Ólafur ræðst á spegilinn Jón Trausti Reynisson skrifar 8. janúar 2013 06:00 Almannatengillinn Ólafur Hauksson birti á föstudag grein í Fréttablaðinu, þar sem hann notaði ljótustu áróðursbrögðin í bókinni til að koma höggi á DV og starfsmenn DV. Fyrstu tvö áróðursbrögð Ólafs birtust í fyrirsögninni: "Er óhróður DV falur?" Þar gefur hann sér þá forsendu fyrir fram, að óhróður sé í DV, án þess að rökstyðja það. Í öðru lagi reisir hann alvarlega ásökun í spurningarformi. Þessi aðferð er notuð af slóttugustu almannatenglunum í skítugustu áróðursstríðunum, en hefur ekki oft tíðkast hérlendis. Með því að setja spurningarmerki aftan við alvarlega ásökun þarf almannatengillinn ekki að sýna fram á að hún sé rétt og getur leyft sér að klína hverju sem er á þann sem hann hyggst draga niður í svaðið.Brjáluð samsæriskenning Grein Ólafs virðist hafa verið ætluð sem gagnrýni á DV fyrir að fjalla of mikið um aðila sem tengjast efnahagshruninu og vafasömum viðskiptagjörningum. Hann vísar óljóst til aðila sem eiga undir högg að sækja af hálfu fjármálastofnana og færir síðan fram þá brjáluðu samsæriskenningu – í spurnarformi – að umfjöllun DV stýrist af hagsmunum erlendra hrægammasjóða og bankanna. DV hefur fjallað um mörg vafasöm viðskipti eftir hrun. Samkvæmt nýlegri háskólarannsókn á umfjöllun dagblaða um fjármálastofnanir eftir hrun hefur DV staðið sig best; haft fleiri heimildir á bak við hverja frétt og ekki birt innsendar fréttir í formi fréttatilkynninga, líkt og tíðkast í öðrum blöðum. Það er vitað að sumir aðilar eru á móti því að sagt sé frá, en að mati okkar á DV hefur almenningur rétt á þessum upplýsingum. Óhróður er skilgreindur sem "ósönn illmæli" eða álygar. Ólafur sýnir ekki fram á nein dæmi þess að DV hafi farið með ósannindi, og hvað þá gegn greiðslu.Hagræða skoðunum Sá munur er á starfslýsingu blaðamanna og starfslýsingu almannatengla að blaðamenn eiga að segja hlutlaust frá því sem þeir komast á snoðir um, en almannatenglar eiga að reyna að hagræða skoðunum almennings í hag þess sem þeir vinna fyrir. Ólafur spyr hvort "óhróður" DV sé falur, af því að hann getur ekki fullyrt það, vegna þess að hann hefur ekki minnsta rökstuðning fyrir því. Hins vegar er auðvelt að svara honum með sönnum staðhæfingum: Ólafur stundar óhróður og þáttur hans í opinberri umræðu er til sölu. Flest það sem hann ræðst gegn birtist raunverulega í honum sjálfum. Vonandi sýnir fólk betri smekk en svo að kaupa slíka þjónustu, á sama tíma og heiðarleg gagnrýni kostar ekki neitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Er óhróður DV falur? DV hefur lengi stundað það að leggja tiltekna einstaklinga í einelti mánuðum og jafnvel árum saman. Blaðið veltir sér upp úr meinfýsnu slúðri og skætingi um þessa eintaklinga, í bland við ítarlegar upplýsingar sem fjölmiðillinn hefur um fjármál viðkomandi eða sakir sem á þá eru bornar. Þetta er endurtekið í sífellu, svona eins og þegar hrotti sparkar í liggjandi mann. 4. janúar 2013 08:00 Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Almannatengillinn Ólafur Hauksson birti á föstudag grein í Fréttablaðinu, þar sem hann notaði ljótustu áróðursbrögðin í bókinni til að koma höggi á DV og starfsmenn DV. Fyrstu tvö áróðursbrögð Ólafs birtust í fyrirsögninni: "Er óhróður DV falur?" Þar gefur hann sér þá forsendu fyrir fram, að óhróður sé í DV, án þess að rökstyðja það. Í öðru lagi reisir hann alvarlega ásökun í spurningarformi. Þessi aðferð er notuð af slóttugustu almannatenglunum í skítugustu áróðursstríðunum, en hefur ekki oft tíðkast hérlendis. Með því að setja spurningarmerki aftan við alvarlega ásökun þarf almannatengillinn ekki að sýna fram á að hún sé rétt og getur leyft sér að klína hverju sem er á þann sem hann hyggst draga niður í svaðið.Brjáluð samsæriskenning Grein Ólafs virðist hafa verið ætluð sem gagnrýni á DV fyrir að fjalla of mikið um aðila sem tengjast efnahagshruninu og vafasömum viðskiptagjörningum. Hann vísar óljóst til aðila sem eiga undir högg að sækja af hálfu fjármálastofnana og færir síðan fram þá brjáluðu samsæriskenningu – í spurnarformi – að umfjöllun DV stýrist af hagsmunum erlendra hrægammasjóða og bankanna. DV hefur fjallað um mörg vafasöm viðskipti eftir hrun. Samkvæmt nýlegri háskólarannsókn á umfjöllun dagblaða um fjármálastofnanir eftir hrun hefur DV staðið sig best; haft fleiri heimildir á bak við hverja frétt og ekki birt innsendar fréttir í formi fréttatilkynninga, líkt og tíðkast í öðrum blöðum. Það er vitað að sumir aðilar eru á móti því að sagt sé frá, en að mati okkar á DV hefur almenningur rétt á þessum upplýsingum. Óhróður er skilgreindur sem "ósönn illmæli" eða álygar. Ólafur sýnir ekki fram á nein dæmi þess að DV hafi farið með ósannindi, og hvað þá gegn greiðslu.Hagræða skoðunum Sá munur er á starfslýsingu blaðamanna og starfslýsingu almannatengla að blaðamenn eiga að segja hlutlaust frá því sem þeir komast á snoðir um, en almannatenglar eiga að reyna að hagræða skoðunum almennings í hag þess sem þeir vinna fyrir. Ólafur spyr hvort "óhróður" DV sé falur, af því að hann getur ekki fullyrt það, vegna þess að hann hefur ekki minnsta rökstuðning fyrir því. Hins vegar er auðvelt að svara honum með sönnum staðhæfingum: Ólafur stundar óhróður og þáttur hans í opinberri umræðu er til sölu. Flest það sem hann ræðst gegn birtist raunverulega í honum sjálfum. Vonandi sýnir fólk betri smekk en svo að kaupa slíka þjónustu, á sama tíma og heiðarleg gagnrýni kostar ekki neitt.
Er óhróður DV falur? DV hefur lengi stundað það að leggja tiltekna einstaklinga í einelti mánuðum og jafnvel árum saman. Blaðið veltir sér upp úr meinfýsnu slúðri og skætingi um þessa eintaklinga, í bland við ítarlegar upplýsingar sem fjölmiðillinn hefur um fjármál viðkomandi eða sakir sem á þá eru bornar. Þetta er endurtekið í sífellu, svona eins og þegar hrotti sparkar í liggjandi mann. 4. janúar 2013 08:00
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun