Lífið

Ætlar að gifta sig í Graceland

Ritstjórn Lífsins skrifar
Giftir sig í þriðja sinn.
Giftir sig í þriðja sinn. Vísir/Afp
Söngkonan Britney Spears ætlar að gifta sig í Graceland, fyrrum heimili Elvis Presley í Tennessee í Bandaríkjunum. 

Spears er trúlofuð David Lucato og hafa þau rennt hýru augu til Graceland fyrir brúðkaupið en heimilið er safn í dag. 

Heimildir RadarOnline herma að poppstjarnan vilji fá eins mikla peninga og hún geti fyrir brúðkaupið og því hafi Spears þegar haft samband við dóttur Elvis Presley, Lisu Marie Presley, og spurt um leyfi.

Þetta er þriðja hjónaband Spears sem er 32 ára gömul og á tvo stráka með fyrrum eiginmanni sínum Kevin Federline.  



Graceland var heimili Presley og konu hans Priscilla þangað til hann féll frá árið 1977, þá 42 ára gamall en safnið er mjög vel sótt af aðdáendum söngvarans. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.