Innlent

Áfram óvissustig á Landpítala

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Óvissustig er áfram á Landspítala, en viðbragðsstjórn spítalans kom saman í hádeginu í dag til að fara yfir stöðuna. Í frétt á vef spítalans segir að viðbragðsáætlun sé enn í gildi en sú ákvörðun verði endurskoðuð daglega.

Þá segir að fyrri tilmæli umm forgangsröðun í innköllunum sjúklinga eigi enn við. Jafnframt sé ítrekað mikilvægi bólusetninga starfsmanna og takmarkana á heimsóknum.

Fyrir helgi kom fram að alvarlegt ástand er á Landspítala vegna inflúensu, Nóró og RS vírusa. Fjöldi inniliggjandi sjúklinga þarfnast af þeim sökum einangrunar. Stöðugur straumur sjúklinga er einnig á bráðamóttöku sem þurfa innlögn með eða án einangrunar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×