Innlent

Skrifa undir nýjan kjarasamning

Stefán Árni Pálsson skrifar
Launatöflur hækka a.m.k. um 2,8%.
Launatöflur hækka a.m.k. um 2,8%. visir/anton
Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar hefur skrifað undir kjarasamning við Reykjavíkurborg. Samningurinn felur í sér framlengingu á gildandi kjarasamningi til lok apríl 2015 og viðræðuáætlun fyrir gerð kjarasamninga 2015.

Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar er annað fjölmennasta aðildarfélag BSRB og jafnframt stærsta bæjarstarfsmannafélag bandalagsins.

Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar er fyrst aðildarfélaga BSRB til að skrifa undir nýjan kjarasamning á árinu en samningar margra aðildarfélaga eru þegar lausir eða renna út á næstunni.

Samkvæmt nýjum samningi Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar og Reykjavíkurborgar munu launatöflur hækka a.m.k. um 2,8%.

Þá var samið um eingreiðslu að fjárhæð 14.600 kr.  Líkt og á almenna vinnumarkaðnum felur samningurinn í sér bæði prósentu- og krónutöluhækkanir.

Launataxtar að fjárhæð 241.000 kr. hækka sem nemur 3,3-4,9% en launataxtar umfram 241.000 kr. hækka um 2,8-3,3%.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×