Lífið

"Mér líður eins og ég sé 28 ára“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leik- og söngkonan Jennifer Lopez, 44 ára, prýðir forsíðu tímaritsins InStyle. Hún lifir svo sannarlega annasömu lífi. Hún er dómari í American Idol, er að leika í nýjum sjónvarpsþætti, hannar fatalínu fyrir Kohls og á tvíburana Max og Emme sem eru sex ára. Hún segist vera full af orku.

„Mér líður eins og ég sé 28 ára. Mig verkjar ekki í beinin. Mér líður vel. Mér líður reyndar betur, með meira sjálfstraust. Ég verð auðvitað stundum stressuð en nú kann ég að ráða við það. Ég var ekki viss um sjálfa mig þegar ég var á þrítugsaldri,“ segir Jennifer meðal annars.

Hún fagnar því að þjóðfélagið hafi breyst og nú finnst henni hún geti gert hvað sem er á fimmtugsaldri.

„Fólk hélt áður fyrr að lífið, að minnsta kosti lífið sem skemmtikraftur, væri búið um 28 ára. Guð, þegar ég hugsa um sjálfa mig þá hafði ég enga hugmynd um hver ég var. Ég er rétt svo að finna út úr því núna.“

)





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.