Innlent

Reif alla hliðina úr jeppa eins og að opna sardínudós

Stór dráttarbíll með tengivagn rakst á fullri ferð utan í kyrrstæðan og mannlausan jeppa í vegkantinum á þjóðveginum í Hörgárdal í gærkvöldi.

Bíllinn og dráttarvagninn lentu á vinstra afturhorni jeppans og rifu úr honum alla hliðina, líkt og sardínudós hafi veri opnuð, að sögn lögreglu.

Ökumaður dráttarbílsins náði að halda valdi á bílnum og sakaði hann ekki. Einhverjar skemmdir urðu á dráttarbílnum og vagninum, en jeppinn er gerónýtur og lét lögregla fjarlægja hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×