegu lífi, vera í formi og samkvæmur sjálfum sér, það er heilsu goth,“ segir Cunningham. Það verður seint sagt um þennan lífsstíl að hann sé litríkur. Svart og ekkert nema svart ræður ríkjum, með einstaka hvítu og gráu. Sportlegur klæðnaður sem virkar bæði í ræktinni og úti á lífinu. Víð æfingaföt, einföld snið, netabolir, glansandi efni, þykkbotna íþróttaskór og framtíðarleg, stundum vélræn hönnun. Hönnuðir eins og Rick Owens og Alexander Wang eru skólabókardæmi um health goth stíl, ásamt klassískum fötum frá Nike og Adidas. Merkið Hood by Air, sem hefur verið vinsælt hjá tónlistarmönnum eins og Kendrick Lamar og Kanye West. Þrátt fyrir að þessir tískuhönnuðir geri fatnað í anda health goth, er þeim meinilla við að kalla þetta tískubylgju og vilja heldur kalla þetta lífsstíl. 10 Boðorð heilsu gotharans#healthgoth1. 80% af árangrinum næst í eldhúsinu2. Þú getur ekki einangrað brennslu á einn líkamshluta3. Æfðu allan líkamann jafnt4. Ekki sleppa fótadegi5. Ekki vera hrædd(ur) við a lyfta6. Ef þú getur ekki lyft þungu, léttu það þá7. Kláraðu æfinguna/settið8. Ekki skoða þig í speglinum9. Æfðu þangað til þér líður eins og þú sért að deyja10. Næring fyrir og eftir æfingu skiptir máli #healthgoth Tweets Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Fleiri fréttir „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Sjá meira
Nýjasta æðið í dag er Health Goth eða heilsu goth. Flestir kannast við goth lífsstíllinn sem kom í kjölfar pönksins og einkenndist af drunga og dauða. Því munu sennilega flestir spyrja sig hvernig í ósköpunum þetta tvennt fer saman; að vera goth og heilsufrík. Heilsu goth byggir vissulega á sömu hugmyndum, en er snúið upp í það að æfa öfga mikið og helst þangað til þú heldur að þú sért við það að deyja. Heilsu goth varð fyrst vinsælt vorið 2013 þegar Facebooksíðan Health Goth var stofnuð. Undanfarið hefur kassamerkingin #healthgoth náð vinsældum á Twitter þar sem vitnað er í tíu boðorð þeirra. Þar er lögð áhersla á að æfa almennilega og gerð uppreisn gegn stereótýpum í líkamsrækt, sólbrúnum kroppum sem mæta bara til þess að skoða sig í speglinum eða æfa einungis efri búk. Á síðunni deadworldwide útskýrir Caitlin Mary Cunningham, eigandi hennar, hugtakið „health goth“ svona: „Hugsaðu um satanísku Biblíuna. Þar er talað um að þú sért þinnar eigin gæfu smiður og með því að vera þinn eigin Guð þá ertu að taka stjórn á þínu lífi. Það er heilsu goth. Lyfta þungu, nota ketilbjöllur og taka hnébeygjur. Þú færð aðeins einn líkama og eitt tækifæri til þess að lífa. Að lifa heilsusamlegu lífi, vera í formi og samkvæmur sjálfum sér, það er heilsu goth,“ segir Cunningham. Það verður seint sagt um þennan lífsstíl að hann sé litríkur. Svart og ekkert nema svart ræður ríkjum, með einstaka hvítu og gráu. Sportlegur klæðnaður sem virkar bæði í ræktinni og úti á lífinu. Víð æfingaföt, einföld snið, netabolir, glansandi efni, þykkbotna íþróttaskór og framtíðarleg, stundum vélræn hönnun. Hönnuðir eins og Rick Owens og Alexander Wang eru skólabókardæmi um health goth stíl, ásamt klassískum fötum frá Nike og Adidas. Merkið Hood by Air, sem hefur verið vinsælt hjá tónlistarmönnum eins og Kendrick Lamar og Kanye West. Þrátt fyrir að þessir tískuhönnuðir geri fatnað í anda health goth, er þeim meinilla við að kalla þetta tískubylgju og vilja heldur kalla þetta lífsstíl. 10 Boðorð heilsu gotharans#healthgoth1. 80% af árangrinum næst í eldhúsinu2. Þú getur ekki einangrað brennslu á einn líkamshluta3. Æfðu allan líkamann jafnt4. Ekki sleppa fótadegi5. Ekki vera hrædd(ur) við a lyfta6. Ef þú getur ekki lyft þungu, léttu það þá7. Kláraðu æfinguna/settið8. Ekki skoða þig í speglinum9. Æfðu þangað til þér líður eins og þú sért að deyja10. Næring fyrir og eftir æfingu skiptir máli #healthgoth Tweets
Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Fleiri fréttir „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Sjá meira