Átta börn á BUGL síðustu tvö ár vegna kynáttunarvanda Sunna Valgerðardóttir skrifar 8. janúar 2013 06:00 Barna- og unglingageðdeild Landspítalans. Mynd/ GVA. Átta börn og unglingar hafa fengið meðferð á barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL) vegna kynáttunarvanda á síðustu tveimur árum. Börnin eru á aldrinum 8 til 17 ára, jafnt af báðum kynjum. Mikil vitundarvakning hefur orðið innan málaflokksins undanfarin ár og eru sérfræðingar innan spítalans nú að vinna að nýjum verk- og vinnuferlum til að ná utan um meðferð og aðstoð einstaklinga sem greinast með vandann og aðstandenda þeirra. Erlendur Egilsson, sálfræðingur á BUGL, segir umræðu síðustu ára hafa einkennst af því að kynáttunarvandi sé nú skilgreindur sem viðurkenndur geðvandi og hvernig beri að vinna sem skilvirkast út frá því. „Þetta er nýr málaflokkur hjá okkur og því þarf að vanda sérstaklega hvaða greiningartæki við notum, forðast öfgar og muna hvað fylgir vandanum," segir hann. „Við tökum enga afstöðu til þess hvernig líkamlega ferlið mun svo fara. Við hjálpum barninu og fjölskyldu þess til að geta unnið heilbrigt með þetta." Erlendur bendir á að fjölmargir fylgikvillar geta komið upp hjá barni og unglingi með kynáttunarvanda, eins og kvíði, þunglyndi, sjálfskaði og vímuefnanotkun. Slíkt geri oft og tíðum erfiðara að vinna með málin og þyngir allan vanda. „Að upplifa sig í röngum líkama er nógu strembið fyrir," segir hann. Íslenskar rannsóknir um algengi kynáttunarvanda barna og unglinga hafa enn ekki verið gerðar. Samkvæmt Erlendi er tíðnin algengari hjá drengjum, um það bil fjórir á móti hverri stúlku, en munurinn milli kynja minnkar eftir að kynþroska er náð. Samkvæmt erlendum rannsóknum eru transkonur, konur fæddar í líkama karla, tveir þriðju þeirra sem þjást af kynáttunarvanda. Hlutfall barna með kynáttunarvanda sem enda á að fara í kynleiðréttingu er á bilinu 5 til 25 prósent, en eftir því sem unglingsárin færast yfir hækkar hlutfallið til muna. Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Átta börn og unglingar hafa fengið meðferð á barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL) vegna kynáttunarvanda á síðustu tveimur árum. Börnin eru á aldrinum 8 til 17 ára, jafnt af báðum kynjum. Mikil vitundarvakning hefur orðið innan málaflokksins undanfarin ár og eru sérfræðingar innan spítalans nú að vinna að nýjum verk- og vinnuferlum til að ná utan um meðferð og aðstoð einstaklinga sem greinast með vandann og aðstandenda þeirra. Erlendur Egilsson, sálfræðingur á BUGL, segir umræðu síðustu ára hafa einkennst af því að kynáttunarvandi sé nú skilgreindur sem viðurkenndur geðvandi og hvernig beri að vinna sem skilvirkast út frá því. „Þetta er nýr málaflokkur hjá okkur og því þarf að vanda sérstaklega hvaða greiningartæki við notum, forðast öfgar og muna hvað fylgir vandanum," segir hann. „Við tökum enga afstöðu til þess hvernig líkamlega ferlið mun svo fara. Við hjálpum barninu og fjölskyldu þess til að geta unnið heilbrigt með þetta." Erlendur bendir á að fjölmargir fylgikvillar geta komið upp hjá barni og unglingi með kynáttunarvanda, eins og kvíði, þunglyndi, sjálfskaði og vímuefnanotkun. Slíkt geri oft og tíðum erfiðara að vinna með málin og þyngir allan vanda. „Að upplifa sig í röngum líkama er nógu strembið fyrir," segir hann. Íslenskar rannsóknir um algengi kynáttunarvanda barna og unglinga hafa enn ekki verið gerðar. Samkvæmt Erlendi er tíðnin algengari hjá drengjum, um það bil fjórir á móti hverri stúlku, en munurinn milli kynja minnkar eftir að kynþroska er náð. Samkvæmt erlendum rannsóknum eru transkonur, konur fæddar í líkama karla, tveir þriðju þeirra sem þjást af kynáttunarvanda. Hlutfall barna með kynáttunarvanda sem enda á að fara í kynleiðréttingu er á bilinu 5 til 25 prósent, en eftir því sem unglingsárin færast yfir hækkar hlutfallið til muna.
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira