Lífið

Kynþokkafull á forsíðunni

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
 

 

Leikkonan Sophia Bush prýðir forsíðu tímaritsins Maxim en heftið fer í sölu í Bandaríkjunum þann 17. mars.

Sophia er hvað þekktust fyrir að leika í þáttunum One Tree Hill en síðasta serían, sú níunda í röðinni, var sýnd árið 2012.

"Það er fyndið. Það er ekki oft sem einhver fær vinnu um tvítugt og vinnur hana síðan í áratug. Þetta eru árin sem maður á að vera að kanna nýja hluti," segir Sophia í viðtali við tímaritið. Nú leikur hún í þáttunum Chicago PD.

Leikkonan er slungin á samfélagsmiðlum og er með næstum því eina milljón fylgjenda á Twitter. Hún hefur notað miðilinn til að koma málefnum sem standa henni nærri á framfæri.

"Ég fattaði að ég gat haldið matarboð og talað við fimmtán manns en notað Twitter til að eiga þessar sömu samræður við milljón manns."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.