Innlent

Vinnsla persónupplýsinga framhaldsskólanema í raun persónuleikapróf

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Persónuvernd barst erindi frá skólameistara eins framhaldsskóla á landinu í haust.
Persónuvernd barst erindi frá skólameistara eins framhaldsskóla á landinu í haust. VÍSIR/STEFÁN
Ekki er heimild í lögum um framhaldsskóla til þess að vinna persónuupplýsingar um framhaldsskólanemendur um annað en námsmat og vitnisburð þeirra. Þetta er niðurstaða Persónuverndar samkvæmt ákvörðun stofnunarinnar.

Persónuvernd barst erindi frá skólameistara eins framhaldsskóla á landinu í haust. Þar kom fram að mennta- og menningarmálaráðuneytið hefði kynnt stjórnendum framhaldsskólans kröfur um að nemendur sem lykju framhaldsskólaprófi fengju prófskírteini sem innihéldi upplýsingar um almenna þekkingu, leikni og hæfni viðkomandi nemanda. Umræddar kröfur styddust við Aðalnámskrá framhaldsskóla 2011.

Persónuvernd telur slíkar upplýsingar um nemendur geta falið í sér einhverskonar persónuleikapróf. Sé litið til almenns eðlis upplýsinganna geti þær að einhverju marki talist viðkvæms eðlis. Vinnsla slíka upplýsinga gæti falið í sér talsverða íhlutun í stjórnarskráð varið einkalíf nemandans.

Eins og fram hefur komið hefur mennta- og menningarmálaráðuneytið fallið frá þessum áformum sínum. Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra sagði í janúar að ekki kæmi til greina að gefa slíka umsögn á prófskírteini um framhaldsskólapróf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×