Nokkur ráð til að öðlast aukinn þroska Hjálmar Sigmarsson skrifar 9. desember 2013 06:00 Eins og fólk sem þekkir mig getur staðfest þá verð ég ekki oft orðlaus, en í ár hefur það komið fyrir nokkrum sinnum, nánar tiltekið þrisvar sinnum. Þessi þrjú skipti áttu sér stað þegar ég heyrði fréttir af því að Hæstiréttur hefði snúið sakfellingum fyrir kynferðisbrot í sýknu. Í kjölfarið hef ég hugsað mikið um þessi tilvik og með hverri sýknun varð þetta mér enn meira hugleikið og oft hugsaði ég með mér „Hvað er málið?” og hvernig stendur á því að trekk í trekk er verið að sýkna í málum sem nú þegar var búið að sakfella í? Hvað er ég ekki að skilja? Eða frekar, hvað eru þessir dómarar ekki að skilja? Sérstaklega í ljósi þess að í þessum þremur málum, skilaði einn dómari séráliti, ein kona, Ingibjörg Benediktsdóttir, á móti fjórum karlkyns dómurum. Það væri kannski rétt að umorða spurningu mína: Hvað eru þessir karlkyns dómarar ekki að skilja? Sérstaklega í ljósi þess að þeir hafa fengið að heyra mótrök frá samdómara sínum. Þegar ég var nýlega að hugsa um þessi mál, rakst ég á stutt viðtal við Stefán Mána rithöfund á vef DV („Hef orðið fyrir vakningu”, DV, 21. nóvember 2013). Þegar hann er spurður af blaðamanni hvort hann sé femínisti og hvernig það hafi komið til, þá svarar Stefán: „Ég veit ekki hvort það er hægt að kalla það þroska eða hvað.“ Já, þroski, það er málið og þá var mér hugsað til þeirra sem hjálpuðu mér þegar ég var fyrst að takast á við femínisma og reyna að skilja hluti sem ég hafði ekki fullan skilning á. Þess vegna ákvað ég að taka saman lista af atriðum sem hjálpuðu mér að öðlast aukinn skilning á hlutum eins og reynslu kvenna og kynferðisofbeldi. Hér eru nokkrar tillögur sem ég hef soðið saman úr reynslu minni og kvenna og karla sem ég hef lært mikið af: Að hlusta Að setja sig í spor annarra Að bera virðingu fyrir reynslu annarra Að gera ekki lítið úr nauðgunum og kynferðisofbeldi Að fara ekki í vörn þegar talað er um kynferðisofbeldi og karlmenn Að búa ekki til afsakanir fyrir gerendur Að leggja ekki áherslu á eða draga fram hluti í fari þolenda sem hafa ekkert með málið að gera, eins og ölvun, klæðnað, o.s.frv. Að átta þig á því að það er heilmargt sem þú hefur ekki upplifað Að skilja að það er sumt sem þú hefur ekki skilning á Að hlusta á fólk sem hefur kynnt sér þessi mál Að lesa þér til og kynna þér þá þekkingu sem er nú þegar til um þennan málaflokk Að átta þig á þínum eigin forréttindum og fordómum og hvernig það getur litað hvernig þú upplifir eða túlkar vissa hluti Þessi listi getur auðvitað verið miklu lengri, en ég vonast til að hann komi samt sem áður að góðum notum. Að lokum: Kæru dómarar, þegar ég var ungur var mér kennt að bera virðingu fyrir ákveðnum starfstéttum og starfsheitum í samfélaginu, þar á meðal dómurum. En ég hef hins vegar lært það með árunum að virðing er áunnin, hún á ekki að koma af sjálfu sér og hana ber að sýna þegar hlutir eru vel gerðir. Og kæru dómarar og kynbræður, ég skal bera virðingu fyrir ykkar störfum þegar þið hafið sýnt að þið eigi hana skilið. Ég vona að listinn hér að ofan hafi áhrif á að þið verðið fyrir vakningu. Með virðingu, Hjálmar.P.S. Vinsamlegast takið ekki þátt í því að skapa eða viðhalda menningu þar sem kynferðisbrot eru ekki refsiverð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Eins og fólk sem þekkir mig getur staðfest þá verð ég ekki oft orðlaus, en í ár hefur það komið fyrir nokkrum sinnum, nánar tiltekið þrisvar sinnum. Þessi þrjú skipti áttu sér stað þegar ég heyrði fréttir af því að Hæstiréttur hefði snúið sakfellingum fyrir kynferðisbrot í sýknu. Í kjölfarið hef ég hugsað mikið um þessi tilvik og með hverri sýknun varð þetta mér enn meira hugleikið og oft hugsaði ég með mér „Hvað er málið?” og hvernig stendur á því að trekk í trekk er verið að sýkna í málum sem nú þegar var búið að sakfella í? Hvað er ég ekki að skilja? Eða frekar, hvað eru þessir dómarar ekki að skilja? Sérstaklega í ljósi þess að í þessum þremur málum, skilaði einn dómari séráliti, ein kona, Ingibjörg Benediktsdóttir, á móti fjórum karlkyns dómurum. Það væri kannski rétt að umorða spurningu mína: Hvað eru þessir karlkyns dómarar ekki að skilja? Sérstaklega í ljósi þess að þeir hafa fengið að heyra mótrök frá samdómara sínum. Þegar ég var nýlega að hugsa um þessi mál, rakst ég á stutt viðtal við Stefán Mána rithöfund á vef DV („Hef orðið fyrir vakningu”, DV, 21. nóvember 2013). Þegar hann er spurður af blaðamanni hvort hann sé femínisti og hvernig það hafi komið til, þá svarar Stefán: „Ég veit ekki hvort það er hægt að kalla það þroska eða hvað.“ Já, þroski, það er málið og þá var mér hugsað til þeirra sem hjálpuðu mér þegar ég var fyrst að takast á við femínisma og reyna að skilja hluti sem ég hafði ekki fullan skilning á. Þess vegna ákvað ég að taka saman lista af atriðum sem hjálpuðu mér að öðlast aukinn skilning á hlutum eins og reynslu kvenna og kynferðisofbeldi. Hér eru nokkrar tillögur sem ég hef soðið saman úr reynslu minni og kvenna og karla sem ég hef lært mikið af: Að hlusta Að setja sig í spor annarra Að bera virðingu fyrir reynslu annarra Að gera ekki lítið úr nauðgunum og kynferðisofbeldi Að fara ekki í vörn þegar talað er um kynferðisofbeldi og karlmenn Að búa ekki til afsakanir fyrir gerendur Að leggja ekki áherslu á eða draga fram hluti í fari þolenda sem hafa ekkert með málið að gera, eins og ölvun, klæðnað, o.s.frv. Að átta þig á því að það er heilmargt sem þú hefur ekki upplifað Að skilja að það er sumt sem þú hefur ekki skilning á Að hlusta á fólk sem hefur kynnt sér þessi mál Að lesa þér til og kynna þér þá þekkingu sem er nú þegar til um þennan málaflokk Að átta þig á þínum eigin forréttindum og fordómum og hvernig það getur litað hvernig þú upplifir eða túlkar vissa hluti Þessi listi getur auðvitað verið miklu lengri, en ég vonast til að hann komi samt sem áður að góðum notum. Að lokum: Kæru dómarar, þegar ég var ungur var mér kennt að bera virðingu fyrir ákveðnum starfstéttum og starfsheitum í samfélaginu, þar á meðal dómurum. En ég hef hins vegar lært það með árunum að virðing er áunnin, hún á ekki að koma af sjálfu sér og hana ber að sýna þegar hlutir eru vel gerðir. Og kæru dómarar og kynbræður, ég skal bera virðingu fyrir ykkar störfum þegar þið hafið sýnt að þið eigi hana skilið. Ég vona að listinn hér að ofan hafi áhrif á að þið verðið fyrir vakningu. Með virðingu, Hjálmar.P.S. Vinsamlegast takið ekki þátt í því að skapa eða viðhalda menningu þar sem kynferðisbrot eru ekki refsiverð.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun