"Að skera niður í Kvikmyndasjóði er eins og að skjóta mjólkurkúna“ Ólöf Skaftadóttir skrifar 9. september 2013 11:15 Friðrik Þór Friðriksson „Það er óviðunandi að búa við svona umhverfi, fyrir hvaða atvinnugrein sem er,“ segir Friðrik Þór Friðriksson, kvikmyndaleikstjóri og -framleiðandi um nýleg tíðindi þess efnis að ríkisstjórn hafi til skoðunar að minnka framlög til Kvikmyndasjóðs um 40 prósent. „Síðasta ríkistjórn skar kvikmyndasjóð heiftarlega niður - en eftir að fjármagnið var aftur aukið hefur orðið 238 prósent veltuaukning í kvikmyndaframleiðslu – þá eru myndbönd og sjónvarpsefni tekin með. Fjölgun ársverka voru tæplega sex hundruð,“ segir Friðrik, jafnframt. „Þetta getur hver maður séð - þetta eru heimildir frá Hagstofu,“ bætir hann við. „Síðan er erlend fjárfesting í kvikmyndaverkum langt yfir milljarði þannig að tekjur ríkisins – af hækkuninni – verður reiknaður upp á 1,2 milljarða rúmlega,“ segir Friðrik. Friðrik segir íslenska kvikmyndagerð fjármagnaða eftir ákveðinni formúlu. „Þegar Kvikmyndasjóður kemur með framlag þá þurfum við að leita að erlendu fjármagni eða innlendu, frá einkaaðilum, til að fjármagna gerð kvikmyndarinnar,“ útskýrir Friðrik. „Þannig að að skera niður í Kvikmyndasjóði er eins og að skjóta mjólkurkúna,“ segir hann. Friðrik segir íslenska kvikmyndagerð nánast einu atvinnugreinina sem er að koma með nýtt erlent fjármagn inn í landið, sem hefur ekki áður verið í íslensku hagkerfi. „Svo getum við talað um þann tekjustofn ríkisins sem er ferðamannaiðnaðurinn. Aukningu ferðamanna til landsins má að stórum hluta rekja til þess hvað þessar stjörnur sem eru hérna í tökum hafa auglýst landið, á samfélagsmiðlum og í spjallþáttum og þar fram eftir götunum,“ segir Friðrik. „Það er ekki hægt að setja verðmat á það,“ bætir hann við. Friðrik segir íslensku myndirnar einnig hafa mikið aðdráttarafl. „Hross í Oss er til dæmis á leiðinni í heimsreisu, á hátíðir um allan heim. Þetta er svona mynd sem á örugglega eftir að trekkja erlenda ferðamenn til landsins,“ segir Friðrik. „Ég bara trúi ekki að þessi ríkisstjórn fatti það ekki að mjólkurkýr, góðar kýr, verða að lifa og fá að dafna,“ segir Friðrik að lokum. Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Sjá meira
„Það er óviðunandi að búa við svona umhverfi, fyrir hvaða atvinnugrein sem er,“ segir Friðrik Þór Friðriksson, kvikmyndaleikstjóri og -framleiðandi um nýleg tíðindi þess efnis að ríkisstjórn hafi til skoðunar að minnka framlög til Kvikmyndasjóðs um 40 prósent. „Síðasta ríkistjórn skar kvikmyndasjóð heiftarlega niður - en eftir að fjármagnið var aftur aukið hefur orðið 238 prósent veltuaukning í kvikmyndaframleiðslu – þá eru myndbönd og sjónvarpsefni tekin með. Fjölgun ársverka voru tæplega sex hundruð,“ segir Friðrik, jafnframt. „Þetta getur hver maður séð - þetta eru heimildir frá Hagstofu,“ bætir hann við. „Síðan er erlend fjárfesting í kvikmyndaverkum langt yfir milljarði þannig að tekjur ríkisins – af hækkuninni – verður reiknaður upp á 1,2 milljarða rúmlega,“ segir Friðrik. Friðrik segir íslenska kvikmyndagerð fjármagnaða eftir ákveðinni formúlu. „Þegar Kvikmyndasjóður kemur með framlag þá þurfum við að leita að erlendu fjármagni eða innlendu, frá einkaaðilum, til að fjármagna gerð kvikmyndarinnar,“ útskýrir Friðrik. „Þannig að að skera niður í Kvikmyndasjóði er eins og að skjóta mjólkurkúna,“ segir hann. Friðrik segir íslenska kvikmyndagerð nánast einu atvinnugreinina sem er að koma með nýtt erlent fjármagn inn í landið, sem hefur ekki áður verið í íslensku hagkerfi. „Svo getum við talað um þann tekjustofn ríkisins sem er ferðamannaiðnaðurinn. Aukningu ferðamanna til landsins má að stórum hluta rekja til þess hvað þessar stjörnur sem eru hérna í tökum hafa auglýst landið, á samfélagsmiðlum og í spjallþáttum og þar fram eftir götunum,“ segir Friðrik. „Það er ekki hægt að setja verðmat á það,“ bætir hann við. Friðrik segir íslensku myndirnar einnig hafa mikið aðdráttarafl. „Hross í Oss er til dæmis á leiðinni í heimsreisu, á hátíðir um allan heim. Þetta er svona mynd sem á örugglega eftir að trekkja erlenda ferðamenn til landsins,“ segir Friðrik. „Ég bara trúi ekki að þessi ríkisstjórn fatti það ekki að mjólkurkýr, góðar kýr, verða að lifa og fá að dafna,“ segir Friðrik að lokum.
Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Sjá meira