"Að skera niður í Kvikmyndasjóði er eins og að skjóta mjólkurkúna“ Ólöf Skaftadóttir skrifar 9. september 2013 11:15 Friðrik Þór Friðriksson „Það er óviðunandi að búa við svona umhverfi, fyrir hvaða atvinnugrein sem er,“ segir Friðrik Þór Friðriksson, kvikmyndaleikstjóri og -framleiðandi um nýleg tíðindi þess efnis að ríkisstjórn hafi til skoðunar að minnka framlög til Kvikmyndasjóðs um 40 prósent. „Síðasta ríkistjórn skar kvikmyndasjóð heiftarlega niður - en eftir að fjármagnið var aftur aukið hefur orðið 238 prósent veltuaukning í kvikmyndaframleiðslu – þá eru myndbönd og sjónvarpsefni tekin með. Fjölgun ársverka voru tæplega sex hundruð,“ segir Friðrik, jafnframt. „Þetta getur hver maður séð - þetta eru heimildir frá Hagstofu,“ bætir hann við. „Síðan er erlend fjárfesting í kvikmyndaverkum langt yfir milljarði þannig að tekjur ríkisins – af hækkuninni – verður reiknaður upp á 1,2 milljarða rúmlega,“ segir Friðrik. Friðrik segir íslenska kvikmyndagerð fjármagnaða eftir ákveðinni formúlu. „Þegar Kvikmyndasjóður kemur með framlag þá þurfum við að leita að erlendu fjármagni eða innlendu, frá einkaaðilum, til að fjármagna gerð kvikmyndarinnar,“ útskýrir Friðrik. „Þannig að að skera niður í Kvikmyndasjóði er eins og að skjóta mjólkurkúna,“ segir hann. Friðrik segir íslenska kvikmyndagerð nánast einu atvinnugreinina sem er að koma með nýtt erlent fjármagn inn í landið, sem hefur ekki áður verið í íslensku hagkerfi. „Svo getum við talað um þann tekjustofn ríkisins sem er ferðamannaiðnaðurinn. Aukningu ferðamanna til landsins má að stórum hluta rekja til þess hvað þessar stjörnur sem eru hérna í tökum hafa auglýst landið, á samfélagsmiðlum og í spjallþáttum og þar fram eftir götunum,“ segir Friðrik. „Það er ekki hægt að setja verðmat á það,“ bætir hann við. Friðrik segir íslensku myndirnar einnig hafa mikið aðdráttarafl. „Hross í Oss er til dæmis á leiðinni í heimsreisu, á hátíðir um allan heim. Þetta er svona mynd sem á örugglega eftir að trekkja erlenda ferðamenn til landsins,“ segir Friðrik. „Ég bara trúi ekki að þessi ríkisstjórn fatti það ekki að mjólkurkýr, góðar kýr, verða að lifa og fá að dafna,“ segir Friðrik að lokum. Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira
„Það er óviðunandi að búa við svona umhverfi, fyrir hvaða atvinnugrein sem er,“ segir Friðrik Þór Friðriksson, kvikmyndaleikstjóri og -framleiðandi um nýleg tíðindi þess efnis að ríkisstjórn hafi til skoðunar að minnka framlög til Kvikmyndasjóðs um 40 prósent. „Síðasta ríkistjórn skar kvikmyndasjóð heiftarlega niður - en eftir að fjármagnið var aftur aukið hefur orðið 238 prósent veltuaukning í kvikmyndaframleiðslu – þá eru myndbönd og sjónvarpsefni tekin með. Fjölgun ársverka voru tæplega sex hundruð,“ segir Friðrik, jafnframt. „Þetta getur hver maður séð - þetta eru heimildir frá Hagstofu,“ bætir hann við. „Síðan er erlend fjárfesting í kvikmyndaverkum langt yfir milljarði þannig að tekjur ríkisins – af hækkuninni – verður reiknaður upp á 1,2 milljarða rúmlega,“ segir Friðrik. Friðrik segir íslenska kvikmyndagerð fjármagnaða eftir ákveðinni formúlu. „Þegar Kvikmyndasjóður kemur með framlag þá þurfum við að leita að erlendu fjármagni eða innlendu, frá einkaaðilum, til að fjármagna gerð kvikmyndarinnar,“ útskýrir Friðrik. „Þannig að að skera niður í Kvikmyndasjóði er eins og að skjóta mjólkurkúna,“ segir hann. Friðrik segir íslenska kvikmyndagerð nánast einu atvinnugreinina sem er að koma með nýtt erlent fjármagn inn í landið, sem hefur ekki áður verið í íslensku hagkerfi. „Svo getum við talað um þann tekjustofn ríkisins sem er ferðamannaiðnaðurinn. Aukningu ferðamanna til landsins má að stórum hluta rekja til þess hvað þessar stjörnur sem eru hérna í tökum hafa auglýst landið, á samfélagsmiðlum og í spjallþáttum og þar fram eftir götunum,“ segir Friðrik. „Það er ekki hægt að setja verðmat á það,“ bætir hann við. Friðrik segir íslensku myndirnar einnig hafa mikið aðdráttarafl. „Hross í Oss er til dæmis á leiðinni í heimsreisu, á hátíðir um allan heim. Þetta er svona mynd sem á örugglega eftir að trekkja erlenda ferðamenn til landsins,“ segir Friðrik. „Ég bara trúi ekki að þessi ríkisstjórn fatti það ekki að mjólkurkýr, góðar kýr, verða að lifa og fá að dafna,“ segir Friðrik að lokum.
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira