Innlent

Litríkar breytingar á Hofsvallagötu

Áætluð verklok eru 15. ágúst.
Áætluð verklok eru 15. ágúst. Myndir/Reykjavíkurborg
Hafin er vinna við breytingar á hluta Hofsvallagötu neðan Hringbrautar til að bæta ásýnd götunnar og umferð fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur. Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar.

Komið verður fyrir hjólastígum sitt hvoru megin við götu, aðgengi að strætisvögnum verður bætt og líflegum blómakerum, bekkjum og litríkum fánum komið fyrir víðs vegar við götuna.

Hjólastígarnir verða málaðir með hjólamerkingum í líflegum litum. Þá verður komið fyrir upphækkuðum palli við strætisvagnastöðvar sem auðveldar aðgengi hreyfihamlaðra og barnafólks.

Hjólastígarnir verða málaðir með hjólamerkingum í líflegum litum.
Jafnframt verður breyting á bifreiðastæðum við götuna en þar hafa ekki áður verið skilgreind bílastæði. Í stað þess að lagt sé báðum megin götu verður nú aðeins hægt að leggja vestanmegin götunnar.

Þá mun lífleg litaflóra prýða umhverfið, litrík blómaker, bekkir og fuglahús og málað malbik mun síðan glæða götuna enn meira lífi og lit.

Áætluð verklok eru 15. ágúst.

Aðeins verður hægt að leggja vestanmegin götunnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×