Lífið

Ung stjarna í make-up-heiminum

Marín Manda skrifar
Birta Hlín Sigurðardóttir er upprennandi förðunardama. Áhuginn á förðun er geysimikill og því gerir hún myndbönd í frítíma sínum fyrir ungar stúlkur sem vilja læra tæknina.

„Mér finnst svo gaman að snyrtivörum og að mála að ég ákvað að gera myndbönd sem eru orðin nokkur núna. Ég hef fylgst með myndböndum á YouTube og svo eru mamma og Helga Gabríela systir mín búnar að kenna mér svo mikið,“ segir hin 14 ára Birta Hlín Sigurðardóttir.

Birta Hlín stundar nám í Lindaskóla í Kópavoginum og áhugamálin eru að syngja, dansa og spila á píanó. Förðunarhæfileikana á hún ekki langt að sækja, en móðir hennar, Margrét R. Jónasardóttir, er förðunarmeistari og rekur Make Up Store-verslunina í Smáralind. Margrét segir að dóttirin hafi haft áhugann lengi og að hún sé mjög fær með penslana. Hún sé þó hógvær í að farða sjálfa sig en setji einungis smávegis á sig við sparileg tækifæri.

„Hún á það til að æfa sig hér heima og taka upp myndbönd en svo fjarlægir hún allan farðann af sér áður en hún fer út. Ég tel það nokkuð mikilvægt, þegar ungar stelpur eru að byrja að farða sig, að þær læri að gera þetta þannig að þetta sé fallegt og vel gert.“



Hér
er hægt að fylgjast nánar með Birtu á youtube.

Birta Hlín Sigurðardóttir





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.