Verzlingar styrkja Mottumars Gunnar Leó Pálsson skrifar 11. mars 2014 09:00 Höfundar bókarinnar, Matreiðslubók meðalmannsins, f.v. Ingimar, Willard, Elsa, Harpa og Ásgrímur. mynd/einkasafn „Okkur fannst vanta einfalda og þægilega matreiðslubók og ákváðum að kýla á þetta,“ segir Willard Nökkvi Ingason, en hann ásamt þeim Hörpu Hjartardóttur, Elsu Kristínu Lúðvíksdóttur, Ingimari Erni Oddssyni og Ásgrími Gunnarssyni gáfu á dögunum út matreiðslubókina Matreiðslubók meðalmannsins. Þau eru að læra frumkvöðlafræði í Verzlunarskóla Íslands en í þeim áfanga stofnuðu þau sprotafyrirtækið Ambrosia sem merkir guðamatur í grískri goðafræði. Þau bjuggu til matreiðslubókina alveg sjálf og lögðu mikinn metnað í hana. „Bókin er algjörlega gerð af okkur, við gerðum allar uppskriftirnar, tókum allar myndir og hönnuðum allt sem við kemur bókinni,“ útskýrir Willard Nökkvi. Ambrosia gerði samning við Mottumars og mun allur ágóði af sölu bókarinnar renna til styrktar Krabbameinsfélagsins. „Bókin kostar ekki nema tvö þúsund krónur stykkið. Einnig hófum við samstarf við eigendur Eymundsson sem sýndu þessu verkefni mikinn áhuga og verður bókin seld í verslunum þeirra á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Það ættu allir að geta eldað eitthvað úr bókinni,“ segir Willard Nökkvi. Í bókinni er einblínt á einfalda rétti sem taka stuttan tíma í framkvæmd og eitthvað sem allir ættu að geta eldað. „Ásgrímur fékk hugmyndina og í upphafi var mikið spáð í „smoothie“-drykkjum og þess háttar. Í kjölfarið var farið að safna ýmsum uppskriftum og kom hver meðlimur í hópnum með allavega tíu uppskriftir, eldaði þá rétti og tók myndir af þeim,“ segir Willard Nökkvi um framkvæmdina. Hann bætir þó við að stelpurnar í hópnum séu aðeins betri kokkar. „Þær eru líklega bestu kokkarnir og þær komu líklega með aðeins fleiri uppskriftir.“ Þau hófu að safna uppskriftum í janúar. „Við tókum um það bil mánuð í að safna uppskriftum og svo fór hálfur mánuður í uppsetningu og frágang.“Hér má lesa meira um bókina og hópinn.DöðlunammiUppskrift úr bókinni: Döðlunammi: Hráefni360 g ferskar döðlur 240 g smjör 120 g púðursykur 3 bollar Rice Krispies 300 g suðusúkkulaði Aðferð 1. Saxið döðlur smátt. 2. Döðlur, smjör og púðursykur sett saman í pott. Allt brætt saman á vægum hita. 3. Setjið Rice Krispies út í pottinn og blandið vel saman. 4. Allt sett í álform ca. 30x30 cm og þjappað vel í mótið og látið kólna. 5.Þegar döðlunammið er orðið nógu kalt er suðusúkklaði brætt og hellt yfir. 6. Að lokum er nammið aftur kælt og skorið í litla bita. Geymist best í ísskáp eða frysti. Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fleiri fréttir Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Sjá meira
„Okkur fannst vanta einfalda og þægilega matreiðslubók og ákváðum að kýla á þetta,“ segir Willard Nökkvi Ingason, en hann ásamt þeim Hörpu Hjartardóttur, Elsu Kristínu Lúðvíksdóttur, Ingimari Erni Oddssyni og Ásgrími Gunnarssyni gáfu á dögunum út matreiðslubókina Matreiðslubók meðalmannsins. Þau eru að læra frumkvöðlafræði í Verzlunarskóla Íslands en í þeim áfanga stofnuðu þau sprotafyrirtækið Ambrosia sem merkir guðamatur í grískri goðafræði. Þau bjuggu til matreiðslubókina alveg sjálf og lögðu mikinn metnað í hana. „Bókin er algjörlega gerð af okkur, við gerðum allar uppskriftirnar, tókum allar myndir og hönnuðum allt sem við kemur bókinni,“ útskýrir Willard Nökkvi. Ambrosia gerði samning við Mottumars og mun allur ágóði af sölu bókarinnar renna til styrktar Krabbameinsfélagsins. „Bókin kostar ekki nema tvö þúsund krónur stykkið. Einnig hófum við samstarf við eigendur Eymundsson sem sýndu þessu verkefni mikinn áhuga og verður bókin seld í verslunum þeirra á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Það ættu allir að geta eldað eitthvað úr bókinni,“ segir Willard Nökkvi. Í bókinni er einblínt á einfalda rétti sem taka stuttan tíma í framkvæmd og eitthvað sem allir ættu að geta eldað. „Ásgrímur fékk hugmyndina og í upphafi var mikið spáð í „smoothie“-drykkjum og þess háttar. Í kjölfarið var farið að safna ýmsum uppskriftum og kom hver meðlimur í hópnum með allavega tíu uppskriftir, eldaði þá rétti og tók myndir af þeim,“ segir Willard Nökkvi um framkvæmdina. Hann bætir þó við að stelpurnar í hópnum séu aðeins betri kokkar. „Þær eru líklega bestu kokkarnir og þær komu líklega með aðeins fleiri uppskriftir.“ Þau hófu að safna uppskriftum í janúar. „Við tókum um það bil mánuð í að safna uppskriftum og svo fór hálfur mánuður í uppsetningu og frágang.“Hér má lesa meira um bókina og hópinn.DöðlunammiUppskrift úr bókinni: Döðlunammi: Hráefni360 g ferskar döðlur 240 g smjör 120 g púðursykur 3 bollar Rice Krispies 300 g suðusúkkulaði Aðferð 1. Saxið döðlur smátt. 2. Döðlur, smjör og púðursykur sett saman í pott. Allt brætt saman á vægum hita. 3. Setjið Rice Krispies út í pottinn og blandið vel saman. 4. Allt sett í álform ca. 30x30 cm og þjappað vel í mótið og látið kólna. 5.Þegar döðlunammið er orðið nógu kalt er suðusúkklaði brætt og hellt yfir. 6. Að lokum er nammið aftur kælt og skorið í litla bita. Geymist best í ísskáp eða frysti.
Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fleiri fréttir Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Sjá meira