Lífið

Gott að vera í hornsófanum heima hjá mömmu og pabba

Marín Manda skrifar
Sylvía Briem Friðjóns
Sylvía Briem Friðjóns
Nafn? Sylvia Briem Friðjónsdóttir



Aldur? 
24 ára



Starf?

Er Dale Carnegie-þjálfari, mynd-mixer á RÚV, viðburðastjóri hjá Ölgerðinni, nemandi í Háskóla Íslands, er í Stúdentaráði Háskóla Íslands og í stjórn Heimdallar.



Maki?

Ég er í sambandi.



Stjörnumerki? Krabbi.



Hvað fékkstu þér í morgunmat?

Ég fékk mér boozt eins og fyrri daginn. Þetta boozt rífur svolítið í og er eitt af mínum uppáhalds. Það er með gulrótum, engifer, sítrónu, goji-berjasafa, papriku, chia-fræum, próteini og smá cayenne-pipar. 



Uppáhaldsstaður?

Í hornsófanum heima hjá mömmu og pabba finnst mér alltaf gott að vera.



Hreyfing?

Ég er mjög dugleg að fara í spinning og jóga. Er líka farin að reyna að koma mér í hlaupaform fyrir sumarið. Finnst heldur ekki leiðinlegt að fara í góða göngutúra þegar veður leyfir.



Uppáhaldsfatahönnuður?

Ég hika rosalega við þessa spurningu. Það eru svo margir sem mér finnst flottir. Það sem er mér efst í huga þessa stundina er Marc Jacobs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.