Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar 10. desember 2025 12:00 Nú þegar jólaösin er komin á fullt skrið er margt í gangi hjá fólki. Á þessum tíma árs er oft meira um að vera í vinnunni, ýmis verkefni sem þarf að klára fyrir jólafríið. Þar að auki bætast við væntingar og hlutir eins og kaup á jólagjöfum, jólaboð, bakstur, skreytingar og margt fleira. Þetta tímabil getur verið eins og tvíeggja sverð, þar sem þunn lína er á milli þess að upplifa það á jákvæðan hátt, njóta þess sem það hefur upp á að bjóða og þess að upplifa það á neikvæðan hátt, kikna undan álagi og kröfum og missa sjónar á því sem skiptir mestu máli. Það er því ennþá mikilvægara að gefa sér tíma til að staldra við á þessum tíma og spyrja sjálfan sig: Hvað er það sem ég vil gera þessi jól? Hvað hef ég tíma og orku til að gera núna? Hvernig get ég notið þess? Hverju vil ég sleppa og hvað má bíða? Hvað gæti ég fengið hjálp með? Slíkar spurningar hjálpa okkur að bera kennsl á hvað það er sem við viljum í raun og veru þessi jól, þar sem það getur verið mjög auðvelt að láta ytri væntingar stjórna og enda á því að eltast við skyldur sem okkur finnst við eiga að sinna. Taugakerfið, tvær rásir sem móta upplifunina Annað stórt atriði sem mótar upplifun okkar á þessu tímabili er innra ástandið, ástand taugakerfisins. Það getur skipt sköpum hvort við séum í of miklu streituástandi (sympatíska kerfinu) eða í róandi ástandi (parasympatíska kerfinu). Það má líkja þessu við tvær rásir sem við stillum okkur inná, og hvor rásin hefur afgerandi áhrif á hvernig við skynjum daginn okkar. Dagur sem við upplifum í streiturásinni getur virst erfiður, orkufrekur og fullur af hindrunum og erfiðum samskiptum. Þegar við erum í streiturásinni er líkaminn á varðbergi, hjartsláttur verður örari, öndun grynnri og heilinn tekur frekar eftir vandamálum. Dagur upplifaður í róandi rásinni getur hins vegar verið ljúfur, skemmtilegur og fullur af góðum augnablikum og samskiptum. Þegar við erum í róandi rásinni hægist á líkamanum, öndunin verður dýpri, melting og endurheimt fara í gang og heilinn á auðveldara með að sjá lausnir, hlýju og tengsl. Góðu fréttirnar eru þær að við getum haft áhrif á hvaða rás við erum í. Við getum róað taugakerfið með ýmsum leiðum og stillt okkur inn á róandi rásina þegar við finnum að streiturásin hefur náð yfirhöndinni, til dæmis með því að gefa okkur tíma fyrir samverustundir með fólki sem okkur líður vel með, með nægum og reglulegum hvíldum og með hægari og dýpri öndun. Við höfum tækifæri til þess að upplifa jólin á jákvæðari hátt, með því að vera meðvitaðri um hvorri rásinni við erum í. Á þessu annasama tímabili eru góðar líkur á því að við séum oftar stillt inn á streiturásina, án þess að taka eftir því. Því skiptir það enn meira máli að muna eftir athöfnum sem stilla okkur inn á róandi rásina. Það hjálpar okkur að nálgast jólahátíðina með meiri ró, að njóta fleiri góðra stunda og að eiga auðveldara með að finna tengsl og bandamenn í kringum okkur. Höfundur er doktor í lífeðlislegri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigrún Þóra Sveinsdóttir Jól Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Nú þegar jólaösin er komin á fullt skrið er margt í gangi hjá fólki. Á þessum tíma árs er oft meira um að vera í vinnunni, ýmis verkefni sem þarf að klára fyrir jólafríið. Þar að auki bætast við væntingar og hlutir eins og kaup á jólagjöfum, jólaboð, bakstur, skreytingar og margt fleira. Þetta tímabil getur verið eins og tvíeggja sverð, þar sem þunn lína er á milli þess að upplifa það á jákvæðan hátt, njóta þess sem það hefur upp á að bjóða og þess að upplifa það á neikvæðan hátt, kikna undan álagi og kröfum og missa sjónar á því sem skiptir mestu máli. Það er því ennþá mikilvægara að gefa sér tíma til að staldra við á þessum tíma og spyrja sjálfan sig: Hvað er það sem ég vil gera þessi jól? Hvað hef ég tíma og orku til að gera núna? Hvernig get ég notið þess? Hverju vil ég sleppa og hvað má bíða? Hvað gæti ég fengið hjálp með? Slíkar spurningar hjálpa okkur að bera kennsl á hvað það er sem við viljum í raun og veru þessi jól, þar sem það getur verið mjög auðvelt að láta ytri væntingar stjórna og enda á því að eltast við skyldur sem okkur finnst við eiga að sinna. Taugakerfið, tvær rásir sem móta upplifunina Annað stórt atriði sem mótar upplifun okkar á þessu tímabili er innra ástandið, ástand taugakerfisins. Það getur skipt sköpum hvort við séum í of miklu streituástandi (sympatíska kerfinu) eða í róandi ástandi (parasympatíska kerfinu). Það má líkja þessu við tvær rásir sem við stillum okkur inná, og hvor rásin hefur afgerandi áhrif á hvernig við skynjum daginn okkar. Dagur sem við upplifum í streiturásinni getur virst erfiður, orkufrekur og fullur af hindrunum og erfiðum samskiptum. Þegar við erum í streiturásinni er líkaminn á varðbergi, hjartsláttur verður örari, öndun grynnri og heilinn tekur frekar eftir vandamálum. Dagur upplifaður í róandi rásinni getur hins vegar verið ljúfur, skemmtilegur og fullur af góðum augnablikum og samskiptum. Þegar við erum í róandi rásinni hægist á líkamanum, öndunin verður dýpri, melting og endurheimt fara í gang og heilinn á auðveldara með að sjá lausnir, hlýju og tengsl. Góðu fréttirnar eru þær að við getum haft áhrif á hvaða rás við erum í. Við getum róað taugakerfið með ýmsum leiðum og stillt okkur inn á róandi rásina þegar við finnum að streiturásin hefur náð yfirhöndinni, til dæmis með því að gefa okkur tíma fyrir samverustundir með fólki sem okkur líður vel með, með nægum og reglulegum hvíldum og með hægari og dýpri öndun. Við höfum tækifæri til þess að upplifa jólin á jákvæðari hátt, með því að vera meðvitaðri um hvorri rásinni við erum í. Á þessu annasama tímabili eru góðar líkur á því að við séum oftar stillt inn á streiturásina, án þess að taka eftir því. Því skiptir það enn meira máli að muna eftir athöfnum sem stilla okkur inn á róandi rásina. Það hjálpar okkur að nálgast jólahátíðina með meiri ró, að njóta fleiri góðra stunda og að eiga auðveldara með að finna tengsl og bandamenn í kringum okkur. Höfundur er doktor í lífeðlislegri sálfræði.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun