Hver þarf svosem þjóðfána? Hörður Lárusson skrifar 16. júní 2014 15:21 Þeir sem þekkja mig vita að ég hef mun meiri áhuga á íslenska fánanum en gengur og gerist. Síðastliðin sex ár hef ég unnið nokkur verkefni honum tengd og er með fleiri á prjónunum. Þessi áhugi minn hefur náð því marki að ég hef verið spurður í viðtali við danskan blaðamann hvort ég sé ekki bara þjóðernissinni af „verstu sort“. Ástæðan fyrir áhuganum er hins vegar einfaldlega sú að ég er grafískur hönnuður, hef mikinn áhuga á táknum og er óttalega væminn þegar það kemur að þeim táknum sem standa fyrir land og þjóð. Því viðurkenni ég fúslega að ég hjartað sló aðeins hraðar í síðustu viku þegar ég las bloggfærslu Helga Hrafns Gunnarssonar alþingismanns, þar sem hann fjallar um mikilvægi þess að Íslendingar eigi sér fánalög. Skoðun hans er nokkuð skýr í lokamálsgreininni: „Þjóðfáninn er ekki „heilagur“. Það er ekki „alvarlegt“ að hann sé vanvirtur og ekki „mikilvægt“ að til séu lög sem segja til um hvar og hvenær megi nota hann.“ Ég átti frekar erfitt með mig satt best að segja, bæði af því að ég móðgaðist smá við að lesa pistilinn (hann biðst reyndar afsökunar á því í pistlinum sjálfum, hafi hann móðgað einhvern), en líka af því að sumu leiti er ég sammála því sem hann segir. Málið er að ég hef talað mikið fyrir því að við þurfum að vera duglegri að nota fánann okkar og að við eigum ekki að vera svona hrædd við hann. Margt af því sem fólk heldur um fánann eru mýtur. Mikið af þeim reglum sem við höldum að við séum að fylgja er bara eitthvað sem okkur hefur verið sagt. Því hversu margir hafa í raun lesið fánalögin? Réttið upp hönd. Það er vissulega margt sem fánalögin segja okkur að við megum og megum ekki gera. En fyrst og fremst snýst þetta um að sýna fánanum virðingu. Sömu virðingu og við viljum sýna landinu okkar, náttúru og hvert öðru. Jú, fáninn er bara þrjú mismunandi lituð efni saumuð saman á ákveðinn hátt. Þetta er bara klútur á bandi. En þetta er um leið tákn lands og þjóðar. Og ef það mega ekki vera til smá leiðbeiningar, fáeinar lagagreinar um hvernig við eigum að nota þetta tákn rétt, þá er nú ansi margt annað sem manni finnst skrítið að verið sé að setja lög um. Punkturinn hjá Helga er að það sé kjánalegt að binda hefðir í lög. En þetta snýst um mun meira en hefðir. Þetta snýst um að þjóðfáninn sé áfram það tákn sem hann er. Tákn fyrir íslensku þjóðina. Það er ekkert að því að hafa fánalög á meðan þau hamla því ekki að við notum fánann á þann hátt sem okkur finnst virðingavert. Pössum upp á hann og verum óhrædd við að nota hann. Þetta er jú einu sinni okkar eigin klútur á bandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Þeir sem þekkja mig vita að ég hef mun meiri áhuga á íslenska fánanum en gengur og gerist. Síðastliðin sex ár hef ég unnið nokkur verkefni honum tengd og er með fleiri á prjónunum. Þessi áhugi minn hefur náð því marki að ég hef verið spurður í viðtali við danskan blaðamann hvort ég sé ekki bara þjóðernissinni af „verstu sort“. Ástæðan fyrir áhuganum er hins vegar einfaldlega sú að ég er grafískur hönnuður, hef mikinn áhuga á táknum og er óttalega væminn þegar það kemur að þeim táknum sem standa fyrir land og þjóð. Því viðurkenni ég fúslega að ég hjartað sló aðeins hraðar í síðustu viku þegar ég las bloggfærslu Helga Hrafns Gunnarssonar alþingismanns, þar sem hann fjallar um mikilvægi þess að Íslendingar eigi sér fánalög. Skoðun hans er nokkuð skýr í lokamálsgreininni: „Þjóðfáninn er ekki „heilagur“. Það er ekki „alvarlegt“ að hann sé vanvirtur og ekki „mikilvægt“ að til séu lög sem segja til um hvar og hvenær megi nota hann.“ Ég átti frekar erfitt með mig satt best að segja, bæði af því að ég móðgaðist smá við að lesa pistilinn (hann biðst reyndar afsökunar á því í pistlinum sjálfum, hafi hann móðgað einhvern), en líka af því að sumu leiti er ég sammála því sem hann segir. Málið er að ég hef talað mikið fyrir því að við þurfum að vera duglegri að nota fánann okkar og að við eigum ekki að vera svona hrædd við hann. Margt af því sem fólk heldur um fánann eru mýtur. Mikið af þeim reglum sem við höldum að við séum að fylgja er bara eitthvað sem okkur hefur verið sagt. Því hversu margir hafa í raun lesið fánalögin? Réttið upp hönd. Það er vissulega margt sem fánalögin segja okkur að við megum og megum ekki gera. En fyrst og fremst snýst þetta um að sýna fánanum virðingu. Sömu virðingu og við viljum sýna landinu okkar, náttúru og hvert öðru. Jú, fáninn er bara þrjú mismunandi lituð efni saumuð saman á ákveðinn hátt. Þetta er bara klútur á bandi. En þetta er um leið tákn lands og þjóðar. Og ef það mega ekki vera til smá leiðbeiningar, fáeinar lagagreinar um hvernig við eigum að nota þetta tákn rétt, þá er nú ansi margt annað sem manni finnst skrítið að verið sé að setja lög um. Punkturinn hjá Helga er að það sé kjánalegt að binda hefðir í lög. En þetta snýst um mun meira en hefðir. Þetta snýst um að þjóðfáninn sé áfram það tákn sem hann er. Tákn fyrir íslensku þjóðina. Það er ekkert að því að hafa fánalög á meðan þau hamla því ekki að við notum fánann á þann hátt sem okkur finnst virðingavert. Pössum upp á hann og verum óhrædd við að nota hann. Þetta er jú einu sinni okkar eigin klútur á bandi.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun