Lífið

Eignaðist dreng á Valentínusardaginn

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Tónlistarmógúllinn Simon Cowell og kærasta hans Lauren Silverman eignuðust sitt fyrsta barn saman á föstudaginn, sjálfan Valentínusardaginn. Eignuðust þau dreng sem hefur hlotið nafnið Eric. Er það í höfuðið á föður Simons.

Fyrir á Lauren drenginn Adam, sjö ára, með fyrrverandi eiginmanni sínum Andrew Silverman. Þau skildu í ágúst í fyrra þegar upp komst um samband hennar og Simons. 

Þetta er hins vegar fyrsta barn Simons.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.