Lífið

Samfésballið í ár - myndband

Ellý Ármanns skrifar
Hvorki fleiri né færri en 4500 unglingar komu saman í Laugardalshöll föstudagskvöldið 7. mars á Samfestingnum þar sem 35% ungmenna á Íslandi í 8. 9. og 10. bekk sóttu ballið og því um gríðarlega stórt verkefni að ræða.

Á Samfestingnum komu fram hljómsveitirnar Retró Stefson, Kaleo, Páll Óskar og plötusnúðarnir Basic House effect. Þá stigu á stokk unglingahljómsveitirnar Operation Anti Stupid úr X-inu í Snæfellsbæ, Torfi Tómasson úr Fönix í Kópavogi, Alkul úr Zelsíuz í Árborg og Bíbó og Billi úr Arnardal á Akranesi. Einnig tróðu upp unglingaplötusnúðarnir DJ Bernodus úr Tróju frá Akureyri og DJ Notna úr Holtinu í Reykjavík. 

Valur Rafn, Heimir Gestur og Sigurður Möller sáu um framleiðslu á meðfylgjandi myndbandi sem sjá má hér:

Samfestingurinn 2014 'HD' from samfes on Vimeo.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.