Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar 11. desember 2025 08:00 Landsvirkjun og önnur orkufyrirtæki á Íslandi starfa á alþjóðlegum raforkumarkaði. Stærstu viðskiptavinir okkar, hvort sem um er að ræða álver, kísilver eða gagnaver, eru með sterka erlenda tengingu og ákvarðanir um rekstur þeirra hér á landi eru teknar í alþjóðlegu umhverfi, þar sem hagkvæmasta framleiðslan ræður ríkjum. Á undanförnum árum hefur þetta alþjóðlega viðskiptaumhverfi tekið miklum breytingum og óvissan er mikil. Eftir Parísarsamkomulagið 2015 beindist áherslan fyrst og fremst að loftslagsmálum. Í orkukrísunni 2021-2022 færðist fókusinn hratt yfir á samkeppnishæfni og lægra raforkuverð. Í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu færðist athyglin svo enn einu sinni, þá í átt að öryggismálum, áfallaþoli innviða og viðnámsþrótti hagkerfa. Skert samkeppnishæfni Þessir þrír kraftar – loftslagsmál, samkeppnishæfni og öryggi – eru oft nefndir í sömu andrá þegar rætt er um orkukerfi. Mörgum löndum hefur reynst erfitt að uppfylla öll þrjú markmiðin samtímis, þar sem áhersla á eitt getur komið niður á hinum. Þetta mætti kalla eins konar orkuþríþraut (e. energy trilemma). Áherslubreytingar orkuþríþrautarinnar hafa leitt til mikilla verðsveiflna á raforkumörkuðum í Evrópu. Raforkuverð í Skandinavíu og Þýskalandi er nú mun hærra og mun breytilegra en fyrir orkukrísuna. Til dæmis er verðið á norræna Nord Pool markaðnum um 50% hærra en það var fyrir krísuna, og í Þýskalandi nemur hækkunin um 140%. Raforkuverðið er nú um stundir mun hærra í Evrópu að meðaltali en t.a.m. í Kína og Bandaríkjunum og það dregur verulega úr samkeppnishæfni stórnotenda í Evrópu. Aukinn breytileiki (aðallega vegna aukins vægis óstýranlegra endurnýjanlegra orkukosta s.s. sólarorku og vindorku) og ósveigjanleg raforkukerfi valda ekki aðeins notendum erfiðleikum heldur einnig framleiðendum. Áhrifin sjást glöggt í Þýskalandi, þar sem iðnaðarstarfsemi hefur dregist saman um tæp 20% frá árinu 2021, og samskonar þróun hefur átt sér stað í fleiri Evrópulöndum. Ísland og Noregur eru þó undantekningar. Langtímasamningar og fyrirsjáanleiki Breytilegt og óútreiknanlegt raforkuverð flækir samningagerð og dregur úr hvata til að gera langtímasamninga. Ein helsta tillaga Mario Draghi, í skýrslu hans um samkeppnishæfni Evrópu, var að auka vægi langtímasamninga til að skapa fyrirsjáanleika. Þetta eru engin ný sannindi fyrir okkur hjá Landsvirkjun. Starfsemi okkar hefur byggt á stöðugum langtímasamningum undanfarna áratugi, sem hefur veitt fyrirsjáanleika í tekjuöflun og gert stórnotendum okkar kleift að sinna rekstri sínum af kostgæfni. Draghi lagði því til leið fyrir Evrópu sem við Íslendingar erum fyrir löngu búnir að sannreyna. Þegar litið er til orkuþríþrautarinnar má segja að Ísland sé í heimsklassa. Við erum ein fárra þjóða sem hefur náð frábærum árangri í öllum þremur greinum: loftslagsmálum, samkeppnishæfni og öryggi. Þessi niðurstaða er ekki sjálfgefin, heldur byggir hún á skynsamlegum ákvörðunum sem teknar hafa verið með hagsmuni Íslands að leiðarljósi. Til að halda í þessa stöðu og tryggja áframhaldandi samkeppnishæfni verðum við að vera vakandi. Í harðri alþjóðlegri samkeppni verðum við að taka til hendinni og lagfæra nokkur mál sem því miður hafa þróast í öfuga átt: ·Hagkvæmir virkjunarkostir: Við verðum að leggja höfuðáherslu á að nýta þá hagkvæmu virkjanakosti sem standa til boða, án þess þó að slá af kröfum um t.d. umhverfisvernd. Óhagkvæmir kostir til viðbótar við langt og óskilvirkt leyfisveitingaferli gera það að verkum að Ísland stimplar sig einfaldlega út úr alþjóðlegri samkeppni. ·Flutningskostnaður: Við verðum að tryggja að flutningskostnaður (þ.e. kostnaður við flutning raforkunnar) standist alþjóðlega samkeppni. Hann hefur aukist verulega hérlendis á undanförnum árum og er mun hærri en í samanburðarlöndunum. Stórnotendur horfa til heildarkostnaðar og þar leikur flutningskostnaður lykilhlutverk. Í einu og öllu þurfum við að tryggja að Ísland komi vel út í samanburði við önnur lönd þegar spennandi stórnotendur, eins og gagnaver með mikla greiðslugetu, leita að næstu staðsetningu. Ráðumst í aðgerðir sem byggja undir samkeppnishæfni Íslands og skapa verðmæti fyrir þjóðina alla. Með því móti tryggjum við Ísland áfram í sessi sem meistara orkuþríþrautarinnar. Höfnudur er forstöðumaður viðskiptagreiningar og þróunar markaða hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónas Hlynur Hallgrímsson Orkumál Landsvirkjun Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Landsvirkjun og önnur orkufyrirtæki á Íslandi starfa á alþjóðlegum raforkumarkaði. Stærstu viðskiptavinir okkar, hvort sem um er að ræða álver, kísilver eða gagnaver, eru með sterka erlenda tengingu og ákvarðanir um rekstur þeirra hér á landi eru teknar í alþjóðlegu umhverfi, þar sem hagkvæmasta framleiðslan ræður ríkjum. Á undanförnum árum hefur þetta alþjóðlega viðskiptaumhverfi tekið miklum breytingum og óvissan er mikil. Eftir Parísarsamkomulagið 2015 beindist áherslan fyrst og fremst að loftslagsmálum. Í orkukrísunni 2021-2022 færðist fókusinn hratt yfir á samkeppnishæfni og lægra raforkuverð. Í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu færðist athyglin svo enn einu sinni, þá í átt að öryggismálum, áfallaþoli innviða og viðnámsþrótti hagkerfa. Skert samkeppnishæfni Þessir þrír kraftar – loftslagsmál, samkeppnishæfni og öryggi – eru oft nefndir í sömu andrá þegar rætt er um orkukerfi. Mörgum löndum hefur reynst erfitt að uppfylla öll þrjú markmiðin samtímis, þar sem áhersla á eitt getur komið niður á hinum. Þetta mætti kalla eins konar orkuþríþraut (e. energy trilemma). Áherslubreytingar orkuþríþrautarinnar hafa leitt til mikilla verðsveiflna á raforkumörkuðum í Evrópu. Raforkuverð í Skandinavíu og Þýskalandi er nú mun hærra og mun breytilegra en fyrir orkukrísuna. Til dæmis er verðið á norræna Nord Pool markaðnum um 50% hærra en það var fyrir krísuna, og í Þýskalandi nemur hækkunin um 140%. Raforkuverðið er nú um stundir mun hærra í Evrópu að meðaltali en t.a.m. í Kína og Bandaríkjunum og það dregur verulega úr samkeppnishæfni stórnotenda í Evrópu. Aukinn breytileiki (aðallega vegna aukins vægis óstýranlegra endurnýjanlegra orkukosta s.s. sólarorku og vindorku) og ósveigjanleg raforkukerfi valda ekki aðeins notendum erfiðleikum heldur einnig framleiðendum. Áhrifin sjást glöggt í Þýskalandi, þar sem iðnaðarstarfsemi hefur dregist saman um tæp 20% frá árinu 2021, og samskonar þróun hefur átt sér stað í fleiri Evrópulöndum. Ísland og Noregur eru þó undantekningar. Langtímasamningar og fyrirsjáanleiki Breytilegt og óútreiknanlegt raforkuverð flækir samningagerð og dregur úr hvata til að gera langtímasamninga. Ein helsta tillaga Mario Draghi, í skýrslu hans um samkeppnishæfni Evrópu, var að auka vægi langtímasamninga til að skapa fyrirsjáanleika. Þetta eru engin ný sannindi fyrir okkur hjá Landsvirkjun. Starfsemi okkar hefur byggt á stöðugum langtímasamningum undanfarna áratugi, sem hefur veitt fyrirsjáanleika í tekjuöflun og gert stórnotendum okkar kleift að sinna rekstri sínum af kostgæfni. Draghi lagði því til leið fyrir Evrópu sem við Íslendingar erum fyrir löngu búnir að sannreyna. Þegar litið er til orkuþríþrautarinnar má segja að Ísland sé í heimsklassa. Við erum ein fárra þjóða sem hefur náð frábærum árangri í öllum þremur greinum: loftslagsmálum, samkeppnishæfni og öryggi. Þessi niðurstaða er ekki sjálfgefin, heldur byggir hún á skynsamlegum ákvörðunum sem teknar hafa verið með hagsmuni Íslands að leiðarljósi. Til að halda í þessa stöðu og tryggja áframhaldandi samkeppnishæfni verðum við að vera vakandi. Í harðri alþjóðlegri samkeppni verðum við að taka til hendinni og lagfæra nokkur mál sem því miður hafa þróast í öfuga átt: ·Hagkvæmir virkjunarkostir: Við verðum að leggja höfuðáherslu á að nýta þá hagkvæmu virkjanakosti sem standa til boða, án þess þó að slá af kröfum um t.d. umhverfisvernd. Óhagkvæmir kostir til viðbótar við langt og óskilvirkt leyfisveitingaferli gera það að verkum að Ísland stimplar sig einfaldlega út úr alþjóðlegri samkeppni. ·Flutningskostnaður: Við verðum að tryggja að flutningskostnaður (þ.e. kostnaður við flutning raforkunnar) standist alþjóðlega samkeppni. Hann hefur aukist verulega hérlendis á undanförnum árum og er mun hærri en í samanburðarlöndunum. Stórnotendur horfa til heildarkostnaðar og þar leikur flutningskostnaður lykilhlutverk. Í einu og öllu þurfum við að tryggja að Ísland komi vel út í samanburði við önnur lönd þegar spennandi stórnotendur, eins og gagnaver með mikla greiðslugetu, leita að næstu staðsetningu. Ráðumst í aðgerðir sem byggja undir samkeppnishæfni Íslands og skapa verðmæti fyrir þjóðina alla. Með því móti tryggjum við Ísland áfram í sessi sem meistara orkuþríþrautarinnar. Höfnudur er forstöðumaður viðskiptagreiningar og þróunar markaða hjá Landsvirkjun.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar