Hver þarf svosem þjóðfána? Hörður Lárusson skrifar 16. júní 2014 15:21 Þeir sem þekkja mig vita að ég hef mun meiri áhuga á íslenska fánanum en gengur og gerist. Síðastliðin sex ár hef ég unnið nokkur verkefni honum tengd og er með fleiri á prjónunum. Þessi áhugi minn hefur náð því marki að ég hef verið spurður í viðtali við danskan blaðamann hvort ég sé ekki bara þjóðernissinni af „verstu sort“. Ástæðan fyrir áhuganum er hins vegar einfaldlega sú að ég er grafískur hönnuður, hef mikinn áhuga á táknum og er óttalega væminn þegar það kemur að þeim táknum sem standa fyrir land og þjóð. Því viðurkenni ég fúslega að ég hjartað sló aðeins hraðar í síðustu viku þegar ég las bloggfærslu Helga Hrafns Gunnarssonar alþingismanns, þar sem hann fjallar um mikilvægi þess að Íslendingar eigi sér fánalög. Skoðun hans er nokkuð skýr í lokamálsgreininni: „Þjóðfáninn er ekki „heilagur“. Það er ekki „alvarlegt“ að hann sé vanvirtur og ekki „mikilvægt“ að til séu lög sem segja til um hvar og hvenær megi nota hann.“ Ég átti frekar erfitt með mig satt best að segja, bæði af því að ég móðgaðist smá við að lesa pistilinn (hann biðst reyndar afsökunar á því í pistlinum sjálfum, hafi hann móðgað einhvern), en líka af því að sumu leiti er ég sammála því sem hann segir. Málið er að ég hef talað mikið fyrir því að við þurfum að vera duglegri að nota fánann okkar og að við eigum ekki að vera svona hrædd við hann. Margt af því sem fólk heldur um fánann eru mýtur. Mikið af þeim reglum sem við höldum að við séum að fylgja er bara eitthvað sem okkur hefur verið sagt. Því hversu margir hafa í raun lesið fánalögin? Réttið upp hönd. Það er vissulega margt sem fánalögin segja okkur að við megum og megum ekki gera. En fyrst og fremst snýst þetta um að sýna fánanum virðingu. Sömu virðingu og við viljum sýna landinu okkar, náttúru og hvert öðru. Jú, fáninn er bara þrjú mismunandi lituð efni saumuð saman á ákveðinn hátt. Þetta er bara klútur á bandi. En þetta er um leið tákn lands og þjóðar. Og ef það mega ekki vera til smá leiðbeiningar, fáeinar lagagreinar um hvernig við eigum að nota þetta tákn rétt, þá er nú ansi margt annað sem manni finnst skrítið að verið sé að setja lög um. Punkturinn hjá Helga er að það sé kjánalegt að binda hefðir í lög. En þetta snýst um mun meira en hefðir. Þetta snýst um að þjóðfáninn sé áfram það tákn sem hann er. Tákn fyrir íslensku þjóðina. Það er ekkert að því að hafa fánalög á meðan þau hamla því ekki að við notum fánann á þann hátt sem okkur finnst virðingavert. Pössum upp á hann og verum óhrædd við að nota hann. Þetta er jú einu sinni okkar eigin klútur á bandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þeir sem þekkja mig vita að ég hef mun meiri áhuga á íslenska fánanum en gengur og gerist. Síðastliðin sex ár hef ég unnið nokkur verkefni honum tengd og er með fleiri á prjónunum. Þessi áhugi minn hefur náð því marki að ég hef verið spurður í viðtali við danskan blaðamann hvort ég sé ekki bara þjóðernissinni af „verstu sort“. Ástæðan fyrir áhuganum er hins vegar einfaldlega sú að ég er grafískur hönnuður, hef mikinn áhuga á táknum og er óttalega væminn þegar það kemur að þeim táknum sem standa fyrir land og þjóð. Því viðurkenni ég fúslega að ég hjartað sló aðeins hraðar í síðustu viku þegar ég las bloggfærslu Helga Hrafns Gunnarssonar alþingismanns, þar sem hann fjallar um mikilvægi þess að Íslendingar eigi sér fánalög. Skoðun hans er nokkuð skýr í lokamálsgreininni: „Þjóðfáninn er ekki „heilagur“. Það er ekki „alvarlegt“ að hann sé vanvirtur og ekki „mikilvægt“ að til séu lög sem segja til um hvar og hvenær megi nota hann.“ Ég átti frekar erfitt með mig satt best að segja, bæði af því að ég móðgaðist smá við að lesa pistilinn (hann biðst reyndar afsökunar á því í pistlinum sjálfum, hafi hann móðgað einhvern), en líka af því að sumu leiti er ég sammála því sem hann segir. Málið er að ég hef talað mikið fyrir því að við þurfum að vera duglegri að nota fánann okkar og að við eigum ekki að vera svona hrædd við hann. Margt af því sem fólk heldur um fánann eru mýtur. Mikið af þeim reglum sem við höldum að við séum að fylgja er bara eitthvað sem okkur hefur verið sagt. Því hversu margir hafa í raun lesið fánalögin? Réttið upp hönd. Það er vissulega margt sem fánalögin segja okkur að við megum og megum ekki gera. En fyrst og fremst snýst þetta um að sýna fánanum virðingu. Sömu virðingu og við viljum sýna landinu okkar, náttúru og hvert öðru. Jú, fáninn er bara þrjú mismunandi lituð efni saumuð saman á ákveðinn hátt. Þetta er bara klútur á bandi. En þetta er um leið tákn lands og þjóðar. Og ef það mega ekki vera til smá leiðbeiningar, fáeinar lagagreinar um hvernig við eigum að nota þetta tákn rétt, þá er nú ansi margt annað sem manni finnst skrítið að verið sé að setja lög um. Punkturinn hjá Helga er að það sé kjánalegt að binda hefðir í lög. En þetta snýst um mun meira en hefðir. Þetta snýst um að þjóðfáninn sé áfram það tákn sem hann er. Tákn fyrir íslensku þjóðina. Það er ekkert að því að hafa fánalög á meðan þau hamla því ekki að við notum fánann á þann hátt sem okkur finnst virðingavert. Pössum upp á hann og verum óhrædd við að nota hann. Þetta er jú einu sinni okkar eigin klútur á bandi.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun