Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar 11. desember 2025 07:41 Á undanförnum vikum hefur umræðan um fjárlög næsta árs leitt í ljós grafalvarlega stöðu í fjármögnun krabbameinslyfja. Þessi staða hefur ekki aðeins komið fram í umsögnum helstu fagstofnana, heldur einnig í beinum ábendingum Landspítala, Krabbameinsfélags Íslands og fjárlaganefndar Alþingis. Öll þessi gögn benda til sömu niðurstöðu um að líf fólks og lífsgæði ráðast af ákvörðunum sem teknar eru á Alþingi næstu daga. Fjárþörf langt umfram áætlanir Í frumvarpi til fjárlaga er gert ráð fyrir 700 milljóna króna aukningu til lyfjakaupa vegna fjölgunar krabbameinstilfella og raunvaxtar í lyfjakostnaði. Þrátt fyrir það liggur fyrir að þörf er á mun meira fjármagni. Lyfjanefnd Landspítala hefur bent á að tíu nýjar og mikilvægar meðferðir, sem fyrst og fremst varða ný krabbameinslyf sem þegar eru innleidd á hinum Norðurlöndunum, bíða innleiðingar hér á landi. Þetta eru lyf sem geta skipt sköpum en þau lengja líf, bæta lífsgæði og umfram allt auka líkur á bata. Engu að síður er ljóst að samkvæmt núverandi fjárheimildum er hvorki svigrúm til að taka upp ný lyf né samþykkja nýjar ábendingar fyrir núverandi lyf. Í umsögn forstjóra Landspítala kom fram að rúman milljarð króna vanti til að tryggja eðlilega og nauðsynlega þjónustu á árinu 2026. Sú niðurstaða ein og sér ætti að kveikja rauð ljós. Íslendingar dragast aftur úr öðrum Norðurlandaþjóðum Fjárveitingar til nýrra krabbameinslyfja hafa staðið í stað. Á þessu ári hefur ekkert nýtt lyf verið tekið upp og ekkert verður bætt við á næsta ári nema fjárheimildir verði hækkaðar. Afleiðingin er sú að Íslendingar eru að dragast aftur úr öðrum Norðurlandaþjóðum í innleiðingu nýrra meðferða og það þýðir lakari lífshorfur, lakari lífsgæði og ósamræmi við yfirlýst markmið stjórnvalda um heilbrigðisþjónustu á heimsmælikvarða. Hér er ekki aðeins um fjárhagslegt sjónarmið að ræða, heldur spurningu um hvort íslenskir sjúklingar geti fengið meðferð sem stenst samanburð við það besta sem gerist á Norðurlöndum. Í dag er svarið því miður neikvætt. Veikustu sjúklingar okkar fá ekki aðgang að þeim krabbameinslyfjum sem bjarga lífi og bæta lífsgæði í nágrannalöndum okkar. Vaxandi þrýstingur á heilbrigðiskerfið Samkvæmt Krabbameinsfélagi Íslands greinast um 2.000 manns árlega með krabbamein á Íslandi. Spár sýna 63% fjölgun greininga fram til ársins 2045. Sú þróun mun auka stórlega álag á heilbrigðiskerfið og krefjast markvissrar uppbyggingar. Þá blasir einnig við umtalsverð endurnýjunarþörf lækningatækja, bæði á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri. Flutningur starfsemi í nýtt húsnæði á Landspítala kallar á endurnýjun fjölmargra tækja. Jafnframt er uppbygging geislameðferðar engan veginn tryggð til framtíðar, þótt kerfið velti nú á yfirvinnu starfsfólks og útvistun meðferða á sjúklingum til útlanda. Ábyrgð stjórnvalda er mikil og margþætt. 700 milljóna króna aukning sem samþykkt var í 2. umræðu fjárlaga dugar ekki þó vissulega sé það jákvætt skref. Minnihluti fjárlaganefndar hefur ekki fengið nákvæmar upplýsingar um raunverulega fjárþörf, en við vitum að hún er umtalsvert meiri ef tryggja á aðgang að bestu krabbameinslyfjunum. Sjálf hef ég ítrekað óskað eftir upplýsingum um stöðu lyfjakaupa í velferðarnefnd, síðast í síðustu viku. Þrátt fyrir að málið snerti líf og heilsu þúsunda hafa svör ekki borist sem er með öllu óásættanlegt. En ábyrgð stjórnvalda felst fyrst og fremst í því að tryggja aðgengi að bestu mögulegu meðferð hverju sinni. Þegar fjárlög tryggja ekki fjármagn til að innleiða lífsnauðsynleg lyf eða byggja upp geislameðferðarkerfi sem stenst einfaldar kröfur nútímans þá bregst ríkisvaldið skyldum sínum. Það er því afar mikilvægt að heilbrigðisráðuneytið og ríkisstjórnin fari yfir framkomin gögn og leggi þegar í stað mat á nauðsyn frekari fjárheimilda. Líf og lífsgæði ráðast af ákvörðunum næstu daga Á Alþingi eigum við nú tækifæri til að bregðast við og taka ábyrgðarfullar ákvarðanir. Tryggjum að fjárlög ársins 2026 innihaldi raunhæfar fjárveitingar til lyfjakaupa, til geislameðferðar og til brýnna tækjakaupa. Líf og lífsgæði íslenskra krabbameinssjúklinga ráðast af þeim ákvörðunum sem teknar verða á næstu dögum. Við getum tryggt að þeir njóti sömu meðferðar og lífshorfna og veikustu sjúklingar á hinum Norðurlöndunum, einmitt á þeim tímum þegar mest reynir á í lífi þeirra. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Framsóknarflokkurinn Fjárlagafrumvarp 2026 Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum vikum hefur umræðan um fjárlög næsta árs leitt í ljós grafalvarlega stöðu í fjármögnun krabbameinslyfja. Þessi staða hefur ekki aðeins komið fram í umsögnum helstu fagstofnana, heldur einnig í beinum ábendingum Landspítala, Krabbameinsfélags Íslands og fjárlaganefndar Alþingis. Öll þessi gögn benda til sömu niðurstöðu um að líf fólks og lífsgæði ráðast af ákvörðunum sem teknar eru á Alþingi næstu daga. Fjárþörf langt umfram áætlanir Í frumvarpi til fjárlaga er gert ráð fyrir 700 milljóna króna aukningu til lyfjakaupa vegna fjölgunar krabbameinstilfella og raunvaxtar í lyfjakostnaði. Þrátt fyrir það liggur fyrir að þörf er á mun meira fjármagni. Lyfjanefnd Landspítala hefur bent á að tíu nýjar og mikilvægar meðferðir, sem fyrst og fremst varða ný krabbameinslyf sem þegar eru innleidd á hinum Norðurlöndunum, bíða innleiðingar hér á landi. Þetta eru lyf sem geta skipt sköpum en þau lengja líf, bæta lífsgæði og umfram allt auka líkur á bata. Engu að síður er ljóst að samkvæmt núverandi fjárheimildum er hvorki svigrúm til að taka upp ný lyf né samþykkja nýjar ábendingar fyrir núverandi lyf. Í umsögn forstjóra Landspítala kom fram að rúman milljarð króna vanti til að tryggja eðlilega og nauðsynlega þjónustu á árinu 2026. Sú niðurstaða ein og sér ætti að kveikja rauð ljós. Íslendingar dragast aftur úr öðrum Norðurlandaþjóðum Fjárveitingar til nýrra krabbameinslyfja hafa staðið í stað. Á þessu ári hefur ekkert nýtt lyf verið tekið upp og ekkert verður bætt við á næsta ári nema fjárheimildir verði hækkaðar. Afleiðingin er sú að Íslendingar eru að dragast aftur úr öðrum Norðurlandaþjóðum í innleiðingu nýrra meðferða og það þýðir lakari lífshorfur, lakari lífsgæði og ósamræmi við yfirlýst markmið stjórnvalda um heilbrigðisþjónustu á heimsmælikvarða. Hér er ekki aðeins um fjárhagslegt sjónarmið að ræða, heldur spurningu um hvort íslenskir sjúklingar geti fengið meðferð sem stenst samanburð við það besta sem gerist á Norðurlöndum. Í dag er svarið því miður neikvætt. Veikustu sjúklingar okkar fá ekki aðgang að þeim krabbameinslyfjum sem bjarga lífi og bæta lífsgæði í nágrannalöndum okkar. Vaxandi þrýstingur á heilbrigðiskerfið Samkvæmt Krabbameinsfélagi Íslands greinast um 2.000 manns árlega með krabbamein á Íslandi. Spár sýna 63% fjölgun greininga fram til ársins 2045. Sú þróun mun auka stórlega álag á heilbrigðiskerfið og krefjast markvissrar uppbyggingar. Þá blasir einnig við umtalsverð endurnýjunarþörf lækningatækja, bæði á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri. Flutningur starfsemi í nýtt húsnæði á Landspítala kallar á endurnýjun fjölmargra tækja. Jafnframt er uppbygging geislameðferðar engan veginn tryggð til framtíðar, þótt kerfið velti nú á yfirvinnu starfsfólks og útvistun meðferða á sjúklingum til útlanda. Ábyrgð stjórnvalda er mikil og margþætt. 700 milljóna króna aukning sem samþykkt var í 2. umræðu fjárlaga dugar ekki þó vissulega sé það jákvætt skref. Minnihluti fjárlaganefndar hefur ekki fengið nákvæmar upplýsingar um raunverulega fjárþörf, en við vitum að hún er umtalsvert meiri ef tryggja á aðgang að bestu krabbameinslyfjunum. Sjálf hef ég ítrekað óskað eftir upplýsingum um stöðu lyfjakaupa í velferðarnefnd, síðast í síðustu viku. Þrátt fyrir að málið snerti líf og heilsu þúsunda hafa svör ekki borist sem er með öllu óásættanlegt. En ábyrgð stjórnvalda felst fyrst og fremst í því að tryggja aðgengi að bestu mögulegu meðferð hverju sinni. Þegar fjárlög tryggja ekki fjármagn til að innleiða lífsnauðsynleg lyf eða byggja upp geislameðferðarkerfi sem stenst einfaldar kröfur nútímans þá bregst ríkisvaldið skyldum sínum. Það er því afar mikilvægt að heilbrigðisráðuneytið og ríkisstjórnin fari yfir framkomin gögn og leggi þegar í stað mat á nauðsyn frekari fjárheimilda. Líf og lífsgæði ráðast af ákvörðunum næstu daga Á Alþingi eigum við nú tækifæri til að bregðast við og taka ábyrgðarfullar ákvarðanir. Tryggjum að fjárlög ársins 2026 innihaldi raunhæfar fjárveitingar til lyfjakaupa, til geislameðferðar og til brýnna tækjakaupa. Líf og lífsgæði íslenskra krabbameinssjúklinga ráðast af þeim ákvörðunum sem teknar verða á næstu dögum. Við getum tryggt að þeir njóti sömu meðferðar og lífshorfna og veikustu sjúklingar á hinum Norðurlöndunum, einmitt á þeim tímum þegar mest reynir á í lífi þeirra. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun