Lífið

Með mynd af eiginmanninum á símahulstrinu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Glamúrmódelið Katie Price, 35 ára, sem áður var kölluð Jordan, mætti á Cheltenham-veðreiðarnir í Bretlandi í gær með eiginmanni sínum, fatafellunni Kieran Hayler, 26 ára.

Viðstaddir tóku eftir símahulstri Katie en á því er mynd af henni og Kieran.



Símahulstrið.
Parið gifti sig á Bahama-eyjum í janúar í fyrra og eiga saman soninn Jett Riviera, sjö mánaða.

Katie staðfesti það fyrir stuttu að hún væri búin að skrifa undir samning við útgáfufyrirtækið Random House. Mun hún gefa út sjálfsævisögu og fjórar skáldsögur á næstu árum.

Katie hefur gaman af hestum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.