Lífið

Hættir eftir þrettán ára starf

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Tom Bergeron ætlar að hætta sem kynnir þáttarins America's Funniest Home Videos eftir þrettán ára starf.

„Ég hef ákveðið eftir fimmtán yndislegar þáttaraðir sem kynnir AFV að næsta ár verði mitt síðasta, á 25 ára afmæli þáttarins,“ segir í tilkynningu frá Tom. Þættirnir halda áfram í sýningu eftir hans dag en óvíst er hver tekur við af honum.

Tom byrjaði sem kynnir þáttanna árið 2001 og hefur stýrt 270 þáttum. Hann tók við keflinu af Bob Saget sem var kynnir þáttanna í ellefu ár.

Tom útilokar ekki að hann muni taka sér nýtt sjónvarpsverkefni fyrir hendur en er þögull sem gröfin um hvað það gæti verið.

)





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.