40% niðurskurður til Kvikmyndasjóðs Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 9. september 2013 10:15 Niðurskurður hefði einfaldlega þær afleiðingar að færri myndir yrðu gerðar Mynd/úr safni Það er til skoðunar að skera útgjöld ríkisins til Kvikmyndasjóðs á næsta ári niður um 40% þannig að þau fari úr um milljarði í 600 milljónir króna. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar endurskoðar fjárfestingaáætlun fyrri ríkisstjórnar og samkvæmt Guðlaugi Þór Þórðarsyni, þingmanni sjálfstæðisflokks sem á sæti í hópnum verður farið yfir þessi útgjöld eins og önnur með gagnrýnum hætti. Hilmar Sigurðsson, formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, segir að áhrif niðurskurðar séu einfaldlega að ráðist yrði í gerð færri íslenskra kvikmynda en ella. Það sama muni gerast og 2010 þegar framlögin voru skorin úr 700 niður í 450 milljónir króna. Í síðastliðinni viku skrifaði Kolbrún Halldórsdóttir, forseti Bandalags íslenskra listamanna, grein þar sem m.a. kom fram að á síðasta ári hafi framlög til kvikmyndaiðnaðarins verið hækkuð um helming. Rannsókn á hagrænum áhrifum skapandi greina gaf forsendu til hækkunar. „Árleg velta greinanna nemur um 190 milljörðum króna og þær skapa um 10.000 ársstörf,“ skrifar Kolbrún. Hún bendir einnig á að ótal möguleikar séu fyrir hendi til að framkvæma skapandi hugmyndir og oft í samstarfi við aðrar atvinnugreinar. Hún biður ráðamenn sem undirbúa fjárlagatillögur fyrir næsta ár að hafa það í huga.Grímur Gíslason og Sjón eru ekki sömu skoðunar þegar kemur að framlögum ríkisins til menningar og listagreinaGrímur Gíslason, formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, er ekki sammála Kolbrúnu í þessu máli og finnst að skera eigi niður í þessum málaflokki og nýta féð sem eyrnamerkt er menningu og listum í mikilvægari málaflokka. Út frá þessu spunnust líflegar umræður á netinu sem leiddu meðal annars til þess að skáldið Sjón tjáði sig um málið í athugasemdakerfi Vísis. Þar vandar skáldið ekki Eyjamönnum kveðjurnar en þangað á Grímur ættir sínar að rekja. Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Sjá meira
Það er til skoðunar að skera útgjöld ríkisins til Kvikmyndasjóðs á næsta ári niður um 40% þannig að þau fari úr um milljarði í 600 milljónir króna. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar endurskoðar fjárfestingaáætlun fyrri ríkisstjórnar og samkvæmt Guðlaugi Þór Þórðarsyni, þingmanni sjálfstæðisflokks sem á sæti í hópnum verður farið yfir þessi útgjöld eins og önnur með gagnrýnum hætti. Hilmar Sigurðsson, formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, segir að áhrif niðurskurðar séu einfaldlega að ráðist yrði í gerð færri íslenskra kvikmynda en ella. Það sama muni gerast og 2010 þegar framlögin voru skorin úr 700 niður í 450 milljónir króna. Í síðastliðinni viku skrifaði Kolbrún Halldórsdóttir, forseti Bandalags íslenskra listamanna, grein þar sem m.a. kom fram að á síðasta ári hafi framlög til kvikmyndaiðnaðarins verið hækkuð um helming. Rannsókn á hagrænum áhrifum skapandi greina gaf forsendu til hækkunar. „Árleg velta greinanna nemur um 190 milljörðum króna og þær skapa um 10.000 ársstörf,“ skrifar Kolbrún. Hún bendir einnig á að ótal möguleikar séu fyrir hendi til að framkvæma skapandi hugmyndir og oft í samstarfi við aðrar atvinnugreinar. Hún biður ráðamenn sem undirbúa fjárlagatillögur fyrir næsta ár að hafa það í huga.Grímur Gíslason og Sjón eru ekki sömu skoðunar þegar kemur að framlögum ríkisins til menningar og listagreinaGrímur Gíslason, formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, er ekki sammála Kolbrúnu í þessu máli og finnst að skera eigi niður í þessum málaflokki og nýta féð sem eyrnamerkt er menningu og listum í mikilvægari málaflokka. Út frá þessu spunnust líflegar umræður á netinu sem leiddu meðal annars til þess að skáldið Sjón tjáði sig um málið í athugasemdakerfi Vísis. Þar vandar skáldið ekki Eyjamönnum kveðjurnar en þangað á Grímur ættir sínar að rekja.
Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Sjá meira