Innlent

Tveir með áverka eftir líkamsárás í Fákafeni

Ráðist var á þrjá unga menn við Fákafen í Reykjavík um klukkan hálf tólf í gærkvöldi og hlutu tveir þeirra áverka í andliti.

Árásarmaðurinn var einn á ferð og hafði forðað sér af vettvangi áður en lögreglan kom að, og er hann ófundinn.

Piltarnir þekkja ekki árásarmanninn og ekki liggur fyrir hvað honum gekk til með árásinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×