Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar 10. desember 2025 12:00 Nú þegar jólaösin er komin á fullt skrið er margt í gangi hjá fólki. Á þessum tíma árs er oft meira um að vera í vinnunni, ýmis verkefni sem þarf að klára fyrir jólafríið. Þar að auki bætast við væntingar og hlutir eins og kaup á jólagjöfum, jólaboð, bakstur, skreytingar og margt fleira. Þetta tímabil getur verið eins og tvíeggja sverð, þar sem þunn lína er á milli þess að upplifa það á jákvæðan hátt, njóta þess sem það hefur upp á að bjóða og þess að upplifa það á neikvæðan hátt, kikna undan álagi og kröfum og missa sjónar á því sem skiptir mestu máli. Það er því ennþá mikilvægara að gefa sér tíma til að staldra við á þessum tíma og spyrja sjálfan sig: Hvað er það sem ég vil gera þessi jól? Hvað hef ég tíma og orku til að gera núna? Hvernig get ég notið þess? Hverju vil ég sleppa og hvað má bíða? Hvað gæti ég fengið hjálp með? Slíkar spurningar hjálpa okkur að bera kennsl á hvað það er sem við viljum í raun og veru þessi jól, þar sem það getur verið mjög auðvelt að láta ytri væntingar stjórna og enda á því að eltast við skyldur sem okkur finnst við eiga að sinna. Taugakerfið, tvær rásir sem móta upplifunina Annað stórt atriði sem mótar upplifun okkar á þessu tímabili er innra ástandið, ástand taugakerfisins. Það getur skipt sköpum hvort við séum í of miklu streituástandi (sympatíska kerfinu) eða í róandi ástandi (parasympatíska kerfinu). Það má líkja þessu við tvær rásir sem við stillum okkur inná, og hvor rásin hefur afgerandi áhrif á hvernig við skynjum daginn okkar. Dagur sem við upplifum í streiturásinni getur virst erfiður, orkufrekur og fullur af hindrunum og erfiðum samskiptum. Þegar við erum í streiturásinni er líkaminn á varðbergi, hjartsláttur verður örari, öndun grynnri og heilinn tekur frekar eftir vandamálum. Dagur upplifaður í róandi rásinni getur hins vegar verið ljúfur, skemmtilegur og fullur af góðum augnablikum og samskiptum. Þegar við erum í róandi rásinni hægist á líkamanum, öndunin verður dýpri, melting og endurheimt fara í gang og heilinn á auðveldara með að sjá lausnir, hlýju og tengsl. Góðu fréttirnar eru þær að við getum haft áhrif á hvaða rás við erum í. Við getum róað taugakerfið með ýmsum leiðum og stillt okkur inn á róandi rásina þegar við finnum að streiturásin hefur náð yfirhöndinni, til dæmis með því að gefa okkur tíma fyrir samverustundir með fólki sem okkur líður vel með, með nægum og reglulegum hvíldum og með hægari og dýpri öndun. Við höfum tækifæri til þess að upplifa jólin á jákvæðari hátt, með því að vera meðvitaðri um hvorri rásinni við erum í. Á þessu annasama tímabili eru góðar líkur á því að við séum oftar stillt inn á streiturásina, án þess að taka eftir því. Því skiptir það enn meira máli að muna eftir athöfnum sem stilla okkur inn á róandi rásina. Það hjálpar okkur að nálgast jólahátíðina með meiri ró, að njóta fleiri góðra stunda og að eiga auðveldara með að finna tengsl og bandamenn í kringum okkur. Höfundur er doktor í lífeðlislegri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigrún Þóra Sveinsdóttir Jól Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Nú þegar jólaösin er komin á fullt skrið er margt í gangi hjá fólki. Á þessum tíma árs er oft meira um að vera í vinnunni, ýmis verkefni sem þarf að klára fyrir jólafríið. Þar að auki bætast við væntingar og hlutir eins og kaup á jólagjöfum, jólaboð, bakstur, skreytingar og margt fleira. Þetta tímabil getur verið eins og tvíeggja sverð, þar sem þunn lína er á milli þess að upplifa það á jákvæðan hátt, njóta þess sem það hefur upp á að bjóða og þess að upplifa það á neikvæðan hátt, kikna undan álagi og kröfum og missa sjónar á því sem skiptir mestu máli. Það er því ennþá mikilvægara að gefa sér tíma til að staldra við á þessum tíma og spyrja sjálfan sig: Hvað er það sem ég vil gera þessi jól? Hvað hef ég tíma og orku til að gera núna? Hvernig get ég notið þess? Hverju vil ég sleppa og hvað má bíða? Hvað gæti ég fengið hjálp með? Slíkar spurningar hjálpa okkur að bera kennsl á hvað það er sem við viljum í raun og veru þessi jól, þar sem það getur verið mjög auðvelt að láta ytri væntingar stjórna og enda á því að eltast við skyldur sem okkur finnst við eiga að sinna. Taugakerfið, tvær rásir sem móta upplifunina Annað stórt atriði sem mótar upplifun okkar á þessu tímabili er innra ástandið, ástand taugakerfisins. Það getur skipt sköpum hvort við séum í of miklu streituástandi (sympatíska kerfinu) eða í róandi ástandi (parasympatíska kerfinu). Það má líkja þessu við tvær rásir sem við stillum okkur inná, og hvor rásin hefur afgerandi áhrif á hvernig við skynjum daginn okkar. Dagur sem við upplifum í streiturásinni getur virst erfiður, orkufrekur og fullur af hindrunum og erfiðum samskiptum. Þegar við erum í streiturásinni er líkaminn á varðbergi, hjartsláttur verður örari, öndun grynnri og heilinn tekur frekar eftir vandamálum. Dagur upplifaður í róandi rásinni getur hins vegar verið ljúfur, skemmtilegur og fullur af góðum augnablikum og samskiptum. Þegar við erum í róandi rásinni hægist á líkamanum, öndunin verður dýpri, melting og endurheimt fara í gang og heilinn á auðveldara með að sjá lausnir, hlýju og tengsl. Góðu fréttirnar eru þær að við getum haft áhrif á hvaða rás við erum í. Við getum róað taugakerfið með ýmsum leiðum og stillt okkur inn á róandi rásina þegar við finnum að streiturásin hefur náð yfirhöndinni, til dæmis með því að gefa okkur tíma fyrir samverustundir með fólki sem okkur líður vel með, með nægum og reglulegum hvíldum og með hægari og dýpri öndun. Við höfum tækifæri til þess að upplifa jólin á jákvæðari hátt, með því að vera meðvitaðri um hvorri rásinni við erum í. Á þessu annasama tímabili eru góðar líkur á því að við séum oftar stillt inn á streiturásina, án þess að taka eftir því. Því skiptir það enn meira máli að muna eftir athöfnum sem stilla okkur inn á róandi rásina. Það hjálpar okkur að nálgast jólahátíðina með meiri ró, að njóta fleiri góðra stunda og að eiga auðveldara með að finna tengsl og bandamenn í kringum okkur. Höfundur er doktor í lífeðlislegri sálfræði.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun