Innlent

Fyllast viðbjóði yfir kynferðislegri misnotkun í fíkniefnaheiminum

Í nýrri skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra segir að ofbeldi hafi löngum fylgt fíkniefnaviðskiptum á Íslandi sem og annars staðar.

Neyslan hafi átt sér fleiri skuggahliðar og ein þeirra lýtur að kynferðislegri misnotkun á stúlkum sem hafa leiðst út í neyslu fíkniefna.

„Hér er að sönnu ekki um nýtt og áður óþekkt fyrirbrigði að ræða. Hins vegar benda heimildir greiningardeildar til þess að slík misnotkun sé algeng og viðtekin; menn sem hafa árum og jafnvel áratugum tengst íslenskum undirheimum fyllast viðbjóði er þeir lýsa þessum veruleika."

Í skýrslunni segir einnig að varað hafi verið við þeirri líklegu þróun að til aukinnar samvinnu verði vart með íslenskum og erlendum glæpahópum. Slík samvinna kunni að eiga sér margvíslegar birtingarmyndir, meðal annars með að samkomulag ríki um tiltekna skiptingu á fíkniefnamarkaðnum.

„Jafnframt er ljóst að tilkoma erlendu hópanna hefur orðið til þess að auka spennu í íslenskum undirheimum líkt og jafnan gerist þegar nýir aðilar láta til sín taka á markaði. Erlendu hóparnir eru alla jafna skipulagðari og erfitt þykir að keppa við „svo stóra aðila“ á markaði. Spurn eftir sterkum örvandi efnum telst mikil og viðvarandi.“

Skýrsluna má lesa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×