Hver þarf svosem þjóðfána? Hörður Lárusson skrifar 16. júní 2014 15:21 Þeir sem þekkja mig vita að ég hef mun meiri áhuga á íslenska fánanum en gengur og gerist. Síðastliðin sex ár hef ég unnið nokkur verkefni honum tengd og er með fleiri á prjónunum. Þessi áhugi minn hefur náð því marki að ég hef verið spurður í viðtali við danskan blaðamann hvort ég sé ekki bara þjóðernissinni af „verstu sort“. Ástæðan fyrir áhuganum er hins vegar einfaldlega sú að ég er grafískur hönnuður, hef mikinn áhuga á táknum og er óttalega væminn þegar það kemur að þeim táknum sem standa fyrir land og þjóð. Því viðurkenni ég fúslega að ég hjartað sló aðeins hraðar í síðustu viku þegar ég las bloggfærslu Helga Hrafns Gunnarssonar alþingismanns, þar sem hann fjallar um mikilvægi þess að Íslendingar eigi sér fánalög. Skoðun hans er nokkuð skýr í lokamálsgreininni: „Þjóðfáninn er ekki „heilagur“. Það er ekki „alvarlegt“ að hann sé vanvirtur og ekki „mikilvægt“ að til séu lög sem segja til um hvar og hvenær megi nota hann.“ Ég átti frekar erfitt með mig satt best að segja, bæði af því að ég móðgaðist smá við að lesa pistilinn (hann biðst reyndar afsökunar á því í pistlinum sjálfum, hafi hann móðgað einhvern), en líka af því að sumu leiti er ég sammála því sem hann segir. Málið er að ég hef talað mikið fyrir því að við þurfum að vera duglegri að nota fánann okkar og að við eigum ekki að vera svona hrædd við hann. Margt af því sem fólk heldur um fánann eru mýtur. Mikið af þeim reglum sem við höldum að við séum að fylgja er bara eitthvað sem okkur hefur verið sagt. Því hversu margir hafa í raun lesið fánalögin? Réttið upp hönd. Það er vissulega margt sem fánalögin segja okkur að við megum og megum ekki gera. En fyrst og fremst snýst þetta um að sýna fánanum virðingu. Sömu virðingu og við viljum sýna landinu okkar, náttúru og hvert öðru. Jú, fáninn er bara þrjú mismunandi lituð efni saumuð saman á ákveðinn hátt. Þetta er bara klútur á bandi. En þetta er um leið tákn lands og þjóðar. Og ef það mega ekki vera til smá leiðbeiningar, fáeinar lagagreinar um hvernig við eigum að nota þetta tákn rétt, þá er nú ansi margt annað sem manni finnst skrítið að verið sé að setja lög um. Punkturinn hjá Helga er að það sé kjánalegt að binda hefðir í lög. En þetta snýst um mun meira en hefðir. Þetta snýst um að þjóðfáninn sé áfram það tákn sem hann er. Tákn fyrir íslensku þjóðina. Það er ekkert að því að hafa fánalög á meðan þau hamla því ekki að við notum fánann á þann hátt sem okkur finnst virðingavert. Pössum upp á hann og verum óhrædd við að nota hann. Þetta er jú einu sinni okkar eigin klútur á bandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Þeir sem þekkja mig vita að ég hef mun meiri áhuga á íslenska fánanum en gengur og gerist. Síðastliðin sex ár hef ég unnið nokkur verkefni honum tengd og er með fleiri á prjónunum. Þessi áhugi minn hefur náð því marki að ég hef verið spurður í viðtali við danskan blaðamann hvort ég sé ekki bara þjóðernissinni af „verstu sort“. Ástæðan fyrir áhuganum er hins vegar einfaldlega sú að ég er grafískur hönnuður, hef mikinn áhuga á táknum og er óttalega væminn þegar það kemur að þeim táknum sem standa fyrir land og þjóð. Því viðurkenni ég fúslega að ég hjartað sló aðeins hraðar í síðustu viku þegar ég las bloggfærslu Helga Hrafns Gunnarssonar alþingismanns, þar sem hann fjallar um mikilvægi þess að Íslendingar eigi sér fánalög. Skoðun hans er nokkuð skýr í lokamálsgreininni: „Þjóðfáninn er ekki „heilagur“. Það er ekki „alvarlegt“ að hann sé vanvirtur og ekki „mikilvægt“ að til séu lög sem segja til um hvar og hvenær megi nota hann.“ Ég átti frekar erfitt með mig satt best að segja, bæði af því að ég móðgaðist smá við að lesa pistilinn (hann biðst reyndar afsökunar á því í pistlinum sjálfum, hafi hann móðgað einhvern), en líka af því að sumu leiti er ég sammála því sem hann segir. Málið er að ég hef talað mikið fyrir því að við þurfum að vera duglegri að nota fánann okkar og að við eigum ekki að vera svona hrædd við hann. Margt af því sem fólk heldur um fánann eru mýtur. Mikið af þeim reglum sem við höldum að við séum að fylgja er bara eitthvað sem okkur hefur verið sagt. Því hversu margir hafa í raun lesið fánalögin? Réttið upp hönd. Það er vissulega margt sem fánalögin segja okkur að við megum og megum ekki gera. En fyrst og fremst snýst þetta um að sýna fánanum virðingu. Sömu virðingu og við viljum sýna landinu okkar, náttúru og hvert öðru. Jú, fáninn er bara þrjú mismunandi lituð efni saumuð saman á ákveðinn hátt. Þetta er bara klútur á bandi. En þetta er um leið tákn lands og þjóðar. Og ef það mega ekki vera til smá leiðbeiningar, fáeinar lagagreinar um hvernig við eigum að nota þetta tákn rétt, þá er nú ansi margt annað sem manni finnst skrítið að verið sé að setja lög um. Punkturinn hjá Helga er að það sé kjánalegt að binda hefðir í lög. En þetta snýst um mun meira en hefðir. Þetta snýst um að þjóðfáninn sé áfram það tákn sem hann er. Tákn fyrir íslensku þjóðina. Það er ekkert að því að hafa fánalög á meðan þau hamla því ekki að við notum fánann á þann hátt sem okkur finnst virðingavert. Pössum upp á hann og verum óhrædd við að nota hann. Þetta er jú einu sinni okkar eigin klútur á bandi.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun